Keflvíkingar hafa harma að hefna eftir rassskellinn í Garðabænum í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2021 16:11 Það verða örugglega flott tilþrif eins og þessi í Keflavík í kvöld. Hér reynir Keflvíkingurinn Deane Williams að troða boltanum í körfu Stjörnunnar. Vísir/Hulda Margrét Stórleikur kvöldsins er viðureign Keflavíkur og Stjörnunnar í sautjándu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta en heimamenn í Keflavík fara langt með að tryggja sér endanlega deildarmeistaratitilinn með sigri. Keflavík tekur á móti Stjörnunni klukkan 20.15 en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Keflvíkingar eru með fjögurra stiga forskot á toppnum og unnu síðustu sex leiki sína fyrir kórónuveirustopp. Það er þó fyrri leikur liðanna 29. janúar síðastliðinn sem hlýtur að svíða enn nú 84 dögum síðar. Stjörnumenn fóru hrikalega með toppliðið í Ásgarði fyrir tæpum þremur mánuðum síðan og unnu þá með 40 stiga mun, 115-75. Stjarnan vann fyrsta leikhlutann 31-9 og var komið 36 stigum yfir í hálfleik, 66-30. Lykilmennirnir Dominykas Milka og Hörður Axel Vilhjálmsson voru samtals með aðeins 15 stig og 6 stoðsendingar fyrir Keflavík í leiknum en þeir eru saman með 35,3 stig og 11,3 stoðsendingar að meðaltali í hinum leikjum liðsins í vetur. Bakverðirnir Hörður Axel, Calvin Burks Jr. og Valur Orri Valsson hittu saman aðeins úr 2 af 12 þriggja stiga skotum sínum og Keflavíkurliðið klikkaði á sextán af fyrstu átján þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Það er ljóst á öllum þessum tölum að Keflavíkurliðið var mjög ólíkt sjálfu sér í leiknum en á sama tíma léku heimamenn í Stjörnunni við hvern sinn fingur og hittu meðal annars úr 17 af 32 þriggja stiga skotum sínum sem gerir 53 prósent nýtingu. Þetta var samt sameinað átak því enginn Stjörnumaður skorað meira en 19 stig en fjórir voru með á bilinu fimmtán til nítján stig. Það kemur því betur í ljós í kvöld hvort að Stjörnumenn kunnu svona vel á Keflavíkurliðið eða hvort að heimamenn séu búnir að læra af slæmri reynslu sinni úr heimsókninni í Garðabæinn. Forskot Stjörnunnar á Keflavík í fyrri leiknum í janúar: Stig: +40 (115-75) Stig úr þristum: +36 (51-15) Skotnýting: +15% (54%-39%) Vítanýting: +27% (86%-59%) Fráköst: +11 (47-36) Stoðsendingar: +11 (29-18) Framlag: +75 (150-75) Stig af bekk: +32 (59-27) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sjá meira
Keflavík tekur á móti Stjörnunni klukkan 20.15 en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Keflvíkingar eru með fjögurra stiga forskot á toppnum og unnu síðustu sex leiki sína fyrir kórónuveirustopp. Það er þó fyrri leikur liðanna 29. janúar síðastliðinn sem hlýtur að svíða enn nú 84 dögum síðar. Stjörnumenn fóru hrikalega með toppliðið í Ásgarði fyrir tæpum þremur mánuðum síðan og unnu þá með 40 stiga mun, 115-75. Stjarnan vann fyrsta leikhlutann 31-9 og var komið 36 stigum yfir í hálfleik, 66-30. Lykilmennirnir Dominykas Milka og Hörður Axel Vilhjálmsson voru samtals með aðeins 15 stig og 6 stoðsendingar fyrir Keflavík í leiknum en þeir eru saman með 35,3 stig og 11,3 stoðsendingar að meðaltali í hinum leikjum liðsins í vetur. Bakverðirnir Hörður Axel, Calvin Burks Jr. og Valur Orri Valsson hittu saman aðeins úr 2 af 12 þriggja stiga skotum sínum og Keflavíkurliðið klikkaði á sextán af fyrstu átján þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Það er ljóst á öllum þessum tölum að Keflavíkurliðið var mjög ólíkt sjálfu sér í leiknum en á sama tíma léku heimamenn í Stjörnunni við hvern sinn fingur og hittu meðal annars úr 17 af 32 þriggja stiga skotum sínum sem gerir 53 prósent nýtingu. Þetta var samt sameinað átak því enginn Stjörnumaður skorað meira en 19 stig en fjórir voru með á bilinu fimmtán til nítján stig. Það kemur því betur í ljós í kvöld hvort að Stjörnumenn kunnu svona vel á Keflavíkurliðið eða hvort að heimamenn séu búnir að læra af slæmri reynslu sinni úr heimsókninni í Garðabæinn. Forskot Stjörnunnar á Keflavík í fyrri leiknum í janúar: Stig: +40 (115-75) Stig úr þristum: +36 (51-15) Skotnýting: +15% (54%-39%) Vítanýting: +27% (86%-59%) Fráköst: +11 (47-36) Stoðsendingar: +11 (29-18) Framlag: +75 (150-75) Stig af bekk: +32 (59-27) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Forskot Stjörnunnar á Keflavík í fyrri leiknum í janúar: Stig: +40 (115-75) Stig úr þristum: +36 (51-15) Skotnýting: +15% (54%-39%) Vítanýting: +27% (86%-59%) Fráköst: +11 (47-36) Stoðsendingar: +11 (29-18) Framlag: +75 (150-75) Stig af bekk: +32 (59-27)
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sjá meira