Berjumst gegn bakslaginu Andrés Ingi Jónsson skrifar 15. apríl 2021 15:01 Í faraldrinum hefur orðið bakslag í jafnréttismálum um allan heim, sem birtist m.a. í auknu heimilisofbeldi á Íslandi og víðar. Þrátt fyrir að faraldurinn hafi gert illt verra voru engu að síður blikur á lofti í jafnréttismálum áður en fyrsta covid-veiran skaut upp kollinum. Síðustu ár hefur aðalritari Sameinuðu þjóðanna ítrekað hvatt ríki heims til dáða í jafnréttismálum. Aðalritarinn hefur minnt á að áunnin réttindi geti glatast og því þurfi alltaf að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur. Í því samhengi talar hann ekki bara um bakslag, heldur hreinlega „pushback“ - að verið sé að þrýsta á móti. Það undirstrikar að ekki er um er að ræða einhverja tilfallandi þróun heldur skipulagða aðför afturhaldssamra afla í pólitík, sem vilja „þrýsta jafnréttinu aftur.“ Tangarsókn afturhalds í Evrópu Við þurfum ekki að leita langt til að sjá þessa aðför í verki. Í Póllandi hefur t.a.m. verið þrengt að réttindum fólks á síðustu misserum með stórhertri löggjöf um þungunarrof og sérstökum „hinseginlausum svæðum.“ Sambærileg þróun hefur átt sér stað annars staðar í Evrópu, enda er aðför að réttindum í einu landi árás á réttindi alls staðar. Afturhaldsöflin eru víða og árásir þeirra eru skipulagðar. Nú skal grafið undan Istanbúl-samningnum, fyrsta lagalega bindandi alþjóðasamningurinn sem tekur heildstætt á ofbeldi gegn konum. Þrjátíu og fjögur ríki hafa fullgilt samninginn, Ísland þeirra á meðal, og telja þau því að ofbeldi gegn stúlkum og konum sé óásættanlegt og renna þannig traustari stoðum undir mannréttindi alls fólks. Samningurinn er framsækinn, mikilvægur og þyrnir í augum afturhaldsafla. Umræða gegn aðild að Istanbúl-samningnum hefur náð rótfestu í mörgum löndum, en lengst hefur hún gengið í Póllandi og Tyrklandi. Stjórnvöld þar hafa síðustu misseri stefnt að því að rifta samningnum og þann 20. mars sl. tilkynntu tyrknesk stjórnvöld Evrópuráðinu að þau segðu sig frá Istanbúl-samningnum. Frumvarp sem miðar að sama marki gekk til nefnda pólska þingsins 30. mars. Sendum skýr skilaboð Þessi skipulagða aðför gefur tilefni til að hafa áhyggjur af afdrifum samningsins. Ákvörðun Pólverja og Tyrkja setur hættulegt fordæmi fyrir önnur ríki þar sem mannréttindi og lýðræði standa höllum fæti. Kvenréttindasamtök um alla Evrópu hafa enda lýst áhyggjum af þessari þróun og hvatt ríkisstjórnir til að berjast gegn þessu bakslagi í baráttunni fyrir réttindum kvenna. Þeirra á meðal er Kvenréttindafélag Íslands sem sendi áskorun þess efnis til forsætis- og utanríkisráðherra þann 30. mars. Hér er tækifæri fyrir Ísland að tala skýrt. Fyrir Alþingi liggur nú tillaga um að fela ríkisstjórninni að grípa til aðgerða sem styðja við Istanbúl-samninginn. Sýna að Íslendingum er ekki sama um framgang afturhaldsaflanna sem grafa leynt og ljóst undan réttindum meðborgara okkar. Með tillögunni er lagt til að íslensk stjórnvöld taki skýra afstöðu með Istanbúl-samningnum, sýni pólitíska forystu í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og stuðning við kvenréttindi á alþjóðavísu. Aðför á einum stað er enda árás alls staðar. Höfundur er þingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mannréttindi Píratar Andrés Ingi Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í faraldrinum hefur orðið bakslag í jafnréttismálum um allan heim, sem birtist m.a. í auknu heimilisofbeldi á Íslandi og víðar. Þrátt fyrir að faraldurinn hafi gert illt verra voru engu að síður blikur á lofti í jafnréttismálum áður en fyrsta covid-veiran skaut upp kollinum. Síðustu ár hefur aðalritari Sameinuðu þjóðanna ítrekað hvatt ríki heims til dáða í jafnréttismálum. Aðalritarinn hefur minnt á að áunnin réttindi geti glatast og því þurfi alltaf að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur. Í því samhengi talar hann ekki bara um bakslag, heldur hreinlega „pushback“ - að verið sé að þrýsta á móti. Það undirstrikar að ekki er um er að ræða einhverja tilfallandi þróun heldur skipulagða aðför afturhaldssamra afla í pólitík, sem vilja „þrýsta jafnréttinu aftur.“ Tangarsókn afturhalds í Evrópu Við þurfum ekki að leita langt til að sjá þessa aðför í verki. Í Póllandi hefur t.a.m. verið þrengt að réttindum fólks á síðustu misserum með stórhertri löggjöf um þungunarrof og sérstökum „hinseginlausum svæðum.“ Sambærileg þróun hefur átt sér stað annars staðar í Evrópu, enda er aðför að réttindum í einu landi árás á réttindi alls staðar. Afturhaldsöflin eru víða og árásir þeirra eru skipulagðar. Nú skal grafið undan Istanbúl-samningnum, fyrsta lagalega bindandi alþjóðasamningurinn sem tekur heildstætt á ofbeldi gegn konum. Þrjátíu og fjögur ríki hafa fullgilt samninginn, Ísland þeirra á meðal, og telja þau því að ofbeldi gegn stúlkum og konum sé óásættanlegt og renna þannig traustari stoðum undir mannréttindi alls fólks. Samningurinn er framsækinn, mikilvægur og þyrnir í augum afturhaldsafla. Umræða gegn aðild að Istanbúl-samningnum hefur náð rótfestu í mörgum löndum, en lengst hefur hún gengið í Póllandi og Tyrklandi. Stjórnvöld þar hafa síðustu misseri stefnt að því að rifta samningnum og þann 20. mars sl. tilkynntu tyrknesk stjórnvöld Evrópuráðinu að þau segðu sig frá Istanbúl-samningnum. Frumvarp sem miðar að sama marki gekk til nefnda pólska þingsins 30. mars. Sendum skýr skilaboð Þessi skipulagða aðför gefur tilefni til að hafa áhyggjur af afdrifum samningsins. Ákvörðun Pólverja og Tyrkja setur hættulegt fordæmi fyrir önnur ríki þar sem mannréttindi og lýðræði standa höllum fæti. Kvenréttindasamtök um alla Evrópu hafa enda lýst áhyggjum af þessari þróun og hvatt ríkisstjórnir til að berjast gegn þessu bakslagi í baráttunni fyrir réttindum kvenna. Þeirra á meðal er Kvenréttindafélag Íslands sem sendi áskorun þess efnis til forsætis- og utanríkisráðherra þann 30. mars. Hér er tækifæri fyrir Ísland að tala skýrt. Fyrir Alþingi liggur nú tillaga um að fela ríkisstjórninni að grípa til aðgerða sem styðja við Istanbúl-samninginn. Sýna að Íslendingum er ekki sama um framgang afturhaldsaflanna sem grafa leynt og ljóst undan réttindum meðborgara okkar. Með tillögunni er lagt til að íslensk stjórnvöld taki skýra afstöðu með Istanbúl-samningnum, sýni pólitíska forystu í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og stuðning við kvenréttindi á alþjóðavísu. Aðför á einum stað er enda árás alls staðar. Höfundur er þingmaður Pírata
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun