Varamaðurinn Icardi hélt titilvonum PSG á lífi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2021 21:45 Leikmenn PSG fagna sigurmarkinu í dag. @brfootball Þó Paris Saint-Germain sé komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þá hafa yfirburðir þeirra heima fyrir dvínað og er liðið sem stendur í 2. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. PSG tók á móti Saint-Étienne í dag. Segja má að leikurinn hafi verið vægast sagt kaflaskiptur en staðan var markalaus í hálfleik. Mauricio Pochettino gerði fjölda skiptinga í síðari hálfleik til að reyna sækja stigin þrjú og segja má að það hafi gengið eftir. Þeir Angel Di Maria, Marco Veratti, Mauro Icardi og Colin Dagba komu allir inn af bekknum um miðbik síðari hálfleiks en þá var staðan enn markalaus. Það voru hins vegar gestirnir sem tóku forystuna á 78. mínútu með marki Denis Bouanga. Það virðist hafa vakið heimamenn af værum blundi en Kylian Mbappé jafnaði metin strax í næstu sókn eftir undirbúning Ander Herrera. Mbappé fiskaði svo víti sem hann skoraði sjálfur úr þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Staðan orðin 2-1 og þannig var hún þegar uppbótartími leiksins hófst. Romain Hamouma jafnaði metin fyrir St. Étienne og staðan orðin 2-2 þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Það var svo á fjórðu mínútu uppbótartíma sem Icardi tryggði PSG 3-2 sigur eftir sendingu Di Maria. Argentísku varamennirnir allt í öllu er Parísarliðið tryggði sér dýrmætan sigur í toppbaráttunni. 78 : PSG 0-1 Saint-Etienne79 : PSG 1-1 Saint-Etienne87 : PSG 2-1 Saint-Etienne90+2 : PSG 2-2 Saint-Etienne90+5 : PSG 3-2 Saint-EtiennePSG win it at the death to get within a point of first-place Lille in the Ligue 1 title race pic.twitter.com/xvoJMogLAT— B/R Football (@brfootball) April 18, 2021 Þegar fimm umferðir eru eftir af Ligue 1, frönsku úrvalsdeildinni, er PSG í 2. sæti með 69 stig en Lille trónir á toppi deildarinnar með 70 stig. Lille mætir Lyon, sem situr í 3. sæti, í næstu umferð og því gætu lærisveinar Pochettino verið komnir á toppinn áður en langt um líður. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjá meira
PSG tók á móti Saint-Étienne í dag. Segja má að leikurinn hafi verið vægast sagt kaflaskiptur en staðan var markalaus í hálfleik. Mauricio Pochettino gerði fjölda skiptinga í síðari hálfleik til að reyna sækja stigin þrjú og segja má að það hafi gengið eftir. Þeir Angel Di Maria, Marco Veratti, Mauro Icardi og Colin Dagba komu allir inn af bekknum um miðbik síðari hálfleiks en þá var staðan enn markalaus. Það voru hins vegar gestirnir sem tóku forystuna á 78. mínútu með marki Denis Bouanga. Það virðist hafa vakið heimamenn af værum blundi en Kylian Mbappé jafnaði metin strax í næstu sókn eftir undirbúning Ander Herrera. Mbappé fiskaði svo víti sem hann skoraði sjálfur úr þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Staðan orðin 2-1 og þannig var hún þegar uppbótartími leiksins hófst. Romain Hamouma jafnaði metin fyrir St. Étienne og staðan orðin 2-2 þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Það var svo á fjórðu mínútu uppbótartíma sem Icardi tryggði PSG 3-2 sigur eftir sendingu Di Maria. Argentísku varamennirnir allt í öllu er Parísarliðið tryggði sér dýrmætan sigur í toppbaráttunni. 78 : PSG 0-1 Saint-Etienne79 : PSG 1-1 Saint-Etienne87 : PSG 2-1 Saint-Etienne90+2 : PSG 2-2 Saint-Etienne90+5 : PSG 3-2 Saint-EtiennePSG win it at the death to get within a point of first-place Lille in the Ligue 1 title race pic.twitter.com/xvoJMogLAT— B/R Football (@brfootball) April 18, 2021 Þegar fimm umferðir eru eftir af Ligue 1, frönsku úrvalsdeildinni, er PSG í 2. sæti með 69 stig en Lille trónir á toppi deildarinnar með 70 stig. Lille mætir Lyon, sem situr í 3. sæti, í næstu umferð og því gætu lærisveinar Pochettino verið komnir á toppinn áður en langt um líður.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þreytir Caulker frumraun sína? Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjá meira