Veðjað á að hugsanlegur fundur Putíns og Bidens verði í Tékklandi eða á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 17. apríl 2021 11:32 Á flest er nú veðjað, meira að segja það hvar Biden og Pútín muni hittast ef af leiðtogafundi þeirra verður. Og þar telst Ísland líklegur kostur. Eflaust spilar þar inn í ógleymanlegur leiðtogafundurinn í Höfða þegar Ronald Regan Bandaríkjaforseti og Mikhaíl Gorbatsjev, leiðtogi Sovétríkjanna sálugu hittust í Reykjavík 1986. Efnt hefur verið til veðmáls þar sem talið er líklegast að fundur leiðtoga hinna fornu stórvelda verði haldinn í Tékkalandi en Ísland kemur þar fast á hæla. Fátt er það sem menn ekki veðja á. Og nú hefur veðmálafyrirtækið Betsson sett upp sérstakt veðmál þar sem menn geta veðjað á hvar fyrirhugaður mögulegur leiðtogafundur Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta verður. Eins og komið hefur fram á Vísi hefur Biden lagt það til við Pútín að þeir hittist til að fara yfir samskipti þjóðanna en stirð samskipti Rússa við Úkraínumenn eru áhyggjuefni. Þeir tveir hittust í varaforsetatíð Bidens árið 2011. Veðmálastuðlarnir sem sérfræðingar Betsson hafa sett upp eru athyglisverðir. Eins og áður sagði er Tékkland talinn líklegasti fundarstaðurinn, með 3,55 í svokallaðan stuðul. Sem þýðir að ef einhver leggur þúsund krónur á það fær hinn sami til baka 3.550 krónur til baka, verði sú raunin. Ísland er þar fast á hæla með 4 í stuðul og þar á eftir kemur Austurríki með stuðulinn 4,25. Eilítið neðar á blaði eru Finnland (5,25) en þeir tveir möguleikar sem reka lestina, Svíþjóð (15) og Úkraína (18) teljast ólíklegir samkvæmt þeim veðmálaspekúlöntum. Og ef menn vilja veðja á Svíþjóð og Úkraínu og svo fer að þar verði hinn hugsanlegi fundur haldinn, ávaxta menn vel sitt pund; það er margfaldað með stuðlinum. Eins og áður sagði liggur ekki einu sinni enn fyrir hvort fundurinn verði haldinn en veðmálið stendur út apríl, ef ekkert verður af því að Biden og Pútín hittist, þá fellur veðmálið niður og þeir sem lagt hafa undir fá það til baka. Fjárhættuspil Bandaríkin Rússland Úkraína Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Fátt er það sem menn ekki veðja á. Og nú hefur veðmálafyrirtækið Betsson sett upp sérstakt veðmál þar sem menn geta veðjað á hvar fyrirhugaður mögulegur leiðtogafundur Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta verður. Eins og komið hefur fram á Vísi hefur Biden lagt það til við Pútín að þeir hittist til að fara yfir samskipti þjóðanna en stirð samskipti Rússa við Úkraínumenn eru áhyggjuefni. Þeir tveir hittust í varaforsetatíð Bidens árið 2011. Veðmálastuðlarnir sem sérfræðingar Betsson hafa sett upp eru athyglisverðir. Eins og áður sagði er Tékkland talinn líklegasti fundarstaðurinn, með 3,55 í svokallaðan stuðul. Sem þýðir að ef einhver leggur þúsund krónur á það fær hinn sami til baka 3.550 krónur til baka, verði sú raunin. Ísland er þar fast á hæla með 4 í stuðul og þar á eftir kemur Austurríki með stuðulinn 4,25. Eilítið neðar á blaði eru Finnland (5,25) en þeir tveir möguleikar sem reka lestina, Svíþjóð (15) og Úkraína (18) teljast ólíklegir samkvæmt þeim veðmálaspekúlöntum. Og ef menn vilja veðja á Svíþjóð og Úkraínu og svo fer að þar verði hinn hugsanlegi fundur haldinn, ávaxta menn vel sitt pund; það er margfaldað með stuðlinum. Eins og áður sagði liggur ekki einu sinni enn fyrir hvort fundurinn verði haldinn en veðmálið stendur út apríl, ef ekkert verður af því að Biden og Pútín hittist, þá fellur veðmálið niður og þeir sem lagt hafa undir fá það til baka.
Fjárhættuspil Bandaríkin Rússland Úkraína Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira