NBA dagsins: Áhorfendur í fyrsta sinn í 409 daga Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2021 14:30 Curry hefur verið á mikilli siglingu undanfarið. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Stuðningsmenn Golden State Warriors gátu stutt við sitt lið af pöllunum í fyrsta sinn í 409 daga í nótt. Þeir studdu sitt lið til sigurs gegn Denver Nuggets. Áhorfendabann hefur verið í gildi í San Francisco í rúmt ár, eða frá því að COVID-19 fór að láta á sér kræla þar í borg í fyrra. Ástandið virðist þó á réttri leið vestanhafs og voru tæplega 2000 manns samankomin í stúkunni í gærkvöld. „Það var svo góð orka í húsinu í kvöld sem minnir okkur á það sem við höfum saknað,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State og bætti við: „Þetta voru aðeins um tvö þúsund en tilfinningin var eins og það væru miklu fleiri. Þetta var kærkomin sjón.“ „Það er öðruvísi spenna innan og utan vallar,“ sagði Stephen Curry, stjarna Golden State-liðsins, um endurkomu fólks á pallana. Curry hélt stutta þakkarræðu fyrir áhorfendur fyrir leik. Stephen Curry addresses the first Chase Center crowd in over a year ahead of @warriors action on ESPN. pic.twitter.com/FUdC8pgtUG— NBA (@NBA) April 24, 2021 Curry átti ekki sinn besta dag í síðasta leik Golden State þar sem hann skoraði aðeins úr sjö af 25 skotum sínum í 118-114 tapi fyrir Washington Wizards. Hann virtist enn kaldur í upphafi leiks gegn Denver og setti aðeins sjö stig í fyrri leikhlutunum tveimur. Hann kom þó endurnærður til leiks í síðari hálfleik þar sem hann skoraði 25 stig, því 32 alls í öruggum 118-97 sigri. Hann hefur því skorað yfir 30 stig í 12 af síðustu 13 leikjum, þar sem það mistókst aðeins gegn Washington. Golden State mun njóta stuðnings af pöllunum í baráttu sinni um umspilssæti næstu vikur. Liðið á átta af síðustu tólf leikjum sínum í deildinni á heimavelli. Liðið er sem stendur í 9. sæti Vesturdeildarinnar með 30 sigra og 30 töp. Efstu sex liðin fara beint í úrslitakeppnina en þau í sætum 7-10 í umspil um sæti þar. Helstu tilþrif gærkvöldsins má sjá að neðan. watch on YouTube NBA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
Áhorfendabann hefur verið í gildi í San Francisco í rúmt ár, eða frá því að COVID-19 fór að láta á sér kræla þar í borg í fyrra. Ástandið virðist þó á réttri leið vestanhafs og voru tæplega 2000 manns samankomin í stúkunni í gærkvöld. „Það var svo góð orka í húsinu í kvöld sem minnir okkur á það sem við höfum saknað,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State og bætti við: „Þetta voru aðeins um tvö þúsund en tilfinningin var eins og það væru miklu fleiri. Þetta var kærkomin sjón.“ „Það er öðruvísi spenna innan og utan vallar,“ sagði Stephen Curry, stjarna Golden State-liðsins, um endurkomu fólks á pallana. Curry hélt stutta þakkarræðu fyrir áhorfendur fyrir leik. Stephen Curry addresses the first Chase Center crowd in over a year ahead of @warriors action on ESPN. pic.twitter.com/FUdC8pgtUG— NBA (@NBA) April 24, 2021 Curry átti ekki sinn besta dag í síðasta leik Golden State þar sem hann skoraði aðeins úr sjö af 25 skotum sínum í 118-114 tapi fyrir Washington Wizards. Hann virtist enn kaldur í upphafi leiks gegn Denver og setti aðeins sjö stig í fyrri leikhlutunum tveimur. Hann kom þó endurnærður til leiks í síðari hálfleik þar sem hann skoraði 25 stig, því 32 alls í öruggum 118-97 sigri. Hann hefur því skorað yfir 30 stig í 12 af síðustu 13 leikjum, þar sem það mistókst aðeins gegn Washington. Golden State mun njóta stuðnings af pöllunum í baráttu sinni um umspilssæti næstu vikur. Liðið á átta af síðustu tólf leikjum sínum í deildinni á heimavelli. Liðið er sem stendur í 9. sæti Vesturdeildarinnar með 30 sigra og 30 töp. Efstu sex liðin fara beint í úrslitakeppnina en þau í sætum 7-10 í umspil um sæti þar. Helstu tilþrif gærkvöldsins má sjá að neðan. watch on YouTube
NBA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira