Frelsi fjölmiðla Guðmundur Andri Thorsson skrifar 29. apríl 2021 13:44 Einhver mikilvægasta auðlind í hverju lýðræðissamfélagi eru frjálsir fjölmiðlar þar sem fagleg og gagnrýnin umfjöllun veitir valdamönnum aðhald og heldur almenningi upplýstum. Frjáls fjölmiðlun snýst ekki um eignarhald eins og oft er látið að liggja – heldur frelsi starfsfólks undan afskiptum eigenda eða pólitískra fulltrúa. Frjáls fjölmiðlun snýst um trúnað við siðareglur og vinnulag – og trúnað við almenning sem á heimtingu á því að fá að móta sér skoðanir á grundvelli upplýsinga og staðreynda frekar en að vera mataður á tröllasögum og áróðri hagsmunaaðila. Til allrar hamingju eru enn að störfum slíkir fjölmiðlar í landinu. Ríkisútvarpið er þar á meðal. Það er og á að vera frjáls fjölmiðill í þjónustu einskis nema eiganda síns, sem er íslenska þjóðin. Fyrirmyndar-dæmi um góða og faglega fréttamennsku var í nóvembermánuði 2019 þegar upplýsingar komu fram í fréttaþættinum Kveik í Ríkisútvarpinu um starfshætti fyrirtækisins Samherja í Namibíu. Í kjölfarið hófst sakamálarannsókn sem enn stendur þar sem menn eru með réttarstöðu grunaðra. Varnir forsvarsmanna Samherja hafa ekki falist í því að hrekja það efnislega sem kom fram í þessum þáttum heldur hinu að sverta heimildamenn og veitast að fréttamönnum sem efnið unnu, með kærumálum til siðanefndar og dreifingu á áróðursmyndböndum þar sem sérstaklega er vegið að Helga Seljan, fréttamanninum sem bar hitann og þungann af þessari þáttagerð. Forsvarsmenn Samherja neita að eiga orðastað við Ríkisútvarpið. Þeir neita að svara efnislegum spurningum með öðru en myndböndum um illt innræti Helga Seljan. Þeir halda því þráfaldlega fram að hjá Ríkisútvarpið og starfsfólk þess láti stjórnast af illum hug í garð Samherja, rétt eins og RÚV hafi í sjálfu sér einhverjar skoðanir eða tilfinningar gagnvart fyrirtækjum útí bæ. Ekki fer á milli mála að ætlun forsvarsmanna Samherja er að hræða fréttamenn frá því að sinna vinnu sinni, enda virðast þeir telja sig hafna yfir óháða umfjöllun frjálsra fjölmiðla. Á dögunum spurði ég í fyrirspurnartíma á Alþingi Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um afstöðu hennar til þessara árása forsvarsmanna Samherja á fréttamenn RÚV. Í máli hennar kom fram eindreginn stuðningur við fréttamenn og stofnunina. Það er mjög mikilvægt að starfsfólk RÚV fái slík skilaboð frá æðsta yfirmanni stofnunarinnar og líka forsvarsmenn Samherja, sem hafa líka ráðist í miklar hefndaraðgerðir gagnvart starfsfólki Seðlabankans vegna rannsókna þeirrar stofnunar á meintum gjaldeyrisbrotum Samherja í Hruninu. Viðbrögð annarra ráðherra hafa því miður ekki verið jafn eindregin og hjá Lilju. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherravar í sama fyrirspurnartíma spurð um afstöðu sína gagnvart orðum Seðlabankastjóra um framgöngu forsvarsmanna Samherja og svaraði með býsna almennum orðum um hagsmunaverði og hagsmunavörslu um leið og hún nefndi að Seðlabankastjóri hefði betur nefnt einhver dæmi máli sínu til stuðnings. Þau dæmi eru kunn flestum þeim sem á annað borð fylgjast með þjóðmálum. Að sjálfsögðu þarf forsætisráðherra landsins að stíga varlega til jarðar þegar rætt er um sakamál sem enn eru í rannsókn. En óneitanlega mætti það fólk sem sinnir eftirlitsskyldum fyrir samfélagið – í fjölmiðlum og fjármálaeftirliti – finna eindregnari stuðning á æðstu stöðum þegar að því er sótt af slíku offorsi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Samherjaskjölin Alþingi Samherji og Seðlabankinn Guðmundur Andri Thorsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Einhver mikilvægasta auðlind í hverju lýðræðissamfélagi eru frjálsir fjölmiðlar þar sem fagleg og gagnrýnin umfjöllun veitir valdamönnum aðhald og heldur almenningi upplýstum. Frjáls fjölmiðlun snýst ekki um eignarhald eins og oft er látið að liggja – heldur frelsi starfsfólks undan afskiptum eigenda eða pólitískra fulltrúa. Frjáls fjölmiðlun snýst um trúnað við siðareglur og vinnulag – og trúnað við almenning sem á heimtingu á því að fá að móta sér skoðanir á grundvelli upplýsinga og staðreynda frekar en að vera mataður á tröllasögum og áróðri hagsmunaaðila. Til allrar hamingju eru enn að störfum slíkir fjölmiðlar í landinu. Ríkisútvarpið er þar á meðal. Það er og á að vera frjáls fjölmiðill í þjónustu einskis nema eiganda síns, sem er íslenska þjóðin. Fyrirmyndar-dæmi um góða og faglega fréttamennsku var í nóvembermánuði 2019 þegar upplýsingar komu fram í fréttaþættinum Kveik í Ríkisútvarpinu um starfshætti fyrirtækisins Samherja í Namibíu. Í kjölfarið hófst sakamálarannsókn sem enn stendur þar sem menn eru með réttarstöðu grunaðra. Varnir forsvarsmanna Samherja hafa ekki falist í því að hrekja það efnislega sem kom fram í þessum þáttum heldur hinu að sverta heimildamenn og veitast að fréttamönnum sem efnið unnu, með kærumálum til siðanefndar og dreifingu á áróðursmyndböndum þar sem sérstaklega er vegið að Helga Seljan, fréttamanninum sem bar hitann og þungann af þessari þáttagerð. Forsvarsmenn Samherja neita að eiga orðastað við Ríkisútvarpið. Þeir neita að svara efnislegum spurningum með öðru en myndböndum um illt innræti Helga Seljan. Þeir halda því þráfaldlega fram að hjá Ríkisútvarpið og starfsfólk þess láti stjórnast af illum hug í garð Samherja, rétt eins og RÚV hafi í sjálfu sér einhverjar skoðanir eða tilfinningar gagnvart fyrirtækjum útí bæ. Ekki fer á milli mála að ætlun forsvarsmanna Samherja er að hræða fréttamenn frá því að sinna vinnu sinni, enda virðast þeir telja sig hafna yfir óháða umfjöllun frjálsra fjölmiðla. Á dögunum spurði ég í fyrirspurnartíma á Alþingi Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um afstöðu hennar til þessara árása forsvarsmanna Samherja á fréttamenn RÚV. Í máli hennar kom fram eindreginn stuðningur við fréttamenn og stofnunina. Það er mjög mikilvægt að starfsfólk RÚV fái slík skilaboð frá æðsta yfirmanni stofnunarinnar og líka forsvarsmenn Samherja, sem hafa líka ráðist í miklar hefndaraðgerðir gagnvart starfsfólki Seðlabankans vegna rannsókna þeirrar stofnunar á meintum gjaldeyrisbrotum Samherja í Hruninu. Viðbrögð annarra ráðherra hafa því miður ekki verið jafn eindregin og hjá Lilju. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherravar í sama fyrirspurnartíma spurð um afstöðu sína gagnvart orðum Seðlabankastjóra um framgöngu forsvarsmanna Samherja og svaraði með býsna almennum orðum um hagsmunaverði og hagsmunavörslu um leið og hún nefndi að Seðlabankastjóri hefði betur nefnt einhver dæmi máli sínu til stuðnings. Þau dæmi eru kunn flestum þeim sem á annað borð fylgjast með þjóðmálum. Að sjálfsögðu þarf forsætisráðherra landsins að stíga varlega til jarðar þegar rætt er um sakamál sem enn eru í rannsókn. En óneitanlega mætti það fólk sem sinnir eftirlitsskyldum fyrir samfélagið – í fjölmiðlum og fjármálaeftirliti – finna eindregnari stuðning á æðstu stöðum þegar að því er sótt af slíku offorsi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun