Sífellt fleiri leita til heilsugæslunnar vegna langvinnra eftirkasta af Covid-19 Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. apríl 2021 18:31 Á fjórða hundrað manns hafa leitað til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna langvarandi eftirkasta af Covid-19 frá upphafi faraldursins. Fólk kvartar aðallega yfir mikilli þreytu, úthaldsleysi og heilsukvíða. Verið er að rannsaka hversu margir fá við langvinn eftirköst af Covid en þó eru komnar fram tilgátur. „Þeir sem voru á gjörgæslu eru alltaf lengi að jafna sig og svo þeir sem fá blóðtappa sem eru einnig í sama hópi en og svo eru það þeir sem veiktust lítið en eru þrjá mánuði eða lengur að jafna sig og sá hópur er um 10-20% af þeim sem veikjast af Covid-19,“ segir Alma Möller landlæknir. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna KórónuveirunnarFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Á síðasta ári leituðu um tvöhundruð og þrjátíu manns til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna langvarandi einkenna. Í febrúar á þessu ári voru sjúklingarnir þegar orðnir um 130. „Það eru fleiri að fá greininguna núna en á síðasta ári.Við verðum mest vör við orkuleysi, þreytu og erfiðleika að ná aftur krafti . Þá er heilsukvíði og andleg áhrif greinilega til staðar,“ segir Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ung kona sem fréttastofa ræddi við í gær gagnrýndi að fátt hefði verið um svör þegar hún leitaði til heilsugæslunnar vegna slíkra einkenna. Óskar segir að ákveðið ferli sé til staðar þegar fólk leitar til heilsugæslunnar. „Fólki er ávísað svokölluðum hreyfiseðlum en hreyfing er mikilvæg eftir að fólk fer að byrja að ná bata. Við aðstoðum fólk við að fara í sjúkraþjálfun og svo eru það sálfræðiviðtöl eða viðtöl við okkar lækna og hjúkrunarfræðinga sem fólk fær,“ segir Óskar. Þeim verst settu sé beint á meðferðarstofnanir eins og Reykjarlund, Heilsustofnun í Hveragerði og Kristnes en hátt í tvöhundruð manns eru í eða bíða meðferðar. Óskað hefur verið eftir að komi aftur hertra samkomutakmarkana og líkamsrækt loki að þá verði eitthvað úrræði opið fyrir fólk sem er að ná sér af Covid. Sóttvarnarlæknir fékk slíkt erindi í vikunni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Það er bara alls ekkert útilokað að það yrði útfært með einhverju móti. En ég vona að það komi ekki til þess og að við getum bara haldið áfram með þær opnanir sem tóku gildi í dag,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Félagsmál Heilsugæsla Tengdar fréttir Fleiri þurfi meðferð vegna kvíða og þunglyndis í kjölfar faraldursins Forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði segir sífellt fleiri leyta til stofnunarinnar vegna kvíða og þunglyndis sem rekja megi til þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hafi haft á samfélagið. Þá hafi mörgum farið líkamlega aftur í faraldrinum og óskað eftir innlögn. 15. apríl 2021 12:01 „Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“ Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar. 14. apríl 2021 18:54 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Sjá meira
Verið er að rannsaka hversu margir fá við langvinn eftirköst af Covid en þó eru komnar fram tilgátur. „Þeir sem voru á gjörgæslu eru alltaf lengi að jafna sig og svo þeir sem fá blóðtappa sem eru einnig í sama hópi en og svo eru það þeir sem veiktust lítið en eru þrjá mánuði eða lengur að jafna sig og sá hópur er um 10-20% af þeim sem veikjast af Covid-19,“ segir Alma Möller landlæknir. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna KórónuveirunnarFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Á síðasta ári leituðu um tvöhundruð og þrjátíu manns til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna langvarandi einkenna. Í febrúar á þessu ári voru sjúklingarnir þegar orðnir um 130. „Það eru fleiri að fá greininguna núna en á síðasta ári.Við verðum mest vör við orkuleysi, þreytu og erfiðleika að ná aftur krafti . Þá er heilsukvíði og andleg áhrif greinilega til staðar,“ segir Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ung kona sem fréttastofa ræddi við í gær gagnrýndi að fátt hefði verið um svör þegar hún leitaði til heilsugæslunnar vegna slíkra einkenna. Óskar segir að ákveðið ferli sé til staðar þegar fólk leitar til heilsugæslunnar. „Fólki er ávísað svokölluðum hreyfiseðlum en hreyfing er mikilvæg eftir að fólk fer að byrja að ná bata. Við aðstoðum fólk við að fara í sjúkraþjálfun og svo eru það sálfræðiviðtöl eða viðtöl við okkar lækna og hjúkrunarfræðinga sem fólk fær,“ segir Óskar. Þeim verst settu sé beint á meðferðarstofnanir eins og Reykjarlund, Heilsustofnun í Hveragerði og Kristnes en hátt í tvöhundruð manns eru í eða bíða meðferðar. Óskað hefur verið eftir að komi aftur hertra samkomutakmarkana og líkamsrækt loki að þá verði eitthvað úrræði opið fyrir fólk sem er að ná sér af Covid. Sóttvarnarlæknir fékk slíkt erindi í vikunni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Það er bara alls ekkert útilokað að það yrði útfært með einhverju móti. En ég vona að það komi ekki til þess og að við getum bara haldið áfram með þær opnanir sem tóku gildi í dag,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Félagsmál Heilsugæsla Tengdar fréttir Fleiri þurfi meðferð vegna kvíða og þunglyndis í kjölfar faraldursins Forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði segir sífellt fleiri leyta til stofnunarinnar vegna kvíða og þunglyndis sem rekja megi til þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hafi haft á samfélagið. Þá hafi mörgum farið líkamlega aftur í faraldrinum og óskað eftir innlögn. 15. apríl 2021 12:01 „Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“ Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar. 14. apríl 2021 18:54 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Sjá meira
Fleiri þurfi meðferð vegna kvíða og þunglyndis í kjölfar faraldursins Forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði segir sífellt fleiri leyta til stofnunarinnar vegna kvíða og þunglyndis sem rekja megi til þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hafi haft á samfélagið. Þá hafi mörgum farið líkamlega aftur í faraldrinum og óskað eftir innlögn. 15. apríl 2021 12:01
„Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“ Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar. 14. apríl 2021 18:54