Græðum pening, bætum lífsgæði, drögum úr losun. Vandamál? Björn Teitsson skrifar 22. apríl 2021 10:31 Besta fjárfesting sem hægt væri að fara í fyrir ferðaþjónustuna er innviðauppbygging á hjólastígum á landsbyggðinni. Ekki aðeins umhverfislega, eða á forsendum lýðheilsu, heldur einnig í beinhörðum peningum, aðdráttarafli og hagnaði á alla vegu, ekki síst með minni mengun og hljóðmengun. Á Suðurlandsundirlendinu eru til að mynda endalaus tækifæri þar sem stutt er milli áningarstaða, mikið um verslun og þjónustu, flatlendi og veðursæld fimm mánuði ársins. Þar væri hægt að byrja á slíkri uppbyggingu og halda svo áfram, fara í sambærileg verkefni um allt land. Skoðum málið. *Ferðamannaiðnaðurinn og umhverfisvernd hafa farið mjög illa saman í uppgangi fyrrnefndu greinarinnar á undanförnum áratug. Þar fer langmest fyrir útblæstri bifreiða. Meðalbifreið sem er í notkun bróðurpart ársins losar um 2 tonn af gróðurhúsalofttegundum á hverju ári. Frá janúar 2013 til janúar 2019 fjölgaði bílaleigubílum úr 7.280 í 21.544, þótt hámarkinu hafi verið náð um sumarið 2019 með vel yfir 25 þúsund bifreiðar í notkun. Það jafngilda um 50 kílótonna losun gróðurhúsalofttegunda á ársgrundvelli, eða milli 5-6% heildarlosunar frá vegasamgöngum. *Hjólastígar eru mun ódýrari framkvæmd en akvegir bifreiða og endast margfalt betur þar sem álag á þá er lítið og slit því mjög takmörkuð. *Nú þegar er vísir að hjólaleið frá Reykjavík til Þingvalla (gamli akvegurinn) sem gæti gert Þingvallaferð að dagleið fyrir hjólreiðafólk. Það þarf einfaldlega að bjóða út verkið. Sú leið myndi vera nýtt óspart af fólki búsettu á Íslandi sem og ferðafólki. *Hjólatúrismi (Bicycle Touring/Bicycle Tourism/Radtourismus) er sú grein ferðamennsku sem er í mestum vexti beggja vegna Atlantshafsins í Evrópu og Norður-Ameríku. *Í Þýskalandi notuðu 5,4 milljónir Þjóðverja reiðhjól í fríum sínum árið 2019 en þar, sem og í Austurríki, hefur verið stöðug aukning í notkun reiðhjóla, bæði hjá innlendum og erlendum ferðamönnum. Langstærsti aldurshópurinn sem notar reiðhjól, bæði í Austurríki og í Þýskalandi, er fólk milli 45-64 ára. *Markaðsrannsóknir sýna enn fremur að sami hópur er jafnan giftur/í sambúð, og ferðast fólk jafnan saman. Hópurinn sem hjólar í fríum er jafnan vel yfir meðaltekjum og langskólagenginn. *Fólk er jafnan tilbúið að verja meira fé í gistingu og þjónustu í reiðhjólaferðamennsku, þar sem kostnaður vegna bílaleigu og eldsneytis er enginn. *Yfir 90% fólks sem prófar að nota reiðhjól sem fararmáta í fríum, er líklegt til að gera það aftur. *Veðurskilyrði á Suðurlandi eru kjörin til hjólaferðamennsku og eru sambærileg við góð skilyrði í Skandinavíu. *Enn fremur hafa rafhjól „breytt leiknum“ með tilliti til drægni og getu fólks, sérstaklega eldri aldurshópa, til að stunda hjólaferðamennsku. Vandamál? Eh, nei. Höfundur elskar Suðurland og sjálfbæra ferðamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Hjólreiðar Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Besta fjárfesting sem hægt væri að fara í fyrir ferðaþjónustuna er innviðauppbygging á hjólastígum á landsbyggðinni. Ekki aðeins umhverfislega, eða á forsendum lýðheilsu, heldur einnig í beinhörðum peningum, aðdráttarafli og hagnaði á alla vegu, ekki síst með minni mengun og hljóðmengun. Á Suðurlandsundirlendinu eru til að mynda endalaus tækifæri þar sem stutt er milli áningarstaða, mikið um verslun og þjónustu, flatlendi og veðursæld fimm mánuði ársins. Þar væri hægt að byrja á slíkri uppbyggingu og halda svo áfram, fara í sambærileg verkefni um allt land. Skoðum málið. *Ferðamannaiðnaðurinn og umhverfisvernd hafa farið mjög illa saman í uppgangi fyrrnefndu greinarinnar á undanförnum áratug. Þar fer langmest fyrir útblæstri bifreiða. Meðalbifreið sem er í notkun bróðurpart ársins losar um 2 tonn af gróðurhúsalofttegundum á hverju ári. Frá janúar 2013 til janúar 2019 fjölgaði bílaleigubílum úr 7.280 í 21.544, þótt hámarkinu hafi verið náð um sumarið 2019 með vel yfir 25 þúsund bifreiðar í notkun. Það jafngilda um 50 kílótonna losun gróðurhúsalofttegunda á ársgrundvelli, eða milli 5-6% heildarlosunar frá vegasamgöngum. *Hjólastígar eru mun ódýrari framkvæmd en akvegir bifreiða og endast margfalt betur þar sem álag á þá er lítið og slit því mjög takmörkuð. *Nú þegar er vísir að hjólaleið frá Reykjavík til Þingvalla (gamli akvegurinn) sem gæti gert Þingvallaferð að dagleið fyrir hjólreiðafólk. Það þarf einfaldlega að bjóða út verkið. Sú leið myndi vera nýtt óspart af fólki búsettu á Íslandi sem og ferðafólki. *Hjólatúrismi (Bicycle Touring/Bicycle Tourism/Radtourismus) er sú grein ferðamennsku sem er í mestum vexti beggja vegna Atlantshafsins í Evrópu og Norður-Ameríku. *Í Þýskalandi notuðu 5,4 milljónir Þjóðverja reiðhjól í fríum sínum árið 2019 en þar, sem og í Austurríki, hefur verið stöðug aukning í notkun reiðhjóla, bæði hjá innlendum og erlendum ferðamönnum. Langstærsti aldurshópurinn sem notar reiðhjól, bæði í Austurríki og í Þýskalandi, er fólk milli 45-64 ára. *Markaðsrannsóknir sýna enn fremur að sami hópur er jafnan giftur/í sambúð, og ferðast fólk jafnan saman. Hópurinn sem hjólar í fríum er jafnan vel yfir meðaltekjum og langskólagenginn. *Fólk er jafnan tilbúið að verja meira fé í gistingu og þjónustu í reiðhjólaferðamennsku, þar sem kostnaður vegna bílaleigu og eldsneytis er enginn. *Yfir 90% fólks sem prófar að nota reiðhjól sem fararmáta í fríum, er líklegt til að gera það aftur. *Veðurskilyrði á Suðurlandi eru kjörin til hjólaferðamennsku og eru sambærileg við góð skilyrði í Skandinavíu. *Enn fremur hafa rafhjól „breytt leiknum“ með tilliti til drægni og getu fólks, sérstaklega eldri aldurshópa, til að stunda hjólaferðamennsku. Vandamál? Eh, nei. Höfundur elskar Suðurland og sjálfbæra ferðamennsku.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun