Helmingur fengið bóluefni en dregur úr aðsókn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. apríl 2021 07:33 Talið er að um 20 prósent Bandaríkjamanna séu ákveðnir í því að láta ekki bólusetja sig. epa/Mary Altaffer Bandarísk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því um helgina að helmingur Bandaríkjamanna eldri en 18 ára hefði fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn Covid-19. Héðan í frá kann hins vegar að verða á brattann að sækja en yfirvöld víða um land segja verulega hafa dregið úr aðsókn í bólusetningu. Í Mercer-sýslu í Ohio komust færri að en vildu í janúar. Nú eiga heilbrigðisyfirvöld í sýslunni hins vegar erfitt með að fylla öll pláss, þrátt fyrir að eiga nóg af bóluefninu. Þau óttast þróun mála. Sama er uppi á teningnum í fleiri strjálbýlum sýslum Ohio og í fleiri ríkjum. Þeir sem voru ákveðnir í að láta bólusetja sig hafa gert það nú þegar en þeir telja ekki nema um 30 prósent. Þeir sem eru óbólusettir eru óákveðnir, hafa áhyggjur af aukaverkunum eða treysta ekki bóluefnunum. Sums staðar, til dæmis í Ohio og í Georgíu, hefur fjölda bólusetningarstöðvum verið lokað. „Við erum að koma að þeim punkti að við erum komin að þeim sem erfitt er að ná til,“ segir Lori Tremmel Freeman, framkvæmdastjóri samtaka yfirmanna í heilbrigðisþjónustu (NACCHO). Umræddur hópur sé óviss, ekki nægilega upplýstur eða vilji hreinlega ekki láta bólusetja sig. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa sagt að bólusetja þurfi 70 til 85 prósent þjóðarinnar til að ná að hefta útbreiðslu SARS-CoV-2 en kannanir benda til þess að um 20 prósent séu harðákveðin í því að láta ekki bólusetja sig. Céline Gounder, sérfræðingur í smitsjúkdómum og faraldsfræðum, segir aðgengi hins vegar einnig hluta vandans. Þannig séu engar bólusetningamiðstöðvar í mörgum fátækum samfélögum, sem kemur einna verst niður á svörtum. Unnið er að aðgerðum til að ná til ýmissa minnihlutahópa sem vantar hreinlega meiri upplýsingar en sumir sérfræðingar hafa áhyggjur af því að ákvörðun stjórnvalda að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins frá Johnson & Johnson muni kynda enn frekar undir tregðu fólks til að láta bólusetja sig. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Héðan í frá kann hins vegar að verða á brattann að sækja en yfirvöld víða um land segja verulega hafa dregið úr aðsókn í bólusetningu. Í Mercer-sýslu í Ohio komust færri að en vildu í janúar. Nú eiga heilbrigðisyfirvöld í sýslunni hins vegar erfitt með að fylla öll pláss, þrátt fyrir að eiga nóg af bóluefninu. Þau óttast þróun mála. Sama er uppi á teningnum í fleiri strjálbýlum sýslum Ohio og í fleiri ríkjum. Þeir sem voru ákveðnir í að láta bólusetja sig hafa gert það nú þegar en þeir telja ekki nema um 30 prósent. Þeir sem eru óbólusettir eru óákveðnir, hafa áhyggjur af aukaverkunum eða treysta ekki bóluefnunum. Sums staðar, til dæmis í Ohio og í Georgíu, hefur fjölda bólusetningarstöðvum verið lokað. „Við erum að koma að þeim punkti að við erum komin að þeim sem erfitt er að ná til,“ segir Lori Tremmel Freeman, framkvæmdastjóri samtaka yfirmanna í heilbrigðisþjónustu (NACCHO). Umræddur hópur sé óviss, ekki nægilega upplýstur eða vilji hreinlega ekki láta bólusetja sig. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa sagt að bólusetja þurfi 70 til 85 prósent þjóðarinnar til að ná að hefta útbreiðslu SARS-CoV-2 en kannanir benda til þess að um 20 prósent séu harðákveðin í því að láta ekki bólusetja sig. Céline Gounder, sérfræðingur í smitsjúkdómum og faraldsfræðum, segir aðgengi hins vegar einnig hluta vandans. Þannig séu engar bólusetningamiðstöðvar í mörgum fátækum samfélögum, sem kemur einna verst niður á svörtum. Unnið er að aðgerðum til að ná til ýmissa minnihlutahópa sem vantar hreinlega meiri upplýsingar en sumir sérfræðingar hafa áhyggjur af því að ákvörðun stjórnvalda að stöðva tímabundið notkun bóluefnisins frá Johnson & Johnson muni kynda enn frekar undir tregðu fólks til að láta bólusetja sig.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira