Westbrook hrellti gömlu félagana Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2021 09:30 Westbrook hefur lengi kunnað vel við sig í Oklahoma. Getty Images/Will Newton Leikstjórnandinn Russell Westbrook heimsótti gamlan heimavöll og náði í 28. þreföldu tvennu sína á leiktíðinni er hann fór fyrir Washington Wizards í 129-109 sigri á Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í nótt. Sjö leikir fóru fram vestanhafs. Westbrook, sem lék með Oklahoma í ellefu ár, frá 2008 til 2019, var óstöðvandi á gamla heimavellinum í nótt. Hann skoraði 37 stig, tók ellefu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Liðsfélagi hans, Bradley Beal, skoraði 33 stig og voru þeir félagar því með 70 af 129 stigum Washington í leiknum. Sigur Wizards er þeirra sjöundi í röð en liðið situr í 10. sæti Austurdeildarinnar og berst fyrir sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina. ANOTHER Russ triple-double.ANOTHER Wizards win.37, 11, 11 for @russwest44 in the @WashWizards 7th consecutive victory! #DCAboveAll pic.twitter.com/hYLbmkIW4N— NBA (@NBA) April 24, 2021 Stephen Curry skoraði þá 25 stig í síðari hálfleik fyrir Golden State Warriors sem léku fyrir framan áhorfendur í fyrsta skipti í rúmt ár í 118-97 sigri á Denver Nuggets í San Francisco. Alls var Curry með 32 stig í leiknum en Kelly Oubre Jr. var næststigahæstur með 23 stig af bekknum. Draymond Green átti einnig góðan leik þrátt fyrir að skora aðeins eitt stig, þar sem hann tók ellefu fráköst og gaf 19 stoðsendingar. Michael Porter Jr. var stigahæstur í liði Denver með 26 stig. Steph's 25-point 2nd half lifts @warriors! pic.twitter.com/I8gq7FsuMm— NBA (@NBA) April 24, 2021 Brooklyn Nets fóru á topp Austurdeildarinnar eftir 109-104 sigur á Boston Celtics. Kyrie Irving gekk þar illa að hitta körfuna, þar sem aðeins fjögur af 19 skotum hans utan af velli fóru niður, en átti þó níu fráköst og ellefu stoðsendingar auk 15 stiga sinna fyrir Nets í leiknum. Liðsfélagi hans Joe Harris var með 20 stig og Jeff Green 19. Stigahæstur á vellinum var Jayson Tatum úr liði Boston með 38 stig en hann tók að auki tíu fráköst. Brooklyn hafa unnið 40 leiki af 60 í vetur og fóru með sigrinum á topp Austurdeildarinnar. Philadelphia 76ers, sem hafa tapað þremur í röð, eiga leik inni og jafna Brooklyn á toppnum með sigri. Efficient night off the bench for @BruceBrown11 to spark the @BrooklynNets!15 PTS (7-8 FGM) | 8 REB pic.twitter.com/RzJogT1z3w— NBA (@NBA) April 24, 2021 Úrslit næturinnar Atlanta Hawks 118-103 Miami Heat Brooklyn Nets 109-104 Boston Celtics Cleveland Cavaliers 102-108 Charlotte Hornets Portland TrailBlazers 128-130 Memphis Grizzlies Golden State Warriors 118-97 Denver Nuggets Houston Rockets 104-109 Los Angeles Clippers Oklahoma City Thunder 109-129 Washington Wizards NBA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Westbrook, sem lék með Oklahoma í ellefu ár, frá 2008 til 2019, var óstöðvandi á gamla heimavellinum í nótt. Hann skoraði 37 stig, tók ellefu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Liðsfélagi hans, Bradley Beal, skoraði 33 stig og voru þeir félagar því með 70 af 129 stigum Washington í leiknum. Sigur Wizards er þeirra sjöundi í röð en liðið situr í 10. sæti Austurdeildarinnar og berst fyrir sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina. ANOTHER Russ triple-double.ANOTHER Wizards win.37, 11, 11 for @russwest44 in the @WashWizards 7th consecutive victory! #DCAboveAll pic.twitter.com/hYLbmkIW4N— NBA (@NBA) April 24, 2021 Stephen Curry skoraði þá 25 stig í síðari hálfleik fyrir Golden State Warriors sem léku fyrir framan áhorfendur í fyrsta skipti í rúmt ár í 118-97 sigri á Denver Nuggets í San Francisco. Alls var Curry með 32 stig í leiknum en Kelly Oubre Jr. var næststigahæstur með 23 stig af bekknum. Draymond Green átti einnig góðan leik þrátt fyrir að skora aðeins eitt stig, þar sem hann tók ellefu fráköst og gaf 19 stoðsendingar. Michael Porter Jr. var stigahæstur í liði Denver með 26 stig. Steph's 25-point 2nd half lifts @warriors! pic.twitter.com/I8gq7FsuMm— NBA (@NBA) April 24, 2021 Brooklyn Nets fóru á topp Austurdeildarinnar eftir 109-104 sigur á Boston Celtics. Kyrie Irving gekk þar illa að hitta körfuna, þar sem aðeins fjögur af 19 skotum hans utan af velli fóru niður, en átti þó níu fráköst og ellefu stoðsendingar auk 15 stiga sinna fyrir Nets í leiknum. Liðsfélagi hans Joe Harris var með 20 stig og Jeff Green 19. Stigahæstur á vellinum var Jayson Tatum úr liði Boston með 38 stig en hann tók að auki tíu fráköst. Brooklyn hafa unnið 40 leiki af 60 í vetur og fóru með sigrinum á topp Austurdeildarinnar. Philadelphia 76ers, sem hafa tapað þremur í röð, eiga leik inni og jafna Brooklyn á toppnum með sigri. Efficient night off the bench for @BruceBrown11 to spark the @BrooklynNets!15 PTS (7-8 FGM) | 8 REB pic.twitter.com/RzJogT1z3w— NBA (@NBA) April 24, 2021 Úrslit næturinnar Atlanta Hawks 118-103 Miami Heat Brooklyn Nets 109-104 Boston Celtics Cleveland Cavaliers 102-108 Charlotte Hornets Portland TrailBlazers 128-130 Memphis Grizzlies Golden State Warriors 118-97 Denver Nuggets Houston Rockets 104-109 Los Angeles Clippers Oklahoma City Thunder 109-129 Washington Wizards
NBA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira