Tristan Máni er 13 ára fótboltasnillingur í Kópavogi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. apríl 2021 20:03 Tristan Máni Orrason, 13 ára fótboltasnillingur í Kópavogi Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrettán ára strákur í Kópavogi getur gert ótrúlegustu hluti með fótbolta þegar kemur að kúnstum og leikjum með boltann. Hann getur til dæmis gert armbeygjur um leið og hann leikur sér með boltann. Tristan Máni Orrason, sem er 13 ára og er að fara að fermast í vor eyðir miklum tíma á Kópavogsvelli og hefur gert síðustu ár enda á fótbolti hug hans allan. Hann æfir með Breiðabliki í fjórða flokki. Samhliða fótboltanum hefur hann náð ótrúlega góðum árangri við að halda boltanum á lofti, metið hans er rúmlega þúsund sinnum og svo gerir hann allskonar kúnstir og æfingar með boltann. Fjöldi fólks fylgir honum t.d. á Instagram þar sem hann hefur sett nokkur myndbönd af sér. Mamma Tristans segir að líf Tristans snúist um fótbolta og aftur fótbolta. „Já, hann er svakalega góður með boltann og er búin að vera með bolta síðan að hann byrjaði að ganga en hann fór að ganga átta mánaða í Liverpool búningnum og ég man aldrei til þess að hann hafi leikið sér með dót heldur hefur það alltaf verið fótbolti,“ segir Elma Bjartmarsdóttir. Og Elma heldur áfram: „Tristan er með mjög stórt markmið í lífinu en hann hefur ætlað sér út í atvinnumennsku síðan hann var ekki orðin átta ára. Þá setti hann sér fyrsta markiðmið, hann ætlaði sér að vera í A-liðinu á Norðurálsmótinu og vann ötullega að því og tókst þá og síðan þá hefur hann verið með mjög öflug markmið og er alveg svakalega duglegur að vinna að þeim.“ Tristan Máni og Elma móðir hans á Kópavogsvelli þar sem Tristan er mjög duglegur að æfa sig með boltannMagnús Hlynur Hreiðarsson Eitt af atriðunum, sem Tristan gerir er að leika sér með boltann og hann skellir sér svo í armbeygju í leiðinni. „Ég bara legg rosalega mikið á mig og geri allt til að ná markmiði mínu en það er bara að ná í atvinnumennskuna og spila með landsliðinu. Uppáhaldsleikmaðurinn minn og fyrirmyndin mín er Gylfi Sigurðsson,“ segir Tristan. En hvað hvaða liði heldur hann í útlöndum? „Liverpool að sjálfsögðu, það er uppáhaldsliðið mitt. Það bara halda allir í fjölskyldunni minni með Liverpool og þeir eru bara lang bestir,“ segir Tristan og hlær. Kópavogur Fótbolti Íþróttir barna Breiðablik Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Tristan Máni Orrason, sem er 13 ára og er að fara að fermast í vor eyðir miklum tíma á Kópavogsvelli og hefur gert síðustu ár enda á fótbolti hug hans allan. Hann æfir með Breiðabliki í fjórða flokki. Samhliða fótboltanum hefur hann náð ótrúlega góðum árangri við að halda boltanum á lofti, metið hans er rúmlega þúsund sinnum og svo gerir hann allskonar kúnstir og æfingar með boltann. Fjöldi fólks fylgir honum t.d. á Instagram þar sem hann hefur sett nokkur myndbönd af sér. Mamma Tristans segir að líf Tristans snúist um fótbolta og aftur fótbolta. „Já, hann er svakalega góður með boltann og er búin að vera með bolta síðan að hann byrjaði að ganga en hann fór að ganga átta mánaða í Liverpool búningnum og ég man aldrei til þess að hann hafi leikið sér með dót heldur hefur það alltaf verið fótbolti,“ segir Elma Bjartmarsdóttir. Og Elma heldur áfram: „Tristan er með mjög stórt markmið í lífinu en hann hefur ætlað sér út í atvinnumennsku síðan hann var ekki orðin átta ára. Þá setti hann sér fyrsta markiðmið, hann ætlaði sér að vera í A-liðinu á Norðurálsmótinu og vann ötullega að því og tókst þá og síðan þá hefur hann verið með mjög öflug markmið og er alveg svakalega duglegur að vinna að þeim.“ Tristan Máni og Elma móðir hans á Kópavogsvelli þar sem Tristan er mjög duglegur að æfa sig með boltannMagnús Hlynur Hreiðarsson Eitt af atriðunum, sem Tristan gerir er að leika sér með boltann og hann skellir sér svo í armbeygju í leiðinni. „Ég bara legg rosalega mikið á mig og geri allt til að ná markmiði mínu en það er bara að ná í atvinnumennskuna og spila með landsliðinu. Uppáhaldsleikmaðurinn minn og fyrirmyndin mín er Gylfi Sigurðsson,“ segir Tristan. En hvað hvaða liði heldur hann í útlöndum? „Liverpool að sjálfsögðu, það er uppáhaldsliðið mitt. Það bara halda allir í fjölskyldunni minni með Liverpool og þeir eru bara lang bestir,“ segir Tristan og hlær.
Kópavogur Fótbolti Íþróttir barna Breiðablik Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir