Sprautur og tölvuleikir í Laugardalshöll Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. apríl 2021 13:30 Níu þúsund manns hafa fengið boð í bólusetningu á miðvikudag. Vísir/Vilhelm Metvika verður í bólusetningum þessa vikuna þegar allt að níu þúsund manns fá sprautu á einum degi. Á sama tíma er von á ríflega sjö hundruð tölvuleikjaspilurum í Laugardalshöllina. Undirbúningur í Laugardalshöll er í fullum gangi enda hafa tæplega fimmtán þúsund manns fengið boð í bólusetningu þessa helgina. Um þrjú hundruð stólum hefur verið raðað skipulega upp í stóra sal hallarinnar en um fimmtíu starfsmenn frá heilsugæslunni, lögreglunni, slökkviliðinu og Öryggismiðstöðinni, svo dæmi séu tekin, koma að undirbúningnum. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Þetta er stærsta vikan hjá okkur hingað til þannig að það er mikill undirbúningur í gangi. Við höldum áfram að vera í Laugardalshöll og við munum bólusetja með Pfizer á þriðjudag og síðan með Astra Zeneca á miðvikudag og það verður stærsti dagurinn þar sem það hafa verið boðaðir hátt í níu þúsund manns,” segir Sigríður. Fólk á milli sextugs og sjötugs hefur fengið boð eftir helgi og fá þeir sem eru ekki með undirliggjandi sjúkdóma fá bóluefni Astra Zeneca og aðrir Pfizer. Bólusetningarnar hafa gengið nokkuð hratt fyrir sig en yngra fólk fékk bóluefni í síðustu viku. „Það voru þessir forgangshópar sem eru fjölmennir og við erum líka byrjuð að bólusetja yngstu hópana, þá sem eru með alvarlegustu sjúkdómana,” segir Sigríður. Bólusetningarnar voru færðar í stóra sal Laugardalshallarinnar vegna eins stærsta rafíþróttamóts heims sem verður haldið þar í maí og stendur yfir í um fjórar vikur. Víðir Reynisson hjá almannavörnum hefur verið í samskiptum við forsvarsmenn mótsins. „Þetta eru um 700-800 manns í heildina sem koma að þessu. Þetta er ansi stór hópur. Einhverjir af þessum einstaklingum eru bólusettir og aðrir fara í fimm daga sóttkví og ljúka henni áður en þeir hefja keppni í þessu. Eins og skipulagið er sett upp þá voru einu sem þurftu einhverjar undanþágur nokkrir starfsmenn sem koma á undan til að setja upp búnað og eru í svokallaðri vinnusóttkví. Þeir setja upp búnaðinn og eru síðan á hótelinu.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Rafíþróttir Bólusetningar Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Sjá meira
Undirbúningur í Laugardalshöll er í fullum gangi enda hafa tæplega fimmtán þúsund manns fengið boð í bólusetningu þessa helgina. Um þrjú hundruð stólum hefur verið raðað skipulega upp í stóra sal hallarinnar en um fimmtíu starfsmenn frá heilsugæslunni, lögreglunni, slökkviliðinu og Öryggismiðstöðinni, svo dæmi séu tekin, koma að undirbúningnum. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir undirbúninginn hafa gengið vel. „Þetta er stærsta vikan hjá okkur hingað til þannig að það er mikill undirbúningur í gangi. Við höldum áfram að vera í Laugardalshöll og við munum bólusetja með Pfizer á þriðjudag og síðan með Astra Zeneca á miðvikudag og það verður stærsti dagurinn þar sem það hafa verið boðaðir hátt í níu þúsund manns,” segir Sigríður. Fólk á milli sextugs og sjötugs hefur fengið boð eftir helgi og fá þeir sem eru ekki með undirliggjandi sjúkdóma fá bóluefni Astra Zeneca og aðrir Pfizer. Bólusetningarnar hafa gengið nokkuð hratt fyrir sig en yngra fólk fékk bóluefni í síðustu viku. „Það voru þessir forgangshópar sem eru fjölmennir og við erum líka byrjuð að bólusetja yngstu hópana, þá sem eru með alvarlegustu sjúkdómana,” segir Sigríður. Bólusetningarnar voru færðar í stóra sal Laugardalshallarinnar vegna eins stærsta rafíþróttamóts heims sem verður haldið þar í maí og stendur yfir í um fjórar vikur. Víðir Reynisson hjá almannavörnum hefur verið í samskiptum við forsvarsmenn mótsins. „Þetta eru um 700-800 manns í heildina sem koma að þessu. Þetta er ansi stór hópur. Einhverjir af þessum einstaklingum eru bólusettir og aðrir fara í fimm daga sóttkví og ljúka henni áður en þeir hefja keppni í þessu. Eins og skipulagið er sett upp þá voru einu sem þurftu einhverjar undanþágur nokkrir starfsmenn sem koma á undan til að setja upp búnað og eru í svokallaðri vinnusóttkví. Þeir setja upp búnaðinn og eru síðan á hótelinu.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Rafíþróttir Bólusetningar Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Sjá meira