Innlent

Tófa blandar sér í hóp hinna meintu fávita

Jakob Bjarnar skrifar
Í morgun skottaðist tófa fram hjá vefmyndavél Ríkisútvarpsins eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Í morgun skottaðist tófa fram hjá vefmyndavél Ríkisútvarpsins eins og ekkert væri sjálfsagðara. skjáskot

Mannfólkið er sannarlega ekki það eina sem hefur áhuga á gosinu í Geldingadölum.

Þeir sem voru að virða fyrir sér gosið í vefmyndavél Ríkisútvarpsins í morgun ráku upp stór augu þegar þeir sáu vel haldna tófu birtast á skjánum. Þetta var um klukkan 08:40 í morgun. Hún skottaðist fram hjá myndavélinni eins og ekkert væri sjálfsagðara, lét sér hvergi bregða og virti engar lokanir.

Klippa: Refur í Geldingadölum

Facebook-hópurinn „Fávitavarpið í Geldingahrauni“, sem gengur út á að hæðast að þeim sem álpast fyrir myndavélina og glenna sig jafnvel þar, var að sjálfsögðu á vaktinni. En tófan hefur sloppið að mestu við að vera dregin sundur og saman í nöpru háði. Þar hefur myndbrotið verið birt og sparar fólk sig í skömmun. Einn þar segir reyndar að rétt sé að panta refaskyttu á staðinn en önnur segir að þarna sé „sætasti fávitinn“ mættur.

Enn meðlimur í hópnum vekur máls sá því að tófan sé feit og pattaraleg og greinilegt að nóg sé af æti fyrir hana á Reykjanesi. Þá telur einn, sem birtir mynd af Steingrími J. Sigfússyni, þingmanni og jarðfræðingi af Melrakkastéttu með, að forseti Alþingis hljóti að hafa týnt gæludýrinu sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×