Rekstrarkostnaður hjúkrunarheimila Helga Vala Helgadóttir skrifar 24. apríl 2021 12:01 Lokins er skýrsla svokallaðrar Gylfanefndar, sem greinir rekstrarkostnað hjúkrunarheimila komin fram. 40 rekstraraðilar (90%) svöruðu umbeðnum spurningum nefndarinar, 21 sjálfstæður aðili og 19 sveitarfélög. Rekstraraðilar, hvort tveggja í sjálfstæðum rekstri sem og opinberum, hafa árum saman bent á það að daggjöldin sem ríkið skammtar í reksturinn séu ekki í tengslum við raunveruleikann, en það er ekki fyrr en sveitarfélögin fóru eitt af öðru að skila af sér rekstrinum sem ríkisstjórnin vaknaði af blundinum væra og skipaði nefnd. Nú fengum við stöðuna tilgreinda í skýrslunni og vandinn blasir við. Rekstraraðilar höfðu rétt fyrir sér. Ríkisstjórnin hefur vanfjármagnað þessa þjónustu við eldra fólk árum saman. Ríkið ber samkvæmt lögum ábyrgð á þjónustunni svo það er ríkisstjórn hvers tíma sem ábyrgðina ber, en ekki sveitarfélög eða aðrir rekstraraðilar. Nú verður ríkisstjórnin að auka verulega fjármagn til þessa nauðsynlega reksturs hjúkrunarheimila, því vanfjármagnaður rekstur leiðir til aukins kostnaðar á öðrum heilbrigðisstofnunum um allt land auk þess sem íbúar þeirra fá ekki fullnægjandi þjónustu. Svona einfalt er það. Á tímabili rannsóknar nefndarinnar, frá 2017 til byrjunar árs 2020 var halli reksturs 1.5 milljarðar króna. Ef sveitarfélögin hefðu ekki sett umtalsverða fjármuni í rekstur hjúkrunarheimilanna, fjármuni sem þeim bar ekki að setja í reksturinn heldur í aðra þjónustu við íbúa sveitarfélaganna, hefði hallinn á þessum tíma verið 3.5 milljarðar! Þannig hafa sveitarfélögin fjármagnað lögbundinn rekstur ríkisins um 2 milljarða. Athygli vekur að á þessum stutta tíma, 2017-2019 breyttist aldurssamsetning íbúa hjúkrunarheimila þónokkuð. Sérstaklega fjölgaði í elsta hópnum 90 ára og eldri og meðalaldur hækkaði einnig markvert. Þetta leiðir til þess að hjúkrunarþyngd hefur aukist og þar með hækkar rekstrarkostnaðurinn. Ekkert tillit hefur verið tekið til þess við útreikning daggjalda frá ríkinu. Það hversu dvalartími fólks hefur styst verulega inni á hjúkrunarheimilunum ætti að vera stjórnvöldum umhugsunarefni, því þá blasir við að biðlistastefna ríkisstjórnar er að leiða til þess að fólk kemst æ seinna inn á hjúkrunarheimilin, eins og aldurstölur sýna og þjónusta við fólk á þessu æviskeiði er ófullnægjandi og lítil breyting er í augsýn hjá ríkisstjórninni. Við vitum öll að það mun fjölga verulega í hópi eldri íbúa landsins og því verðum við að koma með aðrar áherslur en núverandi ríkisstjórn leggur til, sem virðist hugsa um annars vegar heimahjúkrun og hins vegar vanfjármögnuð hjúkrunarheimili. Við þurfum fjölbreyttari búsetuúrræði fyrir eldra fólk, fjölga nokkurs konar millistigi þannig að eldra fólki fái í fyrsta lagi þjónustu heima, því næst geti eldra fólk, þegar rétti tíminn er, fært sig yfir í einhvers konar búsetukjarna þar sem minniháttar þjónusta er veitt en einnig þar sem félagsskapur og öryggi er að finna, og því næst hjúkrunarheimili. Í dag eru biðlistar því miður að koma í veg fyrir að eldra fólk fái viðunandi þjónustu á réttum tíma og því er ástandið eins og það blasir við. Við skuldum samfélaginu að koma vel fram og af virðingu við þann hóp sem byggt hefur upp þetta samfélag. Gerum þjóðarsátt um að búa eldra fólki áhyggjulaust ævikvöld. Gerum betur, við getum það. Höfundur er þingmaður Samfylkingar og formaður Velferðarnefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Hjúkrunarheimili Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Lokins er skýrsla svokallaðrar Gylfanefndar, sem greinir rekstrarkostnað hjúkrunarheimila komin fram. 40 rekstraraðilar (90%) svöruðu umbeðnum spurningum nefndarinar, 21 sjálfstæður aðili og 19 sveitarfélög. Rekstraraðilar, hvort tveggja í sjálfstæðum rekstri sem og opinberum, hafa árum saman bent á það að daggjöldin sem ríkið skammtar í reksturinn séu ekki í tengslum við raunveruleikann, en það er ekki fyrr en sveitarfélögin fóru eitt af öðru að skila af sér rekstrinum sem ríkisstjórnin vaknaði af blundinum væra og skipaði nefnd. Nú fengum við stöðuna tilgreinda í skýrslunni og vandinn blasir við. Rekstraraðilar höfðu rétt fyrir sér. Ríkisstjórnin hefur vanfjármagnað þessa þjónustu við eldra fólk árum saman. Ríkið ber samkvæmt lögum ábyrgð á þjónustunni svo það er ríkisstjórn hvers tíma sem ábyrgðina ber, en ekki sveitarfélög eða aðrir rekstraraðilar. Nú verður ríkisstjórnin að auka verulega fjármagn til þessa nauðsynlega reksturs hjúkrunarheimila, því vanfjármagnaður rekstur leiðir til aukins kostnaðar á öðrum heilbrigðisstofnunum um allt land auk þess sem íbúar þeirra fá ekki fullnægjandi þjónustu. Svona einfalt er það. Á tímabili rannsóknar nefndarinnar, frá 2017 til byrjunar árs 2020 var halli reksturs 1.5 milljarðar króna. Ef sveitarfélögin hefðu ekki sett umtalsverða fjármuni í rekstur hjúkrunarheimilanna, fjármuni sem þeim bar ekki að setja í reksturinn heldur í aðra þjónustu við íbúa sveitarfélaganna, hefði hallinn á þessum tíma verið 3.5 milljarðar! Þannig hafa sveitarfélögin fjármagnað lögbundinn rekstur ríkisins um 2 milljarða. Athygli vekur að á þessum stutta tíma, 2017-2019 breyttist aldurssamsetning íbúa hjúkrunarheimila þónokkuð. Sérstaklega fjölgaði í elsta hópnum 90 ára og eldri og meðalaldur hækkaði einnig markvert. Þetta leiðir til þess að hjúkrunarþyngd hefur aukist og þar með hækkar rekstrarkostnaðurinn. Ekkert tillit hefur verið tekið til þess við útreikning daggjalda frá ríkinu. Það hversu dvalartími fólks hefur styst verulega inni á hjúkrunarheimilunum ætti að vera stjórnvöldum umhugsunarefni, því þá blasir við að biðlistastefna ríkisstjórnar er að leiða til þess að fólk kemst æ seinna inn á hjúkrunarheimilin, eins og aldurstölur sýna og þjónusta við fólk á þessu æviskeiði er ófullnægjandi og lítil breyting er í augsýn hjá ríkisstjórninni. Við vitum öll að það mun fjölga verulega í hópi eldri íbúa landsins og því verðum við að koma með aðrar áherslur en núverandi ríkisstjórn leggur til, sem virðist hugsa um annars vegar heimahjúkrun og hins vegar vanfjármögnuð hjúkrunarheimili. Við þurfum fjölbreyttari búsetuúrræði fyrir eldra fólk, fjölga nokkurs konar millistigi þannig að eldra fólki fái í fyrsta lagi þjónustu heima, því næst geti eldra fólk, þegar rétti tíminn er, fært sig yfir í einhvers konar búsetukjarna þar sem minniháttar þjónusta er veitt en einnig þar sem félagsskapur og öryggi er að finna, og því næst hjúkrunarheimili. Í dag eru biðlistar því miður að koma í veg fyrir að eldra fólk fái viðunandi þjónustu á réttum tíma og því er ástandið eins og það blasir við. Við skuldum samfélaginu að koma vel fram og af virðingu við þann hóp sem byggt hefur upp þetta samfélag. Gerum þjóðarsátt um að búa eldra fólki áhyggjulaust ævikvöld. Gerum betur, við getum það. Höfundur er þingmaður Samfylkingar og formaður Velferðarnefndar Alþingis.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun