NBA dagsins: Kerr agndofa yfir frammistöðu listamannsins Currys Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 15:00 Stephen Curry bauð upp á skotsýningu í Fíladelfíu. getty/Rich Schultz Þrátt fyrir að vera 33 ára og hafa misst af nánast öllu síðasta tímabili vegna meiðsla hefur Stephen Curry sennilega aldrei spilað betur en upp á síðkastið. Curry skoraði 49 stig og setti niður tíu þriggja stiga skot þegar Golden State Warriors bar sigurorð af Philadelphia 76ers, toppliði Austurdeildarinnar, í NBA í nótt. Þjálfari Golden State, Steve Kerr, hefur séð margt á löngum ferli en segir að frammistaða Currys í nótt og í síðustu leikjum sé einstök. „Það er eitthvað fallegt við þetta. Þetta er í alvörunni list. Það er ótrúlegt að horfa á þetta. Enginn í sögunni hefur gert það sem hann er að gera núna,“ sagði Kerr sem lék meðal annars með sjálfum Michael Jordan á sínum tíma. Curry hefur skorað að minnsta kosti þrjátíu stig í ellefu leikjum í röð sem er met hjá leikmanni 33 ára og eldri í NBA. Þá hefur enginn leikmaður Golden State skorað þrjátíu stig eða meira í jafn mörgum leikjum í röð síðan Wilt Chamberlain 1964. Þótt apríl sé aðeins rétt rúmlega hálfnaður hefur Curry átt fimm fjörutíu stiga leiki í mánuðinum. Tölfræðin sem Curry hefur boðið upp á í apríl er algjörlega mögnuð. Hann er með 40,8 stig að meðaltali í leik, 6,2 fráköst og 4,4 stoðsendingar. Skotnýtingin er svo einstök; 54,9 prósent utan af velli, 50,1 prósent fyrir utan þriggja stiga línuna og 90,9 prósent úr vítum. Golden State er í 9. sæti Vesturdeildarinnar en liðin í sætum sjö til tíu fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Philadelphia og Golden State, Denver Nuggets og Memphis Grizzlies og Milwaukee Bucks og Phoenix Suns auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 20. apríl NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Sjá meira
Curry skoraði 49 stig og setti niður tíu þriggja stiga skot þegar Golden State Warriors bar sigurorð af Philadelphia 76ers, toppliði Austurdeildarinnar, í NBA í nótt. Þjálfari Golden State, Steve Kerr, hefur séð margt á löngum ferli en segir að frammistaða Currys í nótt og í síðustu leikjum sé einstök. „Það er eitthvað fallegt við þetta. Þetta er í alvörunni list. Það er ótrúlegt að horfa á þetta. Enginn í sögunni hefur gert það sem hann er að gera núna,“ sagði Kerr sem lék meðal annars með sjálfum Michael Jordan á sínum tíma. Curry hefur skorað að minnsta kosti þrjátíu stig í ellefu leikjum í röð sem er met hjá leikmanni 33 ára og eldri í NBA. Þá hefur enginn leikmaður Golden State skorað þrjátíu stig eða meira í jafn mörgum leikjum í röð síðan Wilt Chamberlain 1964. Þótt apríl sé aðeins rétt rúmlega hálfnaður hefur Curry átt fimm fjörutíu stiga leiki í mánuðinum. Tölfræðin sem Curry hefur boðið upp á í apríl er algjörlega mögnuð. Hann er með 40,8 stig að meðaltali í leik, 6,2 fráköst og 4,4 stoðsendingar. Skotnýtingin er svo einstök; 54,9 prósent utan af velli, 50,1 prósent fyrir utan þriggja stiga línuna og 90,9 prósent úr vítum. Golden State er í 9. sæti Vesturdeildarinnar en liðin í sætum sjö til tíu fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Philadelphia og Golden State, Denver Nuggets og Memphis Grizzlies og Milwaukee Bucks og Phoenix Suns auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 20. apríl NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Sjá meira