Ekkert nýtt undir sólinni Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 21. apríl 2021 17:00 Það er skýrt ákall yngri kynslóða að stjórnvöld leggi ríka áherslu á loftslagsmál. Það er sjálfsagt og eðlilegt, við erum að ala upp börnin sem munu þurfa að kljást við vanda af þeirri stærðargráðu sem við í dag sjáum ekkert endanlega fyrir. Stjórnvöld hafa ausið gríðarlegu fjármagni í málaflokkinn en samt virðist ekki alveg skýrt hvort gera eigi meira og setja eigi metnaðarfyllri markmið eða þá hvort talið er að það sem gert sé í dag „dugi til“. Grænir skattar Vinsælt stef vinstri manna virðist vera að leggja á skatta til að breyta hegðun. Það er ekkert nýtt undir sólinni. Þegar skattar eru settir á til að breyta hegðun fólks þarf að gæta þess hvað skuli gera þegar markmiðinu er náð og hegðun neytenda raunverulega breytist. Þetta þýðir að hið opinbera má ekki lengur gera ráð fyrir tekjunum sem áður komu inn áður en að hækkunin breytti neyslumynstrinu. Ef gert er ráð fyrir því að tekjur grænna skatta eigi að vera til frambúðar getur það leitt til neikvæðrar niðurstöðu þegar búið er að reikna tekjurnar inn til fleiri ára án þess að gera ráð fyrir breyttri hegðun sem leiðir af sér samdrátt í tekjuflokknum. Grænir skattar eru ekki, og mega ekki vera, hrein tekjuöflun ríkisins. Líta skal á græna skatta sem átak í þágu loftslagsmarkmiða. Það er því sjálfsagt og eðlilegt að tekjur sem fengnar eru úr grænni skattheimtu séu eyrnamerktar að fullu til aðgerða í loftslagsmálum. Það eru þær hins vegar ekki. Kolefnisgjaldið Það kemur reglulega til umræðu að hækka kolefnisgjaldið. Hækkun á kolefnisgjaldi hefur meiri áhrif á lágtekjufólk vegna þess að hlutfall neyslu lágtekjufólks á eldsneyti er hærra en hlutfall annarra. Kolefnisgjaldið hefur meiri áhrif á landsbyggðaríbúa en höfuðborgarbúa. Kolefnisgjaldið hefur áhrif á iðnaði sem berjast nú í bökkum, sér í lagi ferðaþjónustuna. Ég leggst því algjörlega gegn því að kolefnisgjaldið hækki enn frekar. Við þurfum að líta til annarra lausna. Stefna um græna skatta Það er íþyngjandi fyrir einstaklinga og fyrirtækinu í landinu að skattheimta sé flókin og í raun ógagnsæ. Einfalda þarf græna skattkerfið. Það er einnig einkenni neysluskatta að hlutirnir séu ekki kallaðir þeim nöfnum sem þeir í raun og veru eru. Það er alveg ljóst að stjórnvöld þurfa að setja sér heildstæða stefnu í grænum sköttum, ef það er yfir höfuð markmiðið að beita þeim í viðbrögðum við loftslagsvánni, svo íbúar og fyrirtækin í landinu geri sér grein fyrir því hvaða þýðingu þessar aðgerðir hafa og hvert á að stefna. Þegar skattheimta er lögð á til að ná settu markmiði þarf að fylgja þeim hækkunum eftir með lægri sköttum annarsstaðar eða ívilnunum svo ekki sé um að ræða ekki hreina tekjuöflun ríkisins. Orkuskiptin Leggja má meiri áherslu á jákvæðar hliðar orkuskiptanna. Orkumál eru einfaldlega loftslagsmál. Við eigum að leggja áherslu á að flýta orkuskiptum. Það ætti einnig að vera markmið Íslands að vera leiðandi í rannsóknum og framkvæmd á orkuskiptum í sjávarútvegi og ferða- og þjónustugeiranum. Við höfum öll tækifærin til að taka stór skref og nýta betur okkar grænu orkugjafa til framtíðar. Loftslagsváin Maður finnur það á eigin skinni að fólk er farið að þreytast hræðsluáróður vegna heimsfaraldursins. Hins vegar er mun einfaldara að fylgja leiðbeiningum og aðgerðum stjórnvalda í viðbrögðum gegn COVID-19 vegna þess að hættan er mun áþreifanlegri. Hún stendur okkur nærri. Hræðsluáróður í loftslagsmálum virðist ekki hafa sömu áhrif á fólk. Kannski er það vegna þess að einn fyrrum valdamesti maður heims viðurkenndi aldrei vandann og gerði ítrekað lítið úr þeim sem lögðu fram hlaðborð af rannsóknum máli sínu til sönnunar. En hver svo sem ástæðan er fyrir því er ljóst að það eru ekki nógu margir að hlusta. Því þarf að breyta um taktík. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Það er skýrt ákall yngri kynslóða að stjórnvöld leggi ríka áherslu á loftslagsmál. Það er sjálfsagt og eðlilegt, við erum að ala upp börnin sem munu þurfa að kljást við vanda af þeirri stærðargráðu sem við í dag sjáum ekkert endanlega fyrir. Stjórnvöld hafa ausið gríðarlegu fjármagni í málaflokkinn en samt virðist ekki alveg skýrt hvort gera eigi meira og setja eigi metnaðarfyllri markmið eða þá hvort talið er að það sem gert sé í dag „dugi til“. Grænir skattar Vinsælt stef vinstri manna virðist vera að leggja á skatta til að breyta hegðun. Það er ekkert nýtt undir sólinni. Þegar skattar eru settir á til að breyta hegðun fólks þarf að gæta þess hvað skuli gera þegar markmiðinu er náð og hegðun neytenda raunverulega breytist. Þetta þýðir að hið opinbera má ekki lengur gera ráð fyrir tekjunum sem áður komu inn áður en að hækkunin breytti neyslumynstrinu. Ef gert er ráð fyrir því að tekjur grænna skatta eigi að vera til frambúðar getur það leitt til neikvæðrar niðurstöðu þegar búið er að reikna tekjurnar inn til fleiri ára án þess að gera ráð fyrir breyttri hegðun sem leiðir af sér samdrátt í tekjuflokknum. Grænir skattar eru ekki, og mega ekki vera, hrein tekjuöflun ríkisins. Líta skal á græna skatta sem átak í þágu loftslagsmarkmiða. Það er því sjálfsagt og eðlilegt að tekjur sem fengnar eru úr grænni skattheimtu séu eyrnamerktar að fullu til aðgerða í loftslagsmálum. Það eru þær hins vegar ekki. Kolefnisgjaldið Það kemur reglulega til umræðu að hækka kolefnisgjaldið. Hækkun á kolefnisgjaldi hefur meiri áhrif á lágtekjufólk vegna þess að hlutfall neyslu lágtekjufólks á eldsneyti er hærra en hlutfall annarra. Kolefnisgjaldið hefur meiri áhrif á landsbyggðaríbúa en höfuðborgarbúa. Kolefnisgjaldið hefur áhrif á iðnaði sem berjast nú í bökkum, sér í lagi ferðaþjónustuna. Ég leggst því algjörlega gegn því að kolefnisgjaldið hækki enn frekar. Við þurfum að líta til annarra lausna. Stefna um græna skatta Það er íþyngjandi fyrir einstaklinga og fyrirtækinu í landinu að skattheimta sé flókin og í raun ógagnsæ. Einfalda þarf græna skattkerfið. Það er einnig einkenni neysluskatta að hlutirnir séu ekki kallaðir þeim nöfnum sem þeir í raun og veru eru. Það er alveg ljóst að stjórnvöld þurfa að setja sér heildstæða stefnu í grænum sköttum, ef það er yfir höfuð markmiðið að beita þeim í viðbrögðum við loftslagsvánni, svo íbúar og fyrirtækin í landinu geri sér grein fyrir því hvaða þýðingu þessar aðgerðir hafa og hvert á að stefna. Þegar skattheimta er lögð á til að ná settu markmiði þarf að fylgja þeim hækkunum eftir með lægri sköttum annarsstaðar eða ívilnunum svo ekki sé um að ræða ekki hreina tekjuöflun ríkisins. Orkuskiptin Leggja má meiri áherslu á jákvæðar hliðar orkuskiptanna. Orkumál eru einfaldlega loftslagsmál. Við eigum að leggja áherslu á að flýta orkuskiptum. Það ætti einnig að vera markmið Íslands að vera leiðandi í rannsóknum og framkvæmd á orkuskiptum í sjávarútvegi og ferða- og þjónustugeiranum. Við höfum öll tækifærin til að taka stór skref og nýta betur okkar grænu orkugjafa til framtíðar. Loftslagsváin Maður finnur það á eigin skinni að fólk er farið að þreytast hræðsluáróður vegna heimsfaraldursins. Hins vegar er mun einfaldara að fylgja leiðbeiningum og aðgerðum stjórnvalda í viðbrögðum gegn COVID-19 vegna þess að hættan er mun áþreifanlegri. Hún stendur okkur nærri. Hræðsluáróður í loftslagsmálum virðist ekki hafa sömu áhrif á fólk. Kannski er það vegna þess að einn fyrrum valdamesti maður heims viðurkenndi aldrei vandann og gerði ítrekað lítið úr þeim sem lögðu fram hlaðborð af rannsóknum máli sínu til sönnunar. En hver svo sem ástæðan er fyrir því er ljóst að það eru ekki nógu margir að hlusta. Því þarf að breyta um taktík. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun