NBA dagsins: Engin draumaendurkoma hjá Davis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. apríl 2021 15:01 Anthony Davis valdar Kristaps Porzingis sem þurfti að fara meiddur af velli í leiknum í nótt. ap/Tony Gutierrez Eftir næstum því tíu vikna fjarveru sneri Anthony Davis aftur í lið Los Angeles Lakers í nótt. Hann átti þó enga draumaendurkomu. Davis hefur glímt við meiðsli í kálfa og hæl og missti af þrjátíu leikjum vegna þeirra. LeBron James hefur einnig verið frá vegna meiðsla og án sinna bestu manna hefur meisturunum fatast flugið. Lakers er í 5. sæti Vesturdeildarinnar. Davis klikkaði á fyrstu fimm skotum sínum og hitti aðeins úr tveimur af tíu skotum sínum í leiknum í nótt. Hann spilaði í sautján mínútur, skoraði fjögur stig og tók fjögur fráköst. Bestu fréttirnar fyrir stuðningsmenn Lakers voru samt þær að Davis sagðist ekki finna fyrir meiðslunum og virtist sleppa heill frá leiknum. Kentavious Caldwell-Pope var stigahæstur í liði Lakers með 29 stig. Dennis Schröder skoraði 25 stig og gaf þrettán stoðsendingar. Luka Doncic skoraði þrjátíu stig fyrir Dallas sem missti Kristaps Porzingis í meiðsli enn eina ferðina. Hann skoraði nítján stig áður en hann þurfti að fara af velli. Porzingis hefur þegar misst af nítján leikjum á tímabilinu. Dallas er í 7. sæti Vesturdeildarinnar og gerir atlögu að því að komast beint inn í úrslitakeppnina. Sex efstu liðin í hvorri deild komast þangað en liðin í 7.-10. sæti fara í umspil. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Dallas og Lakers, Milwaukee Bucks og Philadelphia 76ers og Boston Celtics og Phoenix Suns auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 23. apríl NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Goðumlík frammistaða hjá Grikkjanum í sigri í Fíladelfíu Milwaukee Bucks sigraði Philadelphia 76ers, 124-117, þegar liðin í 1. og 3. sæti Austurdeildar NBA áttust við í nótt. 23. apríl 2021 08:01 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
Davis hefur glímt við meiðsli í kálfa og hæl og missti af þrjátíu leikjum vegna þeirra. LeBron James hefur einnig verið frá vegna meiðsla og án sinna bestu manna hefur meisturunum fatast flugið. Lakers er í 5. sæti Vesturdeildarinnar. Davis klikkaði á fyrstu fimm skotum sínum og hitti aðeins úr tveimur af tíu skotum sínum í leiknum í nótt. Hann spilaði í sautján mínútur, skoraði fjögur stig og tók fjögur fráköst. Bestu fréttirnar fyrir stuðningsmenn Lakers voru samt þær að Davis sagðist ekki finna fyrir meiðslunum og virtist sleppa heill frá leiknum. Kentavious Caldwell-Pope var stigahæstur í liði Lakers með 29 stig. Dennis Schröder skoraði 25 stig og gaf þrettán stoðsendingar. Luka Doncic skoraði þrjátíu stig fyrir Dallas sem missti Kristaps Porzingis í meiðsli enn eina ferðina. Hann skoraði nítján stig áður en hann þurfti að fara af velli. Porzingis hefur þegar misst af nítján leikjum á tímabilinu. Dallas er í 7. sæti Vesturdeildarinnar og gerir atlögu að því að komast beint inn í úrslitakeppnina. Sex efstu liðin í hvorri deild komast þangað en liðin í 7.-10. sæti fara í umspil. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Dallas og Lakers, Milwaukee Bucks og Philadelphia 76ers og Boston Celtics og Phoenix Suns auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 23. apríl NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Goðumlík frammistaða hjá Grikkjanum í sigri í Fíladelfíu Milwaukee Bucks sigraði Philadelphia 76ers, 124-117, þegar liðin í 1. og 3. sæti Austurdeildar NBA áttust við í nótt. 23. apríl 2021 08:01 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
Goðumlík frammistaða hjá Grikkjanum í sigri í Fíladelfíu Milwaukee Bucks sigraði Philadelphia 76ers, 124-117, þegar liðin í 1. og 3. sæti Austurdeildar NBA áttust við í nótt. 23. apríl 2021 08:01