Tekur tíma að búa til góð lið en segir Stjörnuna vinna markvisst að því Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2021 19:00 Patrekur segir Stjörnuna vera með langtímaverkefni í gangi. Vísir/Sigurjón Rætt var við Patrek Jóhannesson, þjálfara Stjörnunnar, í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld en hann er með metnaðarfullt verkefni í gangi í Garðabænum. Markmiðið er að koma Stjörnunni í hóp þeirra bestu á Íslandi. „Tími til kominn að setja upp krefjandi plan og vinna eftir því. Auðvitað veit ég að það tekur tíma að búa til góð lið en það var ástæðan fyrir því að ég kom til baka. Það er fullt af fólki núna sem er að vinna að því – bæði stjórn og meistaraflokksráðið. Ég fann að það var metnaður í því að snúa þessu við,“ sagði Patrekur um stöðu mála í Garðabænum. „Þetta hefur ekki verið nógu gott. Búið að tala margt niður líka, þetta var kölluð frystikista og svona. Nú er búið að gera höllina fallegri og það er betri umgjörð. Hvort það taki þrjú eða fleiri ár þá erum við markvisst að vinna að því að búa til alvöru lið, bæði í karla og kvenna flokki. Í framhaldinu viljum við vinna vel í barna- og unglingastarfi.“ Hefur styrkt liðið með ungum leikmönnum „Ég vildi halda í þessa uppöldu og hjartað í félaginu. Auðvitað þarf maður að kaupa og styrkja liðið, ég sé ekkert að því. Ég fór þá leið að fá unga leikmenn, mér finnst gaman að vinna með ungum leikmönnum og getað mótað þá. Mér finnst það skemmtilegt. Ég var nú í Skjern og það var ágætis tími þar en ég fann að það voru menn sem voru á síðasta snúning. Ég vildi fá þessa stráka og þessi blanda er góð, ég hef gaman að því að þjálfa unga leikmenn.“ Patrekur ræddi við Gaupa um stöðu mála í Garðabænum.Vísir/Sigurjón „Ef við tökum dæmi með Selfoss, ég varð Íslandsmeistari þar en það tók örugglega 10 ár þannig séð. Það var mikil vinna lögð í grunninn, akademíuna, svo kem ég í restina og fæ mesta hrósið. Allt þetta ferli og allir þeir þjálfarar sem voru þar eiga stóran þátt í þeim árangri sem Selfoss náði 2019.“ „að er það sama sem við erum að hugsa hérna, við viljum að krakkarnir sjái leiðina upp í meistaraflokkinn og auðvitað skiptir máli að vera með alvöru meistaraflokka. Við viljum búa til massíft lið hérna og það tekur tíma, þá verð ég kannski löngu hættur en á samt einhvern þátt í því.“ Um nýja starfið „Nú er ég byrjaður í nýju starfi og er bara mjög spenntur. Þetta er þannig séð nýtt svo ég get þannig séð mótað þetta. Það hefur verið gert margt gott, erum með frábæra yngri flokka þjálfara. Þetta er ekkert ég einn en ég get örugglega komið með eitthvað líka inn í þetta. Okkur langar að leggja áherslu á og búa til leikmenn. Það tekur ákveðinn tíma en við þurfum þá líka að hafa umgjörðina í lagi,“ sagði Patrekur Jóhannesson að endingu. Klippa: Patrekur um stöðuna í Garðabænum Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski handboltinn Handbolti Sportpakkinn Stjarnan Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Sjá meira
„Tími til kominn að setja upp krefjandi plan og vinna eftir því. Auðvitað veit ég að það tekur tíma að búa til góð lið en það var ástæðan fyrir því að ég kom til baka. Það er fullt af fólki núna sem er að vinna að því – bæði stjórn og meistaraflokksráðið. Ég fann að það var metnaður í því að snúa þessu við,“ sagði Patrekur um stöðu mála í Garðabænum. „Þetta hefur ekki verið nógu gott. Búið að tala margt niður líka, þetta var kölluð frystikista og svona. Nú er búið að gera höllina fallegri og það er betri umgjörð. Hvort það taki þrjú eða fleiri ár þá erum við markvisst að vinna að því að búa til alvöru lið, bæði í karla og kvenna flokki. Í framhaldinu viljum við vinna vel í barna- og unglingastarfi.“ Hefur styrkt liðið með ungum leikmönnum „Ég vildi halda í þessa uppöldu og hjartað í félaginu. Auðvitað þarf maður að kaupa og styrkja liðið, ég sé ekkert að því. Ég fór þá leið að fá unga leikmenn, mér finnst gaman að vinna með ungum leikmönnum og getað mótað þá. Mér finnst það skemmtilegt. Ég var nú í Skjern og það var ágætis tími þar en ég fann að það voru menn sem voru á síðasta snúning. Ég vildi fá þessa stráka og þessi blanda er góð, ég hef gaman að því að þjálfa unga leikmenn.“ Patrekur ræddi við Gaupa um stöðu mála í Garðabænum.Vísir/Sigurjón „Ef við tökum dæmi með Selfoss, ég varð Íslandsmeistari þar en það tók örugglega 10 ár þannig séð. Það var mikil vinna lögð í grunninn, akademíuna, svo kem ég í restina og fæ mesta hrósið. Allt þetta ferli og allir þeir þjálfarar sem voru þar eiga stóran þátt í þeim árangri sem Selfoss náði 2019.“ „að er það sama sem við erum að hugsa hérna, við viljum að krakkarnir sjái leiðina upp í meistaraflokkinn og auðvitað skiptir máli að vera með alvöru meistaraflokka. Við viljum búa til massíft lið hérna og það tekur tíma, þá verð ég kannski löngu hættur en á samt einhvern þátt í því.“ Um nýja starfið „Nú er ég byrjaður í nýju starfi og er bara mjög spenntur. Þetta er þannig séð nýtt svo ég get þannig séð mótað þetta. Það hefur verið gert margt gott, erum með frábæra yngri flokka þjálfara. Þetta er ekkert ég einn en ég get örugglega komið með eitthvað líka inn í þetta. Okkur langar að leggja áherslu á og búa til leikmenn. Það tekur ákveðinn tíma en við þurfum þá líka að hafa umgjörðina í lagi,“ sagði Patrekur Jóhannesson að endingu. Klippa: Patrekur um stöðuna í Garðabænum Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski handboltinn Handbolti Sportpakkinn Stjarnan Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Körfubolti Fleiri fréttir Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Sjá meira