Þorlákshöfn líklega áfram í hæga gírnum út vikuna Sunna Sæmundsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 27. apríl 2021 15:19 Þó nokkrir hafa greinst smitaðir á Þorlákshöfn og er búist við því að þeim muni fjölga. Vísir/Vilhelm Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir útlit fyrir að Þorlákshöfn verði í „hægum gír“ út vikuna. Að starfsemi sveitarfélagsins verði líklegast ekki eðlileg fyrr en í næstu viku. Það er að grunnskóli Þorlákshafnar verði áfram lokaður, bókasafn lokað, engar æfingar og þjónusta leikskólans áfram takmörkuð. Nokkrir hafa greinst smitaðir af Covid-19 í bænum undanfarna daga og minnst sjö utan sóttkvíar í gær og í fyrradag. Starfsmaður leikskólans hefur greinst smitaður og búist er við að nemendur grunnskólans hafi smitast. Þegar rætt var við Elliða í dag sagði hann það talið nánast öruggt að nemendur í grunnskólanum hafi smitast af Covid-19. Varðandi leikskólann hafi nemendur ekki greinst en starfsmaður hafi þó greinst smitaður. Hann sagði að skimun í dag myndi leiða í ljós hvort fara þurfi í frekari skimanir í báðum skólunum og seinna meir, mögulega í umfangsmeiri skimun í bænum. Það sé ekki hægt að útiloka það. Elliði segir að á viðbragðsfundi í dag hafi þeir sem stýri aðgerðum á Suðurlandi hafi lýst yfir ánægju með viðbrögðum bæjaryfirvalda. Þau hafi tekið þetta skrefinu lengra með því að loka ekki bara grunnskólanum heldur hægja á annarri starfsemi í Þorlákshöfn. Sjá einnig: „Þetta er orðið umtalsvert viðameira en það var í gær“ Elliði segist ekki hafa heyrt af alvarlegum veikindum en hann hafi áhyggjur af ástandinu. „Við erum öll búin að glíma við þetta ástand það lengi. Við erum komin með þessa reynslu og vitum að það þarf að taka ástandinu alvarlega,“ sagði Elliði í samtali við fréttastofu. Hann sagðist þakklátur við það hvað íbúar væru tilbúnir til að taka þátt í þessu verkefni sem takast þyrfti á við. „Ef ég nefni til að mynda leikskólann. Af því að foreldrar bregðast svo vel við og halda börnum sínum heima ef þau hafa tök á því, þá getum við verið með lágmarksmönnun og tekið til dæmis á móti börnum viðbragðsaðila. Börnum hjúkrunfræðinga, lækna, slökkviliðsmanna og fleira. Þetta vinnst vel á meðan allir taka þátt,“ sagði Elliði. Fréttin hefur verið uppfærð. Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Það er að grunnskóli Þorlákshafnar verði áfram lokaður, bókasafn lokað, engar æfingar og þjónusta leikskólans áfram takmörkuð. Nokkrir hafa greinst smitaðir af Covid-19 í bænum undanfarna daga og minnst sjö utan sóttkvíar í gær og í fyrradag. Starfsmaður leikskólans hefur greinst smitaður og búist er við að nemendur grunnskólans hafi smitast. Þegar rætt var við Elliða í dag sagði hann það talið nánast öruggt að nemendur í grunnskólanum hafi smitast af Covid-19. Varðandi leikskólann hafi nemendur ekki greinst en starfsmaður hafi þó greinst smitaður. Hann sagði að skimun í dag myndi leiða í ljós hvort fara þurfi í frekari skimanir í báðum skólunum og seinna meir, mögulega í umfangsmeiri skimun í bænum. Það sé ekki hægt að útiloka það. Elliði segir að á viðbragðsfundi í dag hafi þeir sem stýri aðgerðum á Suðurlandi hafi lýst yfir ánægju með viðbrögðum bæjaryfirvalda. Þau hafi tekið þetta skrefinu lengra með því að loka ekki bara grunnskólanum heldur hægja á annarri starfsemi í Þorlákshöfn. Sjá einnig: „Þetta er orðið umtalsvert viðameira en það var í gær“ Elliði segist ekki hafa heyrt af alvarlegum veikindum en hann hafi áhyggjur af ástandinu. „Við erum öll búin að glíma við þetta ástand það lengi. Við erum komin með þessa reynslu og vitum að það þarf að taka ástandinu alvarlega,“ sagði Elliði í samtali við fréttastofu. Hann sagðist þakklátur við það hvað íbúar væru tilbúnir til að taka þátt í þessu verkefni sem takast þyrfti á við. „Ef ég nefni til að mynda leikskólann. Af því að foreldrar bregðast svo vel við og halda börnum sínum heima ef þau hafa tök á því, þá getum við verið með lágmarksmönnun og tekið til dæmis á móti börnum viðbragðsaðila. Börnum hjúkrunfræðinga, lækna, slökkviliðsmanna og fleira. Þetta vinnst vel á meðan allir taka þátt,“ sagði Elliði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent