Lokakaflinn í leik Fram og ÍBV: „Hvað ertu að gera Toggi?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2021 15:30 Eyjamenn fagna sigurmarki sínu í Safmýrinni á sunnudaginn. Stöð 2 Sport Eyjamenn unnu dramatískan sigur á Fram í Safarmýrinni í Olís deild karla í handbolta um helgina og það var full ástæða fyrir Seinni bylgjuna að skoða betur síðustu sóknir þessa æsispennandi leiks. ÍBV vann leikinn 30-29 en Framarar voru með boltann þegar innan við tíu sekúndur voru eftir af leiknum. „Við verðum að kíkja aðeins á þennan lokakafla því hann var æðislegur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni Bylgjunnar áður en hann og sérfræðingarnir skoðuðu hvernig Frömurum tókst að glutra frá sér báðum stigunum á móti ÍBV. Henry Birgir lýsti lokasóknum leiksins en Fram komst í 29-28 með marki Þorgríms Smára Ólafssonar áður en Kári Kristján Kristjánsson jafnaði metin í 29-29. „Framarar tóku leikhlé og stilltu upp í lokasókn. Hér sjáum við þessa lokasókn hjá þeim,“ sagði Henry Birgir. Þorgrímur Smári Ólafsson reyndi þá línusendingu en beint á Eyjamann. „Hvað ertu að gera Toggi? Hörmuleg sending. Dagur fljótur að hugsa og Hákon mættur fram og tryggir þeim sigurinn. Skorar þegar einhverjar tvær sekúndur eru eftir og ÍBV vinnur,“ sagði Henry Birgir en það má sjá lokakaflann hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokakaflinn í leik Fram og ÍBV „Þessi lokasókn hjá Frömurum. Hver vill byrja? Þetta var vel gert,“ sagði Henry Birgir og beindi orðum sínum til sérfræðinganna Bjarna Fritzsonar og Einars Andra Einarssonar. „Þetta er svona gamalt sjötta flokks kerfi sem er rosalega mikið spilað. Er það ekki rétt hjá mér?,“ spurði Bjarni Einar Andra og fékk já við því. „Framarar hafa gert þetta mjög vel. Þetta er svona vörnin gleymir sér aðeins. Þetta er bara lesið og ÍBV gerir þetta vel. Ef að það er eitthvað sem má ekki gerast þá er að taka 50-50 sendingu þegar tíminn er ekki búinn. Þú vilt alltaf klára þannig að tíminn klárist," sagði Bjarni. „Þetta er ekki 50-50 sending þetta er 30-70 sending,“ sagði Henry Birgir. „Þetta var óheppilegt, sérstaklega af því að Toggi var búinn að vera frábær á þessum lokakafla. Hann á mikið hrós fyrir þegar hann kemur aftur inn á í lokin og setur rosalega góð mörk. Mér finnst hann mega spila meira því hann er besti leikmaðurinn i þessu liði," sagði Bjarni. „Hann var búinn að vera að draga vagninn og gera þessa hluti. Það er leiðinlegt fyrir hann að lenda í því að tapa þessum bolta. Hann á auðvitað að vera skynsamari," sagði Bjarni. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Seinni bylgjan Fram ÍBV Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
ÍBV vann leikinn 30-29 en Framarar voru með boltann þegar innan við tíu sekúndur voru eftir af leiknum. „Við verðum að kíkja aðeins á þennan lokakafla því hann var æðislegur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni Bylgjunnar áður en hann og sérfræðingarnir skoðuðu hvernig Frömurum tókst að glutra frá sér báðum stigunum á móti ÍBV. Henry Birgir lýsti lokasóknum leiksins en Fram komst í 29-28 með marki Þorgríms Smára Ólafssonar áður en Kári Kristján Kristjánsson jafnaði metin í 29-29. „Framarar tóku leikhlé og stilltu upp í lokasókn. Hér sjáum við þessa lokasókn hjá þeim,“ sagði Henry Birgir. Þorgrímur Smári Ólafsson reyndi þá línusendingu en beint á Eyjamann. „Hvað ertu að gera Toggi? Hörmuleg sending. Dagur fljótur að hugsa og Hákon mættur fram og tryggir þeim sigurinn. Skorar þegar einhverjar tvær sekúndur eru eftir og ÍBV vinnur,“ sagði Henry Birgir en það má sjá lokakaflann hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokakaflinn í leik Fram og ÍBV „Þessi lokasókn hjá Frömurum. Hver vill byrja? Þetta var vel gert,“ sagði Henry Birgir og beindi orðum sínum til sérfræðinganna Bjarna Fritzsonar og Einars Andra Einarssonar. „Þetta er svona gamalt sjötta flokks kerfi sem er rosalega mikið spilað. Er það ekki rétt hjá mér?,“ spurði Bjarni Einar Andra og fékk já við því. „Framarar hafa gert þetta mjög vel. Þetta er svona vörnin gleymir sér aðeins. Þetta er bara lesið og ÍBV gerir þetta vel. Ef að það er eitthvað sem má ekki gerast þá er að taka 50-50 sendingu þegar tíminn er ekki búinn. Þú vilt alltaf klára þannig að tíminn klárist," sagði Bjarni. „Þetta er ekki 50-50 sending þetta er 30-70 sending,“ sagði Henry Birgir. „Þetta var óheppilegt, sérstaklega af því að Toggi var búinn að vera frábær á þessum lokakafla. Hann á mikið hrós fyrir þegar hann kemur aftur inn á í lokin og setur rosalega góð mörk. Mér finnst hann mega spila meira því hann er besti leikmaðurinn i þessu liði," sagði Bjarni. „Hann var búinn að vera að draga vagninn og gera þessa hluti. Það er leiðinlegt fyrir hann að lenda í því að tapa þessum bolta. Hann á auðvitað að vera skynsamari," sagði Bjarni. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Fram ÍBV Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira