Innlent

Mikael Smári tekur við af Jóni Magnúsi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jón Magnús Kristjánsson hefur látið af störfum sem yfirlæknir bráðalækninga og Mikael Smári Mikaelsson hefur tekið við.
Jón Magnús Kristjánsson hefur látið af störfum sem yfirlæknir bráðalækninga og Mikael Smári Mikaelsson hefur tekið við. Vísir/Egill/Landspítalinn

Mikael Smári Mikaelsson hefur verið ráðinn yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Hann tekur við starfinu af Jóni Magnúsi Kristjáns­syni sem sagði upp í janúar og tók við sem framkvæmda­stjóri lækn­inga hjá Heilsu­vernd.

Mikael Smári lauk námi frá læknadeild Háskóla Íslands í júní 2000 og hlaut almennt lækningaleyfi hér á landi árið 2002. Mikael Smári er með sérfræðileyfi í bráðalækningum í Ástralíu frá 2012 og á Íslandi frá 2015.

Hann stundaði nám og störf á ýmsum deildum sjúkrahúsa í Christchurch og Dunedin á Nýja-Sjálandi innan ramma sérnáms í bráðalækningum á vegum Australasian College for Emergency Medicine (ACEM).

Frá árinu 2015 hefur Mikael Smári verið sérfræðilæknir á bráðamóttöku Landspítala Fossvogi og hefur verið staðgengill yfirlæknis. 

„Hann hefur mikla reynslu af bráðalækningum utan sjúkrahúsa bæði hérlendis og erlendi og hefur m.a. verið þyrlulæknir frá því hann hóf störf á bráðamóttökunni árið 2015. Þá hefur hann verið formaður stjórnar Félags bráðalækna á Íslandi frá 2017,“ segir í tilkynningu á vef Landspítalans.

Mikael tók við starfi yfirlæknis bráðalækninga þann 1. apríl 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×