„Hún er bara krakki!“: Sextán ára svört stúlka skotin til bana af lögreglumanni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. apríl 2021 07:26 Lögregla birti í gær klippur úr upptöku „líkamsmyndavélar“ lögreglumannsins. AP Lögreglumaður skaut sextán ára gamla svarta stúlku til bana í Ohio í Bandaríkjunum í gær. Að sögn fjölskyldu stúlkunnar hafði hún hringt eftir aðstoð þegar hópur „eldri krakka“ veittist að henni. Atvikið átti sér stað skömmu áður en dómur var kveðinn upp í málinu gegn Derek Chauvin. Lögreglan í Columbus hefur ekki staðfest að það hafi verið stúlkan sem bað um aðstoð lögreglu en hún hefur birt brot úr myndskeiði sem tekið var upp með myndavél sem lögreglumaðurinn sem skaut stúlkuna bar á sér. Beiðni um aðstoð lögreglu barst kl. 16.30 og sagði sá sem hringdi að hópur stúlkna væri við heimilið að reyna að „stinga þær og leggja hendur á þær“. Lögregla kom á vettvang kl. 16.44 en lögreglustjórinn Michael Woods sagði að fyrrnefnd myndbandsupptaka sýndi stúlkuna, Ma'Khia Bryant, halda á hníf og ýta tveimur stúlkum. Sagði hann að lögreglumennirnir hefðu talið hana vera að reyna að stinga stúlkurnar. Upptakan sýnir lögreglumanninn yfirgefa bifreið sína og ganga að hópi fólks sem hrópar og kallar í þyrpingu í heimreið. „Hvað er í gangi?“ spyr hann en sekúndum seinna brjótast út átök milli Bryant og annarrar stúlku. Bryant sést hrinda stúlkunni í jörðina og ganga að annarri stúlku og ýta henni á bifreið í heimreiðinni. „Leggist niður!“ hrópar lögreglumaðurinn þrisvar, tekur upp byssu og skýtur að minnsta kosti fjórum sinnum í áttina að Bryant. Maður sem stendur til hliðar heyrist þá kalla: „Hún er bara krakki!“ Efnt var til mótmæla í Ohio í gær eftir að fregnir bárust af harmleiknum.AP Bryant var flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin. Á upptökunni heyrist lögreglumaðurinn segja við tvo félaga sína að Bryant hefði haldið á hníf og veist að annarri stúlkunni. Woods sagði rannsókn myndu leiða í ljós hvort lögreglumaðurinn brást rétt við. Hann varaði við því að atvikið væri nýskeð og enn væri verið að afla upplýsinga. Yfirvöld sögðust hafa viljað birta myndbandsupptökuna strax til að tryggja „gegnsæi“ en hins vegar var ljóst að upptakan hafði verið klippt til áður en henni var deilt með fjölmiðlum. Efnt var til mótmæla þegar fregnir bárust af harmleiknum en margir sem tóku þátt höfðu verið á leiðinni á fjöldafund í miðbæ Columbus til að fagna niðurstöðunni í málinu gegn Derek Chauvin. Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Atvikið átti sér stað skömmu áður en dómur var kveðinn upp í málinu gegn Derek Chauvin. Lögreglan í Columbus hefur ekki staðfest að það hafi verið stúlkan sem bað um aðstoð lögreglu en hún hefur birt brot úr myndskeiði sem tekið var upp með myndavél sem lögreglumaðurinn sem skaut stúlkuna bar á sér. Beiðni um aðstoð lögreglu barst kl. 16.30 og sagði sá sem hringdi að hópur stúlkna væri við heimilið að reyna að „stinga þær og leggja hendur á þær“. Lögregla kom á vettvang kl. 16.44 en lögreglustjórinn Michael Woods sagði að fyrrnefnd myndbandsupptaka sýndi stúlkuna, Ma'Khia Bryant, halda á hníf og ýta tveimur stúlkum. Sagði hann að lögreglumennirnir hefðu talið hana vera að reyna að stinga stúlkurnar. Upptakan sýnir lögreglumanninn yfirgefa bifreið sína og ganga að hópi fólks sem hrópar og kallar í þyrpingu í heimreið. „Hvað er í gangi?“ spyr hann en sekúndum seinna brjótast út átök milli Bryant og annarrar stúlku. Bryant sést hrinda stúlkunni í jörðina og ganga að annarri stúlku og ýta henni á bifreið í heimreiðinni. „Leggist niður!“ hrópar lögreglumaðurinn þrisvar, tekur upp byssu og skýtur að minnsta kosti fjórum sinnum í áttina að Bryant. Maður sem stendur til hliðar heyrist þá kalla: „Hún er bara krakki!“ Efnt var til mótmæla í Ohio í gær eftir að fregnir bárust af harmleiknum.AP Bryant var flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin. Á upptökunni heyrist lögreglumaðurinn segja við tvo félaga sína að Bryant hefði haldið á hníf og veist að annarri stúlkunni. Woods sagði rannsókn myndu leiða í ljós hvort lögreglumaðurinn brást rétt við. Hann varaði við því að atvikið væri nýskeð og enn væri verið að afla upplýsinga. Yfirvöld sögðust hafa viljað birta myndbandsupptökuna strax til að tryggja „gegnsæi“ en hins vegar var ljóst að upptakan hafði verið klippt til áður en henni var deilt með fjölmiðlum. Efnt var til mótmæla þegar fregnir bárust af harmleiknum en margir sem tóku þátt höfðu verið á leiðinni á fjöldafund í miðbæ Columbus til að fagna niðurstöðunni í málinu gegn Derek Chauvin.
Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira