Seðlabankastjóri vildi ekki ræða áhrif hagsmunahópa Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2021 19:43 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, afþakkaði boð um að koma fyrir þingnefnd til að ræða nýleg ummæli um áhrif hagsmunahópa á Íslandi. Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, baðst undan því að mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis til að ræða ummæli hans í nýlegu viðtali um áhrif hagsmunahópa í íslensku samfélagi. Fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni segir Ásgeir ekki hafa talið sig réttan manninn til að ræða málið. Ummæli Ásgeirs sem féllu í viðtali við Stundina á dögunum vöktu töluverða athygli. Þar sagði hann meðal annars að Íslandi væri að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og að meiriháttar mál væri að lenda uppi á kant við þá. Þetta sagði seðlabankastjóri í samhengi við gagnrýni sína á hvernig útgerðarfyrirtækið Samherji hefur ráðist á að starfsfólki bankans undanfarið. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir að hann hafi óskað eftir því að Ásgeir kæmi fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndina til þess að ræða orð hans um áhrif hagsmunahópa á Íslandi. „Því miður þekktist Seðlabankastjóri ekki boðið, hann telur sig ekki réttan aðila til að leggja mat á þessi mál með nefndinni. Ég virði þá afstöðu,“ skrifaði Kolbeinn í færslu á Facebook-síðu sína í dag. Birti Kolbeinn hluta af svari Seðlabankans við óskinni um að bankastjórinn kæmi fyrir nefndina. „Efni viðtalsins beindist einkum að því að vekja athygli á að margvíslegir hagsmunahópar eru fyrirferðarmiklir í íslensku þjóðlífi og hafa áhrif á stefnumótun, stefnu og löggjöf, til að mynda hagsmunasamtök launþega, vinnuveitenda, atvinnurekenda, lífeyrissjóðir og fleiri,“ sagði í svari bankans. Seðlabankinn Alþingi Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Ummæli Ásgeirs sem féllu í viðtali við Stundina á dögunum vöktu töluverða athygli. Þar sagði hann meðal annars að Íslandi væri að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og að meiriháttar mál væri að lenda uppi á kant við þá. Þetta sagði seðlabankastjóri í samhengi við gagnrýni sína á hvernig útgerðarfyrirtækið Samherji hefur ráðist á að starfsfólki bankans undanfarið. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir að hann hafi óskað eftir því að Ásgeir kæmi fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndina til þess að ræða orð hans um áhrif hagsmunahópa á Íslandi. „Því miður þekktist Seðlabankastjóri ekki boðið, hann telur sig ekki réttan aðila til að leggja mat á þessi mál með nefndinni. Ég virði þá afstöðu,“ skrifaði Kolbeinn í færslu á Facebook-síðu sína í dag. Birti Kolbeinn hluta af svari Seðlabankans við óskinni um að bankastjórinn kæmi fyrir nefndina. „Efni viðtalsins beindist einkum að því að vekja athygli á að margvíslegir hagsmunahópar eru fyrirferðarmiklir í íslensku þjóðlífi og hafa áhrif á stefnumótun, stefnu og löggjöf, til að mynda hagsmunasamtök launþega, vinnuveitenda, atvinnurekenda, lífeyrissjóðir og fleiri,“ sagði í svari bankans.
Seðlabankinn Alþingi Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira