Breiðablik lenti ekki í neinum vandræðum með Selfoss á heimavelli en toppliðið vann að endingu 107-79 sigur.
Á sama tíma töpuðu Hamarsmenn úr Hveragerði fyrir Vestra á útivelli, 97-82, og því er forysta Blika nú fjögur stig.
Sindri lagði Álftanes 104-94 í Forsetahöllinni og rúllaði yfir Hrunamenn, 94-58.
Breiðablik er á toppnum eftir fjórtán leiki með 22 stig en Hamar, Sindri og Álftanes raða sér í næstu sæti með átján.
Álftanes hefur þó leikið fimmtán leiki en hin þrjú liðin fjórtán. Leika liðin sextán leiki í deildarkeppninni og fer efsta liðið beint upp.
Lið tvö til fimm fara svo í úrslitakeppni um annað lausa sætið í Domino's deild karla á næstu leiktíð.