Telur Gísla Martein brotlegan við siðareglur RÚV Jakob Bjarnar skrifar 21. apríl 2021 11:10 Hart er tekist á um hraðatakmarkanir og skipulagsmál í Vesturbænum. Þórdís varaborgarfulltrúi velti því upp hvort Gísli Marteinn hafi í þeirri umræðu gerst brotlegur við umdeildar siðareglur RÚV en þar er lagt bann við því að frétta- og dagskrárgerðarmenn tjái sig um umdeild mál, á samfélagsmiðlum. Þórdís Pálsdóttir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur víst að sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson hafi gerst brotlegur við hina umdeildu 3. grein siðareglna RÚV í heitum umræðum um umferðarmál í Vesturbænum. Gísli Marteinn segist hafa fengið leyfi útvarpsstjóra til að tjá sig um umhverfi sitt. Fyrirætlanir borgaryfirvalda um að lækka hámarkshraða víða innan borgarmarka hafa reynst umdeild. Einkum hafa Sjálfstæðismenn í minnihlutanum verið gagnrýnir á þann gjörning. Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson hefur látið sig málið varða víða á samfélagsmiðlum og er afdráttarlaus: Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er á móti því að ökuhraði bíla inni í hverfum borgarinnar verði lækkaður. Það er...Posted by Gisli Marteinn Baldursson on Þriðjudagur, 20. apríl 2021 „Eftir stendur því að dæmið sem Sjálfstæðisflokkurinn notar sem hina hræðilegu Grýlu gegn lækkun hraða inni í hverfum borgarinnar, er algjört sjálfsmark. Minni hraði á Hofsvallagötu hefur skilað sér í betra hverfi, auknu mannlífi, meira öryggi og umferð hefur ekki aukist í öðrum íbúagötum,“ segir Gísli Marteinn meðal annars í pistli sem hann birtir á Facebook-síðu sinni. Dagskrárgerðarfólk taki ekki afstöðu í umdeildum málum Málið er til umræðu í Facebook-hópnum Vesturbærinn og sitt sýnist hverjum. En þar veltir Þórdís því upp hvort Gísli Marteinn kunni með þessari málafylgju að hafa gerst brotlegur við 3. grein siðareglna Ríkisútvarpsins ohf. sem verið hefur í deiglunni vegna kæru Samherja á hendur Helga Seljan, sem var svo dæmdur fyrir að hafa gerst brotlegur við reglurnar og telst brot hans alvarlegt. Þórdís er hugsi og telur að það ætti að eiga við um Gísla Martein einnig sem og stjórnendur RÚV og vitnar í reglurnar: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum. Starfsfólk gætir að því að vera óháð stjórnmálalegum, hugmyndafræðilegum og efnahagslegum hagsmunum í efnismeðferð og ritstjórnarákvörðunum.“ Með leyfi frá fyrrverandi útvarpsstjóra að tjá sig Þetta þykir Gísla Marteini vera pungspark af hálfu Þórdísar: „Óttalega er þetta nú eitthvað lágkúrulegt Þórdís. Ég rek kaffihús við götuna, dætur mínar hafa þurft að fara yfir hana og aðrar nálægar íbúagötur alla tíð, þetta er mitt hverfi og ég hef skoðanir á því hvernig það hverfi er,“ segir Gísli Marteinn. Gísli bætir því við að hann hafi að auki talað á íbúafundum, barist fyrir ýmsum framfaramálum, umferðaröryggismálum, setið í foreldraráðum, hverfisráðum og svo framvegis… „… en núna ætlar þú og þitt fólk í Sjálfstæðisflokknum að reyna að banna mér að tjá mig um hverfið útfrá siðareglum rúv sem ég skrifaði svo sannarlega ekki undir þegar ég var ráðinn heldur fékk ég þvert á móti skýrt frelsi frá þáverandi útvarpsstjóra til að ég gæti áfram tjáð mig um umhverfi mitt. Skárra væri það líka ef fólk mætti ekki hafa skoðun á skólamálum, umferðarmálum, deiliskipulögum eða hverju því sem varðar samfélagið sem við búum í,“ segir Gísli Marteinn. En fyrrverandi útvarpsstjóri er Magnús Geir Þórðarson nú Þjóðleikhússtjóri. Nýtur stuðnings Boga, Egils og Marðar Gísli Marteinn fær mikið lof í lófa fyrir ræðu sína á þessum vettvangi Vesturbæinga og meðal þeirra sem hann styðja eru RÚV-arar á borð við Boga Ágústsson og Egil Helgason auk stjórnarmanns stofnunarinnar Marðar Árnasonar. Þórdís segist ekki vera þeirrar skoðunar að Gísli Marteinn megi ekki tjá sig. En það breyti ekki því að siðareglurnar eru skrifaðar með þessum hætti. „Það er ekki ég sem er að banna þér að tjá þig enda myndi ég aldrei banna neinum að gera það, og hef heldur ekkert vald til þess. Hins vegar er ég benda þér á þær reglur sem þú virðist ekki hafa þurft að skrifa undir, að eigin sögn, líkt og annað starfsfólk RÚV þarf að gera. Sú staðreynd að þú sért á sérsamningi hjá RÚV vekur hins vegar furðu og þarfnast sennilega frekari skoðunar við enda hlýtur ríkisstofnun að þurfa að láta jafnt yfir alla starfsmenn sína ganga. Eða er það ekki?“ spyr Þórdís. Skipulag Reykjavík Samfélagsmiðlar Umferðaröryggi Borgarstjórn Borgarlína Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Eyþór um lækkun hámarkshraða: „Umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð“ Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hugnast ekki áform meirihlutans um að hámarkshraði á mörgum af helstu samgönguæðum borgarinnar verði lækkaður. Hann telur að lækkun hámarkshraða muni tefja fyrir almenningssamgöngum auk þess sem það geti skapað hættu á aukinni umferð um íbúðagötur. 14. apríl 2021 21:11 Skora á borgarstjórn að falla frá áformum um lækkun hámarkshraða Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, mótmælir harðlega áformum meirihluta borgarstjórnar um að lækka hámarkshraða á öllum götum í umsjá borgarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Verði. Fulltrúaráðið heldur því fram að áformin muni að óbreyttu ýta umferðinni frekar inn í íbúðahverfi sem verði til þess að ógna umferðaröryggi allra vegfarenda, líkt og það er orðað í tilkynningunni. 18. apríl 2021 15:07 Forgangur Strætó á gatnamótum eina svarið við mögulegum áhrifum Verið er að greina hvort boðuð lækkun hámarkshraða á götum í Reykjavík hafi neikvæð áhrif á ferðatíma og rekstrarkostnað Strætó. Eina mótvægisaðgerðin við mögulegum áhrifum væri þó forgangur strætisvagna á umferðarljósum, að sögn framkvæmdastjóra. 15. apríl 2021 12:46 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Fyrirætlanir borgaryfirvalda um að lækka hámarkshraða víða innan borgarmarka hafa reynst umdeild. Einkum hafa Sjálfstæðismenn í minnihlutanum verið gagnrýnir á þann gjörning. Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson hefur látið sig málið varða víða á samfélagsmiðlum og er afdráttarlaus: Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er á móti því að ökuhraði bíla inni í hverfum borgarinnar verði lækkaður. Það er...Posted by Gisli Marteinn Baldursson on Þriðjudagur, 20. apríl 2021 „Eftir stendur því að dæmið sem Sjálfstæðisflokkurinn notar sem hina hræðilegu Grýlu gegn lækkun hraða inni í hverfum borgarinnar, er algjört sjálfsmark. Minni hraði á Hofsvallagötu hefur skilað sér í betra hverfi, auknu mannlífi, meira öryggi og umferð hefur ekki aukist í öðrum íbúagötum,“ segir Gísli Marteinn meðal annars í pistli sem hann birtir á Facebook-síðu sinni. Dagskrárgerðarfólk taki ekki afstöðu í umdeildum málum Málið er til umræðu í Facebook-hópnum Vesturbærinn og sitt sýnist hverjum. En þar veltir Þórdís því upp hvort Gísli Marteinn kunni með þessari málafylgju að hafa gerst brotlegur við 3. grein siðareglna Ríkisútvarpsins ohf. sem verið hefur í deiglunni vegna kæru Samherja á hendur Helga Seljan, sem var svo dæmdur fyrir að hafa gerst brotlegur við reglurnar og telst brot hans alvarlegt. Þórdís er hugsi og telur að það ætti að eiga við um Gísla Martein einnig sem og stjórnendur RÚV og vitnar í reglurnar: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum. Starfsfólk gætir að því að vera óháð stjórnmálalegum, hugmyndafræðilegum og efnahagslegum hagsmunum í efnismeðferð og ritstjórnarákvörðunum.“ Með leyfi frá fyrrverandi útvarpsstjóra að tjá sig Þetta þykir Gísla Marteini vera pungspark af hálfu Þórdísar: „Óttalega er þetta nú eitthvað lágkúrulegt Þórdís. Ég rek kaffihús við götuna, dætur mínar hafa þurft að fara yfir hana og aðrar nálægar íbúagötur alla tíð, þetta er mitt hverfi og ég hef skoðanir á því hvernig það hverfi er,“ segir Gísli Marteinn. Gísli bætir því við að hann hafi að auki talað á íbúafundum, barist fyrir ýmsum framfaramálum, umferðaröryggismálum, setið í foreldraráðum, hverfisráðum og svo framvegis… „… en núna ætlar þú og þitt fólk í Sjálfstæðisflokknum að reyna að banna mér að tjá mig um hverfið útfrá siðareglum rúv sem ég skrifaði svo sannarlega ekki undir þegar ég var ráðinn heldur fékk ég þvert á móti skýrt frelsi frá þáverandi útvarpsstjóra til að ég gæti áfram tjáð mig um umhverfi mitt. Skárra væri það líka ef fólk mætti ekki hafa skoðun á skólamálum, umferðarmálum, deiliskipulögum eða hverju því sem varðar samfélagið sem við búum í,“ segir Gísli Marteinn. En fyrrverandi útvarpsstjóri er Magnús Geir Þórðarson nú Þjóðleikhússtjóri. Nýtur stuðnings Boga, Egils og Marðar Gísli Marteinn fær mikið lof í lófa fyrir ræðu sína á þessum vettvangi Vesturbæinga og meðal þeirra sem hann styðja eru RÚV-arar á borð við Boga Ágústsson og Egil Helgason auk stjórnarmanns stofnunarinnar Marðar Árnasonar. Þórdís segist ekki vera þeirrar skoðunar að Gísli Marteinn megi ekki tjá sig. En það breyti ekki því að siðareglurnar eru skrifaðar með þessum hætti. „Það er ekki ég sem er að banna þér að tjá þig enda myndi ég aldrei banna neinum að gera það, og hef heldur ekkert vald til þess. Hins vegar er ég benda þér á þær reglur sem þú virðist ekki hafa þurft að skrifa undir, að eigin sögn, líkt og annað starfsfólk RÚV þarf að gera. Sú staðreynd að þú sért á sérsamningi hjá RÚV vekur hins vegar furðu og þarfnast sennilega frekari skoðunar við enda hlýtur ríkisstofnun að þurfa að láta jafnt yfir alla starfsmenn sína ganga. Eða er það ekki?“ spyr Þórdís.
„Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum. Starfsfólk gætir að því að vera óháð stjórnmálalegum, hugmyndafræðilegum og efnahagslegum hagsmunum í efnismeðferð og ritstjórnarákvörðunum.“
Skipulag Reykjavík Samfélagsmiðlar Umferðaröryggi Borgarstjórn Borgarlína Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Eyþór um lækkun hámarkshraða: „Umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð“ Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hugnast ekki áform meirihlutans um að hámarkshraði á mörgum af helstu samgönguæðum borgarinnar verði lækkaður. Hann telur að lækkun hámarkshraða muni tefja fyrir almenningssamgöngum auk þess sem það geti skapað hættu á aukinni umferð um íbúðagötur. 14. apríl 2021 21:11 Skora á borgarstjórn að falla frá áformum um lækkun hámarkshraða Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, mótmælir harðlega áformum meirihluta borgarstjórnar um að lækka hámarkshraða á öllum götum í umsjá borgarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Verði. Fulltrúaráðið heldur því fram að áformin muni að óbreyttu ýta umferðinni frekar inn í íbúðahverfi sem verði til þess að ógna umferðaröryggi allra vegfarenda, líkt og það er orðað í tilkynningunni. 18. apríl 2021 15:07 Forgangur Strætó á gatnamótum eina svarið við mögulegum áhrifum Verið er að greina hvort boðuð lækkun hámarkshraða á götum í Reykjavík hafi neikvæð áhrif á ferðatíma og rekstrarkostnað Strætó. Eina mótvægisaðgerðin við mögulegum áhrifum væri þó forgangur strætisvagna á umferðarljósum, að sögn framkvæmdastjóra. 15. apríl 2021 12:46 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Eyþór um lækkun hámarkshraða: „Umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð“ Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hugnast ekki áform meirihlutans um að hámarkshraði á mörgum af helstu samgönguæðum borgarinnar verði lækkaður. Hann telur að lækkun hámarkshraða muni tefja fyrir almenningssamgöngum auk þess sem það geti skapað hættu á aukinni umferð um íbúðagötur. 14. apríl 2021 21:11
Skora á borgarstjórn að falla frá áformum um lækkun hámarkshraða Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, mótmælir harðlega áformum meirihluta borgarstjórnar um að lækka hámarkshraða á öllum götum í umsjá borgarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Verði. Fulltrúaráðið heldur því fram að áformin muni að óbreyttu ýta umferðinni frekar inn í íbúðahverfi sem verði til þess að ógna umferðaröryggi allra vegfarenda, líkt og það er orðað í tilkynningunni. 18. apríl 2021 15:07
Forgangur Strætó á gatnamótum eina svarið við mögulegum áhrifum Verið er að greina hvort boðuð lækkun hámarkshraða á götum í Reykjavík hafi neikvæð áhrif á ferðatíma og rekstrarkostnað Strætó. Eina mótvægisaðgerðin við mögulegum áhrifum væri þó forgangur strætisvagna á umferðarljósum, að sögn framkvæmdastjóra. 15. apríl 2021 12:46