Mikilvægi bandarískra ferðamanna Björn Berg Gunnarsson skrifar 30. apríl 2021 08:01 Bandaríkin eru sennilega okkar mikilvægasta viðskiptaþjóð hvað ferðaþjónustu og þar með gjaldeyrisöflun varðar. Það eru því kærkomnar fréttir hve ljómandi vel bólusetningar þar í landi virðast ganga, en yfir helmingur allra fullorðinna Bandaríkjamanna hefur nú fengið í það minnsta eina gusu af bóluefni gegn COVID-19. Nemur það ríflega fimmtungi allra þeirra sem bólusettir hafa verið gegn veirunni á heimsvísu. Standist áætlanir þar í landi um að öllum fullorðnum hafi boðist bólusetning fyrir lok júnímánaðar má því búast við að ferðaþyrst þjóðin sé þegar farin að líta í kringum sig. Af leitarvélagögnum að dæma hefur áhugi á Íslandi aukist til muna undanfarnar vikur og samkvæmt könnun Íslandsstofu var hlutfall Bandaríkjamanna sem líklegt taldi að landið yrði sótt heim innan sex mánaða mun hærra en meðal annarra þjóðerna sem spurð voru. Dýrmætir gestir Í aðdraganda kórónuveirufaraldursins hafði hlutfall Bandaríkjamanna hækkað umtalsvert meðal ferðamanna hér á landi. Árið 2011 voru þeir 11% gesta okkar en hlutfallið náði 30% árið 2018. Þarlendir ferðamenn dvöldu þá að meðaltali 17% skemur hér á landi en ferðamenn almennt en voru hins vegar duglegir að taka upp veskið en einungis Kínverjar eyddu hér hærri fjárhæðum dag hvern meðan á dvöl þeirra stóð. Nam eyðsla þeirra 45.000 krónum daglega á verðlagi dagsins í dag, samanborið við 30.000 króna útgjöld Frakka og Þjóðverja svo dæmi séu tekin. Þrátt fyrir að eyða hér miklu hafa Bandaríkjamenn virst nokkuð sáttir við verðlagið hér á landi og voru til að mynda allra þjóða ánægðastir með virði ferðar sinnar og verðlag þegar slíkt var kannað árið 2016. Góður gangur í bólusetningum vestanhafs og áhugi þarlendis á Íslandi samhliða því að vonandi fer að rofa til í samkomutakmörkunum hérlendis eru kærkomin tíðindi. Bandarískir ferðamenn hafa ekki einungis verið duglegir að sækja okkur heim heldur eru tekjur af hverjum og einum þeirra umtalsverðar. Því er til mikils að vinna gangi vel að selja þeim ferðir hingað til lands á næstu mánuðum, eins og heyrst hefur frá ferðaþjónustuaðilum að undanförnu. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Bandaríkin eru sennilega okkar mikilvægasta viðskiptaþjóð hvað ferðaþjónustu og þar með gjaldeyrisöflun varðar. Það eru því kærkomnar fréttir hve ljómandi vel bólusetningar þar í landi virðast ganga, en yfir helmingur allra fullorðinna Bandaríkjamanna hefur nú fengið í það minnsta eina gusu af bóluefni gegn COVID-19. Nemur það ríflega fimmtungi allra þeirra sem bólusettir hafa verið gegn veirunni á heimsvísu. Standist áætlanir þar í landi um að öllum fullorðnum hafi boðist bólusetning fyrir lok júnímánaðar má því búast við að ferðaþyrst þjóðin sé þegar farin að líta í kringum sig. Af leitarvélagögnum að dæma hefur áhugi á Íslandi aukist til muna undanfarnar vikur og samkvæmt könnun Íslandsstofu var hlutfall Bandaríkjamanna sem líklegt taldi að landið yrði sótt heim innan sex mánaða mun hærra en meðal annarra þjóðerna sem spurð voru. Dýrmætir gestir Í aðdraganda kórónuveirufaraldursins hafði hlutfall Bandaríkjamanna hækkað umtalsvert meðal ferðamanna hér á landi. Árið 2011 voru þeir 11% gesta okkar en hlutfallið náði 30% árið 2018. Þarlendir ferðamenn dvöldu þá að meðaltali 17% skemur hér á landi en ferðamenn almennt en voru hins vegar duglegir að taka upp veskið en einungis Kínverjar eyddu hér hærri fjárhæðum dag hvern meðan á dvöl þeirra stóð. Nam eyðsla þeirra 45.000 krónum daglega á verðlagi dagsins í dag, samanborið við 30.000 króna útgjöld Frakka og Þjóðverja svo dæmi séu tekin. Þrátt fyrir að eyða hér miklu hafa Bandaríkjamenn virst nokkuð sáttir við verðlagið hér á landi og voru til að mynda allra þjóða ánægðastir með virði ferðar sinnar og verðlag þegar slíkt var kannað árið 2016. Góður gangur í bólusetningum vestanhafs og áhugi þarlendis á Íslandi samhliða því að vonandi fer að rofa til í samkomutakmörkunum hérlendis eru kærkomin tíðindi. Bandarískir ferðamenn hafa ekki einungis verið duglegir að sækja okkur heim heldur eru tekjur af hverjum og einum þeirra umtalsverðar. Því er til mikils að vinna gangi vel að selja þeim ferðir hingað til lands á næstu mánuðum, eins og heyrst hefur frá ferðaþjónustuaðilum að undanförnu. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun