Lykill að farsælli framtíð Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 14. apríl 2021 16:01 Eitt af því sem flestir stjórnmálaflokkar eru sammála um er mikilvægi rannsókna, þróunar og nýsköpunar. Mikilvægið felst ekki síst í því að veita hinu óþekkta byr undir báða vængi, ýta undir frelsi til sköpunar og þekkingarauka sem oft er erfitt að sjá fyrir hvert leiðir okkur. Við þurfum á rannsóknum og nýsköpun að halda sem aldrei fyrr til að geta leyst þau fjöldamörgu verkefni sem við glímum við í heimi sem gengur freklega á auðlindir Jarðarinnar og þar sem misskipting auðs og gæða er alltof mikil. En þrátt fyrir að við séum öll frekar sammála um mikilvægi þessara mála þá hefur þurft aðkomu Vinstri grænna að ríkisstjórn til að tryggja skýra stefnu og fjárveitingar sem endurspegla það. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ber af í þessu samhengi enda hefur hún frá upphafi kjörtímabilsins unnið markvisst að því að efla stefnumörkun og auka fjárfestingu á þessu sviði. Aukning til rannsókna og þróunar Á grunni nýrrar vísinda- og tæknistefnu hefur fjármagn til rannsókna og þróunar á Íslandi stóraukist. Á árinu 2015 fóru um 4,5 milljarðar í stuðning hins opinbera við rannsóknir og nýsköpun en til samanburðar er hann kominn upp í um 18,5 milljarða á þessu ári. Hlutur skattafrádráttar vegna rannsókna- og þróunarverkefna fyrirtækja, sem komið var á fyrir tilstilli Vinstri grænna, er nú meira en helmingur af þessari upphæð. Fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins var einnig að hluta beint í þennan farveg. Framlög til Rannsóknasjóðs, Tækniþróunarsjóðs og Innviðasjóðs hafa aukist um 42%, 56% og 80% milli áranna 2019 og 2021. Þá hefur ný markáætlun um samfélagslegar áskoranir litið dagsins ljós en markmið hennar er meðal annars að hraða framförum á þremur sviðum; umhverfismálum og sjálfbærni, heilsu og velferð og lífi og störfum í heimi breytinga. Stutt er við verkefni sem miða að fjölbreyttu og nýsköpunarmiðuðu samfélagi. Þessi skýra stefna miðar að því að blása til sóknar í menntun og vermætasköpun fyrir þjóðina. Aukning til nýsköpunar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur sett nýja nýsköpunarstefnu á kjörtímabilinu og henni hefur verið fylgt eftir með auknu fjármagni. Stofnaður hefur verið sérstakur fjárfestingasjóður, Kría, sem er ætlað að stuðla að uppbyggingu, vexti og aukinni samkeppnishæfni atvinnulífsins. Framlög til Nýsköpunarsjóðs námsmanna hafa líka aukist verulega í ár og í fyrra. Loftslagssjóður var stofnaður árið 2019 og hefur í tvígang úthlutað styrkjum til nýsköpunar og fræðslu um loftslagsmál. Þá hafa styrkir til verkefna í hringrásarhagkerfinu einnig verið auglýstir sem munu skipta miklu máli til að ýta undir nýjar lausnir meðal annars í úrgangsmálum. Hvaða máli skiptir þetta? Það er sama hversu djúpar kreppur eru, forgangsröðun í þágu rannsókna, þróunar og nýsköpunar er forgangsröðun sem mun alltaf borga sig. Hún er líkleg til að skila okkur óvæntri verðmætasköpun, auka samkeppnishæfni okkar í síbreytilegum heimi og gera okkur betur í stakk búin að takast á við nýjar og óvæntar áskoranir. Því árangur í framtíðinni byggir meðal annars á því sem við leggjum í rannsóknir og nýsköpun á hverjum tíma. Það er einnig óendanlega mikilvægt að við þróun og nýsköpun sé tekið mið af því að auðlindir Jarðar eru ekki óþrjótandi. Mannkynið verður að temja sér neysluhætti sem taka mið af þessu og stuðla jafnframt að auknum jöfnuði innan og milli kynslóða. Ég er sannfærður um að markvissar aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í þessum málaflokki frá upphafi kjörtímabilsins muni hjálpa okkur að vinna okkur út úr kórónuveirukreppunni með sjálfbærni að leiðarljósi og gera okkur mun betur í stakk búin að takast á við áskoranir framtíðarinnar en annars hefði verið. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Nýsköpun Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem flestir stjórnmálaflokkar eru sammála um er mikilvægi rannsókna, þróunar og nýsköpunar. Mikilvægið felst ekki síst í því að veita hinu óþekkta byr undir báða vængi, ýta undir frelsi til sköpunar og þekkingarauka sem oft er erfitt að sjá fyrir hvert leiðir okkur. Við þurfum á rannsóknum og nýsköpun að halda sem aldrei fyrr til að geta leyst þau fjöldamörgu verkefni sem við glímum við í heimi sem gengur freklega á auðlindir Jarðarinnar og þar sem misskipting auðs og gæða er alltof mikil. En þrátt fyrir að við séum öll frekar sammála um mikilvægi þessara mála þá hefur þurft aðkomu Vinstri grænna að ríkisstjórn til að tryggja skýra stefnu og fjárveitingar sem endurspegla það. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ber af í þessu samhengi enda hefur hún frá upphafi kjörtímabilsins unnið markvisst að því að efla stefnumörkun og auka fjárfestingu á þessu sviði. Aukning til rannsókna og þróunar Á grunni nýrrar vísinda- og tæknistefnu hefur fjármagn til rannsókna og þróunar á Íslandi stóraukist. Á árinu 2015 fóru um 4,5 milljarðar í stuðning hins opinbera við rannsóknir og nýsköpun en til samanburðar er hann kominn upp í um 18,5 milljarða á þessu ári. Hlutur skattafrádráttar vegna rannsókna- og þróunarverkefna fyrirtækja, sem komið var á fyrir tilstilli Vinstri grænna, er nú meira en helmingur af þessari upphæð. Fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins var einnig að hluta beint í þennan farveg. Framlög til Rannsóknasjóðs, Tækniþróunarsjóðs og Innviðasjóðs hafa aukist um 42%, 56% og 80% milli áranna 2019 og 2021. Þá hefur ný markáætlun um samfélagslegar áskoranir litið dagsins ljós en markmið hennar er meðal annars að hraða framförum á þremur sviðum; umhverfismálum og sjálfbærni, heilsu og velferð og lífi og störfum í heimi breytinga. Stutt er við verkefni sem miða að fjölbreyttu og nýsköpunarmiðuðu samfélagi. Þessi skýra stefna miðar að því að blása til sóknar í menntun og vermætasköpun fyrir þjóðina. Aukning til nýsköpunar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur sett nýja nýsköpunarstefnu á kjörtímabilinu og henni hefur verið fylgt eftir með auknu fjármagni. Stofnaður hefur verið sérstakur fjárfestingasjóður, Kría, sem er ætlað að stuðla að uppbyggingu, vexti og aukinni samkeppnishæfni atvinnulífsins. Framlög til Nýsköpunarsjóðs námsmanna hafa líka aukist verulega í ár og í fyrra. Loftslagssjóður var stofnaður árið 2019 og hefur í tvígang úthlutað styrkjum til nýsköpunar og fræðslu um loftslagsmál. Þá hafa styrkir til verkefna í hringrásarhagkerfinu einnig verið auglýstir sem munu skipta miklu máli til að ýta undir nýjar lausnir meðal annars í úrgangsmálum. Hvaða máli skiptir þetta? Það er sama hversu djúpar kreppur eru, forgangsröðun í þágu rannsókna, þróunar og nýsköpunar er forgangsröðun sem mun alltaf borga sig. Hún er líkleg til að skila okkur óvæntri verðmætasköpun, auka samkeppnishæfni okkar í síbreytilegum heimi og gera okkur betur í stakk búin að takast á við nýjar og óvæntar áskoranir. Því árangur í framtíðinni byggir meðal annars á því sem við leggjum í rannsóknir og nýsköpun á hverjum tíma. Það er einnig óendanlega mikilvægt að við þróun og nýsköpun sé tekið mið af því að auðlindir Jarðar eru ekki óþrjótandi. Mannkynið verður að temja sér neysluhætti sem taka mið af þessu og stuðla jafnframt að auknum jöfnuði innan og milli kynslóða. Ég er sannfærður um að markvissar aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í þessum málaflokki frá upphafi kjörtímabilsins muni hjálpa okkur að vinna okkur út úr kórónuveirukreppunni með sjálfbærni að leiðarljósi og gera okkur mun betur í stakk búin að takast á við áskoranir framtíðarinnar en annars hefði verið. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun