Þú ofvirki….hysjaðu bara upp um þig brækurnar! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 24. apríl 2021 12:31 Þetta var svona nánast það sem mátti lesa út úr pistli sem Friðrik Agni skrifaði um ADHD og greiningar. Það eiga auðvitað allir rétt á að tjá sínar skoðanir en svo búum við í samfélagi með viðkvæmum hópum og því skal aðgát höfð í nærveru sálar. Þegar Friðrik lýsir sínum týpíska degi finnst mér næstum eins og ég sé að lesa um sjálfa mig. Vaðandi úr einu í annað og endalaust að með mörg járn í eldinum. En ég er ekki með ADHD. Ég er bara venjuleg kona, ofurkona, ofurmamma og allt það eins og við allar erum. Það er flott að fólk sé duglegt og geti státað sig af því en að bera slíkan dugnað við raskanir sem einstaklingar glíma við er siðlaust í besta falli. Ef þú hefur ekki fengið ADHD greiningu, ef ADHD hefur ekki haft hamlandi áhrif á þitt líf, ef þú hefur ekki þurft að ala upp barn með hamlandi ADHD þá langar mig að biðja þig um að kynna þér málið ítarlega áður en þú tekur þátt í umræðunni. Þitt tjáningarfrelsi getur nefnilega haft niðurrífandi áhrif á stóran hóp viðkvæmra einstaklinga. Og að lokum skal ég lofa þér að greining og lyfjagjöf sem drengurinn minn hefur fengið mun ekki draga neitt úr hæfni hans eða dugnaði. Þvert á móti mun slíkt auðvelda litlu ofurhetjunni minni lífið á allan hátt. Með greiningu, lyfjagjöf og skilningi í samfélaginu fær barnið mitt vonandi að blómstra eins og öll börn eiga skilið að gera! Pistlahöfundur telur að hann muni mögulega uppskera óvinsældir vegna skrifanna. Þetta kallast innsæi og það er ágætt ráð að hlusta á slíkt. Endilega taktu þátt í umræðunni ef þú hefur áhuga á þessu málefni en fyrir alla muni …kynntu þér málefnið vel og vandlega þannig að þú sért ekki einungis að sjá þetta út frá eigin dugnaði… Höfundur er meistaranemi við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Björk Ástþórsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta var svona nánast það sem mátti lesa út úr pistli sem Friðrik Agni skrifaði um ADHD og greiningar. Það eiga auðvitað allir rétt á að tjá sínar skoðanir en svo búum við í samfélagi með viðkvæmum hópum og því skal aðgát höfð í nærveru sálar. Þegar Friðrik lýsir sínum týpíska degi finnst mér næstum eins og ég sé að lesa um sjálfa mig. Vaðandi úr einu í annað og endalaust að með mörg járn í eldinum. En ég er ekki með ADHD. Ég er bara venjuleg kona, ofurkona, ofurmamma og allt það eins og við allar erum. Það er flott að fólk sé duglegt og geti státað sig af því en að bera slíkan dugnað við raskanir sem einstaklingar glíma við er siðlaust í besta falli. Ef þú hefur ekki fengið ADHD greiningu, ef ADHD hefur ekki haft hamlandi áhrif á þitt líf, ef þú hefur ekki þurft að ala upp barn með hamlandi ADHD þá langar mig að biðja þig um að kynna þér málið ítarlega áður en þú tekur þátt í umræðunni. Þitt tjáningarfrelsi getur nefnilega haft niðurrífandi áhrif á stóran hóp viðkvæmra einstaklinga. Og að lokum skal ég lofa þér að greining og lyfjagjöf sem drengurinn minn hefur fengið mun ekki draga neitt úr hæfni hans eða dugnaði. Þvert á móti mun slíkt auðvelda litlu ofurhetjunni minni lífið á allan hátt. Með greiningu, lyfjagjöf og skilningi í samfélaginu fær barnið mitt vonandi að blómstra eins og öll börn eiga skilið að gera! Pistlahöfundur telur að hann muni mögulega uppskera óvinsældir vegna skrifanna. Þetta kallast innsæi og það er ágætt ráð að hlusta á slíkt. Endilega taktu þátt í umræðunni ef þú hefur áhuga á þessu málefni en fyrir alla muni …kynntu þér málefnið vel og vandlega þannig að þú sért ekki einungis að sjá þetta út frá eigin dugnaði… Höfundur er meistaranemi við Háskóla Íslands
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar