Vítamínsprauta fyrir framtíðina ekki fyrir börnin í Háteigsskóla? Bergrún Tinna Magnúsdóttir skrifar 15. apríl 2021 14:31 Sama dag og grafan mætir og síðasta nálæga græna svæðið er tekið frá börnunum í Háteigsskóla er eftirfarandi birt á vef Reykjavíkurborgar: „Græn svæði eru eins og vítamínsprauta fyrir framtíðina og hafa mikil áhrif á framtíðarlýðheilsu borgarbúa. Mikilvægt er að standa vörð um réttinn til leiks og hreyfingar fyrir börn.“ Vitnað er í Katrínu Karlsdóttir skipulagsverkfræðing: „Fyrir börn sem lifa við græn svæði og fá þessa náttúru inn í sitt daglega líf hefur þetta áhrif á hreyfiþroska, félagsþroska og andlegan þroska. Það eru minni líkur á að börn sem alast upp nærri grænum svæðum þrói með sér geðræn vandamál,“ (Sjá: https://reykjavik.is/frettir/graenir-gardar-halda-ser-i-vogabyggd, sótt kl.13:30,12.04.2021) Vatnshóllinn og umhverfi hans er svo sannarlega vítamanínsprauta fyrir börnin í Háteigsskóla. Lóðamörk blokkanna sem reisa á hafa verið merkt á lóðina með stikum og liggja alveg upp við hólinn. Blokkirnar sjálfar verða ekki mikið lengra frá hólnum. Það er ljóst að börnin renna sér ekki framar hér á veturna. Hvernig er hægt að taka sleðabrekku af börnum? Og birta á sama tíma texta í áróðursskyni um mikilvægi grænna svæði fyrir þroska barna? Börnin eru í sárum og mótmæla nú kröftuglega. Sunnan megin við Háteigsskóla, þar sem áður voru ósnertir móar sem börnin nýttu sem leiksvæði, er nú þegar komið þéttbyggt háhýsahverfi. Háteigsskóli er einn þéttsetnasti skólinn á landinu með yfir 440 nemendur. Þegar Sjómannaskólareiturinn hverfur verður ekkert ósnert leiksvæði eftir í hverfinu, aðeins steypt skólalóðin. Það hefði verið hægt að standa miklu betur að þessu og reisa minni hús lengra frá hólnum við Vatnsholt eða blokkir á bílastæðaplaninu hinum megin við Háteigsveg. Hvers virði er hreyfi- félags- og andlegur þroski fyrir börnin í Háteigsskóla? Hvernig er hægt að fórna þessu dýrmæta svæði? Foreldrar ætla að mótmæla með börnunum sínum við Vatnshólinn næsta laugardag kl. 14:00. Búið er að stofna Facebook-viðburð um mótmælin. Höfundur er foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Börn og uppeldi Grunnskólar Skipulag Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Sama dag og grafan mætir og síðasta nálæga græna svæðið er tekið frá börnunum í Háteigsskóla er eftirfarandi birt á vef Reykjavíkurborgar: „Græn svæði eru eins og vítamínsprauta fyrir framtíðina og hafa mikil áhrif á framtíðarlýðheilsu borgarbúa. Mikilvægt er að standa vörð um réttinn til leiks og hreyfingar fyrir börn.“ Vitnað er í Katrínu Karlsdóttir skipulagsverkfræðing: „Fyrir börn sem lifa við græn svæði og fá þessa náttúru inn í sitt daglega líf hefur þetta áhrif á hreyfiþroska, félagsþroska og andlegan þroska. Það eru minni líkur á að börn sem alast upp nærri grænum svæðum þrói með sér geðræn vandamál,“ (Sjá: https://reykjavik.is/frettir/graenir-gardar-halda-ser-i-vogabyggd, sótt kl.13:30,12.04.2021) Vatnshóllinn og umhverfi hans er svo sannarlega vítamanínsprauta fyrir börnin í Háteigsskóla. Lóðamörk blokkanna sem reisa á hafa verið merkt á lóðina með stikum og liggja alveg upp við hólinn. Blokkirnar sjálfar verða ekki mikið lengra frá hólnum. Það er ljóst að börnin renna sér ekki framar hér á veturna. Hvernig er hægt að taka sleðabrekku af börnum? Og birta á sama tíma texta í áróðursskyni um mikilvægi grænna svæði fyrir þroska barna? Börnin eru í sárum og mótmæla nú kröftuglega. Sunnan megin við Háteigsskóla, þar sem áður voru ósnertir móar sem börnin nýttu sem leiksvæði, er nú þegar komið þéttbyggt háhýsahverfi. Háteigsskóli er einn þéttsetnasti skólinn á landinu með yfir 440 nemendur. Þegar Sjómannaskólareiturinn hverfur verður ekkert ósnert leiksvæði eftir í hverfinu, aðeins steypt skólalóðin. Það hefði verið hægt að standa miklu betur að þessu og reisa minni hús lengra frá hólnum við Vatnsholt eða blokkir á bílastæðaplaninu hinum megin við Háteigsveg. Hvers virði er hreyfi- félags- og andlegur þroski fyrir börnin í Háteigsskóla? Hvernig er hægt að fórna þessu dýrmæta svæði? Foreldrar ætla að mótmæla með börnunum sínum við Vatnshólinn næsta laugardag kl. 14:00. Búið er að stofna Facebook-viðburð um mótmælin. Höfundur er foreldri.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun