„Ráðherralufsa sem ekki einu sinni á sæti á Alþingi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2021 23:46 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra fékk viðurnefnið ráðerralufsa í ræðu Kolbeins Óttarssonar Proppé á þingi í kvöld. Vísir/Vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, uppskar hlátrasköll í þingsal í kvöld þegar hann kallaði Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfisráðherra og flokksbróður í Vinstri grænum, „ráðherralufsu sem ekki einu sinni á sæti á Alþingi.“ Orðin lét Kolbeinn falla í pontu þingsins í kvöld þegar fram fór umræða um frumvarp umhverfisráðherra um breytingu á skipulagslögum er varða uppbyggingu innviða og íbúðarhúsnæðis. Frumvarpið tengist meðal annars innviðauppbyggingu í kjölfar fárviðrisins sem gekk yfir landið í desember 2019, einkum hvað varðar framkvæmdir við flutningskerfi raforku. Nokkrir þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu tóku þátt í umræðunni, þeirra á meðal Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem lýsti efasemdum um ákveðin atriði frumvarpsins. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm „Það frumvarp sem við ræðum hér er hins vegar, eins og fram hefur komið í máli allra ræðumanna, inngrip í sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Inngrip í þann rétt fólks til að hafa áhrif á nærsamfélag sitt og það er upplýsandi að lesa umsagnir við þetta mál,“ sagði Andrés Ingi meðal annars, og vitnaði máli sínu til stuðnings í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem að sögn Andrésar „beri með sér að það sé með nokkrum semingi sem að það sættir sig við þessa leið og það gerir það með þeim fyrirvara að hér á Alþingi verði sá skilningur staðfestur að ekki séu áform um frekari skref í þá átt að færa skipulags hlutverkið frá sveitarfélögum, líkt og Andrés Ingi orðaði það. Þessu brást Kolbeinn við í fyrrnefndri ræðu sinni en Kolbeini þótti Andrés teygja sig fulllangt í túlkun sinni á umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vitnaði Kolbeinn þá stuttlega í umrædda umsögn þar sem segir að ekki hafi þótt tilefni til mikilla efnislegra athugasemda við frumvarpið. „Ég held að við eigum aðeins að gæta þess hvernig við tölum um fólk sem er ekki í þessum þingsal og túlkum orðs þess,“ sagði Kolbeinn. „Mér þykir heldur mikil umræða hjá háttvirtum þingmanni núna, minnimáttarkennd hjá löggjafanum, þó einhver ráðherralufsa sem ekki einu sinni á sæti á Alþingi, hafi einhverja skoðun um eitthvað. Erum við ekki löggjafinn? takk fyrir,“ sagði Kolbeinn og uppskar hlátur í salnum. Ummælin lætur Kolbeinn falla undir lok ræðunnar sem heyra má í spilaranum hér að ofan. Skiptir máli þegar „meint lufsa“ er ráðherra málaflokksins Kolbeinn er framsögumaður málsins í nefnd en líkt og kunnugt er á Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ekki sæti á Alþingi. Og þessu var Andrés ekki lengi að bregðast við. „Ég skal viðurkenna það að „semingur“ var kannski fulldjúpt í árinni tekið. En Samband íslenskra sveitarfélaga undirstrikar að þetta frumvarp sé verulegt frávik og í því ljósi verði að staðfesta þann skilning að ekki séu áform um frekari skref í þessa átt. Hvað einhver ráðherralufsa segir skiptir máli þegar sú meinta lufsa er ráðherra málaflokksins sem um ræðir og er til dæmis samflokksmaður framsögumanns málsins sem er búinn að hnýta þetta haganlega inn í nefndarálit en það hefur ekki skilað sér til ráðherrans,“ sagði Andrés í næstu ræðu sem sjá má í spilaranum hér að neðan. Alþingi Vinstri græn Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Orðin lét Kolbeinn falla í pontu þingsins í kvöld þegar fram fór umræða um frumvarp umhverfisráðherra um breytingu á skipulagslögum er varða uppbyggingu innviða og íbúðarhúsnæðis. Frumvarpið tengist meðal annars innviðauppbyggingu í kjölfar fárviðrisins sem gekk yfir landið í desember 2019, einkum hvað varðar framkvæmdir við flutningskerfi raforku. Nokkrir þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu tóku þátt í umræðunni, þeirra á meðal Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem lýsti efasemdum um ákveðin atriði frumvarpsins. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm „Það frumvarp sem við ræðum hér er hins vegar, eins og fram hefur komið í máli allra ræðumanna, inngrip í sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Inngrip í þann rétt fólks til að hafa áhrif á nærsamfélag sitt og það er upplýsandi að lesa umsagnir við þetta mál,“ sagði Andrés Ingi meðal annars, og vitnaði máli sínu til stuðnings í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem að sögn Andrésar „beri með sér að það sé með nokkrum semingi sem að það sættir sig við þessa leið og það gerir það með þeim fyrirvara að hér á Alþingi verði sá skilningur staðfestur að ekki séu áform um frekari skref í þá átt að færa skipulags hlutverkið frá sveitarfélögum, líkt og Andrés Ingi orðaði það. Þessu brást Kolbeinn við í fyrrnefndri ræðu sinni en Kolbeini þótti Andrés teygja sig fulllangt í túlkun sinni á umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vitnaði Kolbeinn þá stuttlega í umrædda umsögn þar sem segir að ekki hafi þótt tilefni til mikilla efnislegra athugasemda við frumvarpið. „Ég held að við eigum aðeins að gæta þess hvernig við tölum um fólk sem er ekki í þessum þingsal og túlkum orðs þess,“ sagði Kolbeinn. „Mér þykir heldur mikil umræða hjá háttvirtum þingmanni núna, minnimáttarkennd hjá löggjafanum, þó einhver ráðherralufsa sem ekki einu sinni á sæti á Alþingi, hafi einhverja skoðun um eitthvað. Erum við ekki löggjafinn? takk fyrir,“ sagði Kolbeinn og uppskar hlátur í salnum. Ummælin lætur Kolbeinn falla undir lok ræðunnar sem heyra má í spilaranum hér að ofan. Skiptir máli þegar „meint lufsa“ er ráðherra málaflokksins Kolbeinn er framsögumaður málsins í nefnd en líkt og kunnugt er á Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra ekki sæti á Alþingi. Og þessu var Andrés ekki lengi að bregðast við. „Ég skal viðurkenna það að „semingur“ var kannski fulldjúpt í árinni tekið. En Samband íslenskra sveitarfélaga undirstrikar að þetta frumvarp sé verulegt frávik og í því ljósi verði að staðfesta þann skilning að ekki séu áform um frekari skref í þessa átt. Hvað einhver ráðherralufsa segir skiptir máli þegar sú meinta lufsa er ráðherra málaflokksins sem um ræðir og er til dæmis samflokksmaður framsögumanns málsins sem er búinn að hnýta þetta haganlega inn í nefndarálit en það hefur ekki skilað sér til ráðherrans,“ sagði Andrés í næstu ræðu sem sjá má í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Vinstri græn Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira