„Ekki sanngjarnt að KA/Þór sitji uppi með fjárhagslegan skaða“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2021 15:46 KA/Þór er á toppi Olís-deildar kvenna og á möguleika á að verða deildarmeistari í fyrsta sinn. vísir/hulda KA/Þór ætti ekki að þurfa að sitja uppi með aukinn kostnað vegna ferðalags í endurtekinn leik við Stjörnuna, segir Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ. Lokaumferðirnar í Olís-deild kvenna fara ekki fram fyrr en botn fæst í málið. Áfrýjunardómstóll HSÍ birti í gær dóm þess efnis að endurtaka þyrfti leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta. Stjarnan kærði 27-26 sigur KA/Þórs eftir að í ljós kom að aukamarki hafði verið bætt við hjá KA/Þór í fyrri hálfleik. Mistökin urðu á ritaraborði þar sem störfuðu sjálfboðaliðar á vegum Stjörnunnar, þar sem leikurinn var í Garðabæ, og dómarar leiksins gerðu sér ekki grein fyrir mistökunum. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sagði við Vísi í gær að Akureyringar könnuðu nú hvort hægt yrði að fara með málið fyrir áfrýjunardómstól ÍSÍ eða jafnvel almenna dómstóla. Sævar sagði ferðakostnaðinn við að fara aftur í Garðabæ nema á bilinu 200-300 þúsundum króna, og að meðtöldum lögfræðikostnaði kæmi málið til með að kosta KA/Þór á bilinu 800 þúsund til einnar milljónar króna hið minnsta. Róbert segir HSÍ vilja koma til móts við KA/Þór varðandi ferðakostnaðinn þó að ekkert sé kveðið á um slíkt í dómi áfrýjunardómstóls. „Já, vissulega. Það er eitthvað sem að er í skoðun og við ræðum um við KA/Þór. Það verður vonandi leyst,“ sagði Róbert við Vísi í dag. „Dómurinn sem slíkur stendur, frá sjálfstæðum dómstóli HSÍ, og ég ætla ekki að hafa neina skoðun á honum sem slíkum. En að mínu mati er ekki sanngjarnt að KA/Þór sitji uppi með fjárhagslegan skaða þar sem að félagið bar enga ábyrgð í þessu máli.“ Mótið ekki klárað fyrr en botn fæst í málið Ef KA/Þór fer með málið lengra er óvíst hvenær úrslit leiksins verða endanlega staðfest, eða leikurinn endurtekinn. Tvær umferðir eru eftir af Olís-deild kvenna og eiga þær að fara fram 1. og 8. maí. „Það er þá bara eitthvað sem að við tökum upp og skoðum þegar á reynir. Áfrýjunardómstóll HSÍ er endanlegt dómsvald innan handknattleikshreyfingarinnar og niðurstaða hans er komin,“ sagði Róbert. En verða síðustu tvær umferðirnar spilaðar 1. og 8. maí ef „draugamarksleikurinn“ stendur enn út af borðinu? „Ég á erfitt með að sjá það að við klárum mótið öðruvísi en að við fáum fyrst botn í þennan leik.“ Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan Tengdar fréttir Stjarnan svarar fyrir sig: Sigur fyrir handboltann Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu og segir dóm áfrýjunardómstóls HSÍ, um að leikur liðsins við KA/Þór skuli endurtekinn, vera sigur fyrir handboltaíþróttina. 15. apríl 2021 14:49 Íþróttinni ekki til heilla og aðför að landsbyggðinni „Takk fyrir þetta Stjarnan og HSÍ. Þetta er og verður handboltaíþróttinni ekki til heilla,“ segir í yfirlýsingu frá KA/Þór eftir að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu að endurtaka ætti leik liðsins við Stjörnuna. 15. apríl 2021 14:35 Draugamarksleikurinn verður endurtekinn Leikur Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta verður endurtekinn. Endurskipaður áfrýjunardómstóll staðfesti fyrri dóm dómstólsins. 15. apríl 2021 12:00 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Sjá meira
Áfrýjunardómstóll HSÍ birti í gær dóm þess efnis að endurtaka þyrfti leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta. Stjarnan kærði 27-26 sigur KA/Þórs eftir að í ljós kom að aukamarki hafði verið bætt við hjá KA/Þór í fyrri hálfleik. Mistökin urðu á ritaraborði þar sem störfuðu sjálfboðaliðar á vegum Stjörnunnar, þar sem leikurinn var í Garðabæ, og dómarar leiksins gerðu sér ekki grein fyrir mistökunum. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sagði við Vísi í gær að Akureyringar könnuðu nú hvort hægt yrði að fara með málið fyrir áfrýjunardómstól ÍSÍ eða jafnvel almenna dómstóla. Sævar sagði ferðakostnaðinn við að fara aftur í Garðabæ nema á bilinu 200-300 þúsundum króna, og að meðtöldum lögfræðikostnaði kæmi málið til með að kosta KA/Þór á bilinu 800 þúsund til einnar milljónar króna hið minnsta. Róbert segir HSÍ vilja koma til móts við KA/Þór varðandi ferðakostnaðinn þó að ekkert sé kveðið á um slíkt í dómi áfrýjunardómstóls. „Já, vissulega. Það er eitthvað sem að er í skoðun og við ræðum um við KA/Þór. Það verður vonandi leyst,“ sagði Róbert við Vísi í dag. „Dómurinn sem slíkur stendur, frá sjálfstæðum dómstóli HSÍ, og ég ætla ekki að hafa neina skoðun á honum sem slíkum. En að mínu mati er ekki sanngjarnt að KA/Þór sitji uppi með fjárhagslegan skaða þar sem að félagið bar enga ábyrgð í þessu máli.“ Mótið ekki klárað fyrr en botn fæst í málið Ef KA/Þór fer með málið lengra er óvíst hvenær úrslit leiksins verða endanlega staðfest, eða leikurinn endurtekinn. Tvær umferðir eru eftir af Olís-deild kvenna og eiga þær að fara fram 1. og 8. maí. „Það er þá bara eitthvað sem að við tökum upp og skoðum þegar á reynir. Áfrýjunardómstóll HSÍ er endanlegt dómsvald innan handknattleikshreyfingarinnar og niðurstaða hans er komin,“ sagði Róbert. En verða síðustu tvær umferðirnar spilaðar 1. og 8. maí ef „draugamarksleikurinn“ stendur enn út af borðinu? „Ég á erfitt með að sjá það að við klárum mótið öðruvísi en að við fáum fyrst botn í þennan leik.“
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan Tengdar fréttir Stjarnan svarar fyrir sig: Sigur fyrir handboltann Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu og segir dóm áfrýjunardómstóls HSÍ, um að leikur liðsins við KA/Þór skuli endurtekinn, vera sigur fyrir handboltaíþróttina. 15. apríl 2021 14:49 Íþróttinni ekki til heilla og aðför að landsbyggðinni „Takk fyrir þetta Stjarnan og HSÍ. Þetta er og verður handboltaíþróttinni ekki til heilla,“ segir í yfirlýsingu frá KA/Þór eftir að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu að endurtaka ætti leik liðsins við Stjörnuna. 15. apríl 2021 14:35 Draugamarksleikurinn verður endurtekinn Leikur Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta verður endurtekinn. Endurskipaður áfrýjunardómstóll staðfesti fyrri dóm dómstólsins. 15. apríl 2021 12:00 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Sjá meira
Stjarnan svarar fyrir sig: Sigur fyrir handboltann Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu og segir dóm áfrýjunardómstóls HSÍ, um að leikur liðsins við KA/Þór skuli endurtekinn, vera sigur fyrir handboltaíþróttina. 15. apríl 2021 14:49
Íþróttinni ekki til heilla og aðför að landsbyggðinni „Takk fyrir þetta Stjarnan og HSÍ. Þetta er og verður handboltaíþróttinni ekki til heilla,“ segir í yfirlýsingu frá KA/Þór eftir að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu að endurtaka ætti leik liðsins við Stjörnuna. 15. apríl 2021 14:35
Draugamarksleikurinn verður endurtekinn Leikur Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta verður endurtekinn. Endurskipaður áfrýjunardómstóll staðfesti fyrri dóm dómstólsins. 15. apríl 2021 12:00