Rökræddu stöðuna í stjórnmálum: „Eigum að ná miklu meiri árangri sem sjálfstæð þjóð“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. apríl 2021 12:11 Stjórnmálamennirnir og fyrrverandi ráðherrarnir Þorsteinn Pálsson og Guðni Ágústsson tókust á í eldhressu spjalli um stöðuna í íslenskri pólitík. Íslenskir stjórnmálamenn standa sig betur á krepputímum og stjórnvöldum er vel treystandi til að takast á við áföllin af völdum heimsfaraldurs innanlands að mati Guðna Ágústssonar. Þorsteinn Pálsson vill hins vegar hefja gjaldmiðlasamstarf við Evrópusambandið samhliða endurreisn ríkisfjármála. Stjórnmálamennirnir og fyrrverandi ráðherrarnir Þorsteinn Pálsson og Guðni Ágústsson tókust á í eldhressu spjalli um stöðuna í íslenskri pólitík á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Endurreisn ríkisfjármála og viðspyrn atvinnulífsins er stærsta málið á dagskrá að mati Þorsteins. Evrópusamstarf eða ekki „Ég hef bara séð eina tillögu á móti þessum ráðstöfun ríkisstjórnarinnar og það er tillaga Viðreisnar um að við hefjum þegar í stað gjaldeyrissamstarf við Evrópusambandið um það að halda krónunni en tyggja stöðugleika með svipuðum hætti og í Danmörku og þannig komast hjá því að hækka skatta eða skerða lífeyri,“ sagði Þorsteinn, en líkt og kunnugt er sagði Þorsteinn skilið við sinn gamla flokk Sjálfstæðisflokksins og gekk til liðs við Viðreisn þegar sá síðastnefndi var stofnaður. Engan skyldi undra að Framsóknarmaðurinn Guðni Ágústsson kvaðst ósammála því að aukið samstarf við Evrópusambandið væri rétta leiðin. „Evrópusambandsaðildin á ekki að vera hér deiluefni við þessar aðstæður. Og það er ekki á dagskrá. Við erum hluti af harmi heimsins,“ sagði Guðni og vísaði þar til áhrifanna af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru. Hann lýsti sérstaklega áhyggjum af því höggi sem ferðaþjónustan hefur orðið fyrir í heimsfaraldrinum. „Hvað gerist þá? Guð almáttugur kemur með eldgos eins og Eyjafjallagos, og nú blasir við, að ég held, bjartir tímar. Við erum grænt land, við eigum að ná miklu meiri árangri sem sjálfstæð þjóð. Á að verja okkar land fyrir covid og þetta gos, ég er búin að fara og sjá það, þetta er eins og falleg þjóðhátíð,“ sagði Guðni. Sterkari í kreppu og sundruð stjórnarandstaða Mikilvægast sé að huga að því að hægt sé að opna landið. „Íslendingar eru miklu betri stjórnmálamenn í kreppu heldur en í uppgangi og í kreppunum vinna þeir stærstu sigra,“ sagði Guðni. Þorsteinn ítrekaði mikilvægi Evrópusamstarfs. „Við erum aðilar að innri markaði Evrópusambandsins og öll efnahagsstarfsemi í landinu hún byggir á lögum Evrópusambandsins. Þannig að öll dagleg pólitík er auðvitað um leið Evrópupólitík,“ sagði Þorsteinn. Þá vildi Guðni meina að stjórnarandstaðan sé bitlaus en hann kveðst hafa mikla trú á þeim sem nú halda um stjórnartaumana. „Mér finnst að stjórnvöldin hafi tök á þessu og mér finnst að landið liggi með ríkisstjórnarflokkunum því að það er sundrung hinu megin, það er ekki ein stjórnarandstaða. Þannig ég er á því að við munum eiga góð næstu sjö ár, eldgosið hjálpar í því,“ sagði Guðni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Evrópusambandið Alþingiskosningar 2021 Sprengisandur Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Stjórnmálamennirnir og fyrrverandi ráðherrarnir Þorsteinn Pálsson og Guðni Ágústsson tókust á í eldhressu spjalli um stöðuna í íslenskri pólitík á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Endurreisn ríkisfjármála og viðspyrn atvinnulífsins er stærsta málið á dagskrá að mati Þorsteins. Evrópusamstarf eða ekki „Ég hef bara séð eina tillögu á móti þessum ráðstöfun ríkisstjórnarinnar og það er tillaga Viðreisnar um að við hefjum þegar í stað gjaldeyrissamstarf við Evrópusambandið um það að halda krónunni en tyggja stöðugleika með svipuðum hætti og í Danmörku og þannig komast hjá því að hækka skatta eða skerða lífeyri,“ sagði Þorsteinn, en líkt og kunnugt er sagði Þorsteinn skilið við sinn gamla flokk Sjálfstæðisflokksins og gekk til liðs við Viðreisn þegar sá síðastnefndi var stofnaður. Engan skyldi undra að Framsóknarmaðurinn Guðni Ágústsson kvaðst ósammála því að aukið samstarf við Evrópusambandið væri rétta leiðin. „Evrópusambandsaðildin á ekki að vera hér deiluefni við þessar aðstæður. Og það er ekki á dagskrá. Við erum hluti af harmi heimsins,“ sagði Guðni og vísaði þar til áhrifanna af völdum heimsfaraldurs kórónuveiru. Hann lýsti sérstaklega áhyggjum af því höggi sem ferðaþjónustan hefur orðið fyrir í heimsfaraldrinum. „Hvað gerist þá? Guð almáttugur kemur með eldgos eins og Eyjafjallagos, og nú blasir við, að ég held, bjartir tímar. Við erum grænt land, við eigum að ná miklu meiri árangri sem sjálfstæð þjóð. Á að verja okkar land fyrir covid og þetta gos, ég er búin að fara og sjá það, þetta er eins og falleg þjóðhátíð,“ sagði Guðni. Sterkari í kreppu og sundruð stjórnarandstaða Mikilvægast sé að huga að því að hægt sé að opna landið. „Íslendingar eru miklu betri stjórnmálamenn í kreppu heldur en í uppgangi og í kreppunum vinna þeir stærstu sigra,“ sagði Guðni. Þorsteinn ítrekaði mikilvægi Evrópusamstarfs. „Við erum aðilar að innri markaði Evrópusambandsins og öll efnahagsstarfsemi í landinu hún byggir á lögum Evrópusambandsins. Þannig að öll dagleg pólitík er auðvitað um leið Evrópupólitík,“ sagði Þorsteinn. Þá vildi Guðni meina að stjórnarandstaðan sé bitlaus en hann kveðst hafa mikla trú á þeim sem nú halda um stjórnartaumana. „Mér finnst að stjórnvöldin hafi tök á þessu og mér finnst að landið liggi með ríkisstjórnarflokkunum því að það er sundrung hinu megin, það er ekki ein stjórnarandstaða. Þannig ég er á því að við munum eiga góð næstu sjö ár, eldgosið hjálpar í því,“ sagði Guðni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Evrópusambandið Alþingiskosningar 2021 Sprengisandur Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira