Sebastian: Get ekki verið reiður því ég er svo sorgmæddur Smári Jökull Jónsson skrifar 25. apríl 2021 17:57 Sebastian var niðurbrotinn eftir tap Framara gegn ÍBV í dag. Vísir / Hulda Margrét Sebastian Alexandersson þjálfari Fram var hálf niðurbrotinn eftir tap hans manna gegn ÍBV í Safamýri í dag en Eyjamenn skoruðu sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir. „Í fyrsta lagi er höndin ekki einu sinni komin upp og þetta er bara slæm ákvarðanataka. Við erum að henda frá okkur sigri í dag, 10 sekúndur eftir og við erum búnir að tala um að láta þá ekki fá boltann aftur,“ sagði Sebastian en Fram var með boltann undir lokin en tapaður bolti færði ÍBV sigurmark á silfurfati. „Síðasta sóknin í fyrri hálfleik er líka svona. Miðað við hvernig við erum búnir að spila í vetur þá er þetta mér gjörsamlega óskiljanlegt hvað er að gerast í hausnum á leikmönnum. Við erum búnir að vera frekar agaðir í þessum stöðum og tökum núna tvo leiki í röð þar sem við missum boltann rétt fyrir hálfleik eða lok leiks þegar engin pressa er eða þörf á að flýta sér.“ „Ég því miður bara ekki svör við því af hverju þetta er að gerast.“ Fram tapaði mörgum boltum í dag, sextán boltum alls, og flestir þeirra komu á fyrstu 40 mínútum leiksins. „Flestir þeirra eru ekki undir pressu. Við þurfum að líta í eigin barm með þetta. Við erum búnir að halda takti í öllu þessu rugli í vetur en við virðumst ekki vera að gera það núna.“ ÍBV leiddi með tveimur mörkum í hálfleik en Fram mætti af krafti í síðari hálfleik og komust mest þremur mörkum yfir. „Við erum að skora nærri 30 mörk en auðvitað er vörnin okkar ekki þar sem hún hefur verið í vetur, smá ryð í okkur þar. Þetta snýst um smáatriði og við vorum að henda frá okkur smáatriðum í dag sem kosta okkur dýrmæt stig fyrir úrslitakeppnina.“ „Við töpuðum unnum leik í jafntefli gegn Stjörnunni. Heilt yfir höfum við spilað vel á síðustu mínútum leikja í vetur og í dag erum við að kasta frá okkur allavega einu stigi. Ég er hræddur um að þetta muni telja þegar upp er staðið, ég vona svo sannarlega ekki. Ég get ekki einu sinni verið reiður því ég er svo sorgmæddur,“ sagði Sebastian. Hann bætti við að Fram myndi ekki óska eftir frestun leikja þó Vilhelm Poulsen og Rógvi Christiansen hafi verið kallaðir í færeyska landsliðshópinn sem á leiki framundan. „Við ætlum bara að spila, við græðum ekkert á því að fresta.“ ÍBV Fram Íslenski handboltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Fótbolti Fleiri fréttir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Sjá meira
„Í fyrsta lagi er höndin ekki einu sinni komin upp og þetta er bara slæm ákvarðanataka. Við erum að henda frá okkur sigri í dag, 10 sekúndur eftir og við erum búnir að tala um að láta þá ekki fá boltann aftur,“ sagði Sebastian en Fram var með boltann undir lokin en tapaður bolti færði ÍBV sigurmark á silfurfati. „Síðasta sóknin í fyrri hálfleik er líka svona. Miðað við hvernig við erum búnir að spila í vetur þá er þetta mér gjörsamlega óskiljanlegt hvað er að gerast í hausnum á leikmönnum. Við erum búnir að vera frekar agaðir í þessum stöðum og tökum núna tvo leiki í röð þar sem við missum boltann rétt fyrir hálfleik eða lok leiks þegar engin pressa er eða þörf á að flýta sér.“ „Ég því miður bara ekki svör við því af hverju þetta er að gerast.“ Fram tapaði mörgum boltum í dag, sextán boltum alls, og flestir þeirra komu á fyrstu 40 mínútum leiksins. „Flestir þeirra eru ekki undir pressu. Við þurfum að líta í eigin barm með þetta. Við erum búnir að halda takti í öllu þessu rugli í vetur en við virðumst ekki vera að gera það núna.“ ÍBV leiddi með tveimur mörkum í hálfleik en Fram mætti af krafti í síðari hálfleik og komust mest þremur mörkum yfir. „Við erum að skora nærri 30 mörk en auðvitað er vörnin okkar ekki þar sem hún hefur verið í vetur, smá ryð í okkur þar. Þetta snýst um smáatriði og við vorum að henda frá okkur smáatriðum í dag sem kosta okkur dýrmæt stig fyrir úrslitakeppnina.“ „Við töpuðum unnum leik í jafntefli gegn Stjörnunni. Heilt yfir höfum við spilað vel á síðustu mínútum leikja í vetur og í dag erum við að kasta frá okkur allavega einu stigi. Ég er hræddur um að þetta muni telja þegar upp er staðið, ég vona svo sannarlega ekki. Ég get ekki einu sinni verið reiður því ég er svo sorgmæddur,“ sagði Sebastian. Hann bætti við að Fram myndi ekki óska eftir frestun leikja þó Vilhelm Poulsen og Rógvi Christiansen hafi verið kallaðir í færeyska landsliðshópinn sem á leiki framundan. „Við ætlum bara að spila, við græðum ekkert á því að fresta.“
ÍBV Fram Íslenski handboltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Fótbolti Fleiri fréttir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Sjá meira