Sigurborg hættir í borgarstjórn vegna veikinda Sylvía Hall skrifar 1. maí 2021 07:51 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Hún hyggst nú hætta í borgarstjórn sökum veikinda. Mynd/Aðsend Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs, hyggst hætta í borgarstjórn vegna veikinda. Hún er þessa stundina í gigtarrannsóknum en engin niðurstaða hefur fengist varðandi veikindi hennar enn sem komið er. Frá þessu greinir Sigurborg í viðtali við Fréttablaðið. Hún segir ákvörðunina eina þá erfiðustu sem hún hefur tekið um ævina, enda brenni hún fyrir starfi sínu og hefur ástríðu fyrir skipulagsmálum. Undanfarin ár hefur hún vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í skipulagsmálum og talað fyrir breyttum samgönguvenjum á höfuðborgarsvæðinu. Sigurborg segir hægara sagt en gert að yfirgefa stöðu sína sem kjörinn fulltrúi þegar ástríðan liggur þar. Hún hafi farið í veikindaleyfi síðasta vor og síðan aftur í nóvember, en passað að skipuleggja sig vel og vera sýnileg svo fólk vissi ekki að hún væri í leyfi. „Ég skipulagði mig þannig að ég skrifaði greinar og birti hluti á meðan ég var í veikindaleyfi. Ég vildi ekki að fólk héldi að ég væri í veikindaleyfi og gerði allt til að fela það. Ég vildi sýnast vera nógu sterk,“ segir Sigurborg í samtali við Fréttablaðið. Álag í starfi ýtir undir veikindin Að sögn Sigurborgar hefur mikið álag í starfi hennar í borgarstjórn gert veikindin erfiðari en ella og í nóvember síðastliðnum hafi hún verið búin með alla orku. Á þeim tíma var hún hætt að geta staðið í lappirnar. „Ég var að vinna frá morgni til kvölds, dag eftir dag eftir dag, viku eftir viku. Þú færð ekkert frí um helgar eða á sumrin. Það er ekki þannig,“ segir Sigurborg um líf borgarfulltrúans. Þar sem hennar áherslumál, samgöngumálin, séu jafnan hitamál í þjóðfélagsumræðunni hafi hún þurft að þola áreiti bæði í formi skilaboða og ókvæðisorða úti á götu. Hún segir starfsumhverfið oft erfiðara fyrir konur og að þær lendi meira í því að lítið sé gert úr þeim og þeirra málflutningi. Þá sé meira álag í borgarstjórn eftir að borgarfulltrúum var fjölgað árið 2018. „Ég upplifi í borgarstjórninni sjálfri að það sé meira um ómálefnalega gagnrýni og það er oft mikið um heift og reiði sem eru kannski ekki beint eðlileg samskipti.“ Borgarstjórn Píratar Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Frá þessu greinir Sigurborg í viðtali við Fréttablaðið. Hún segir ákvörðunina eina þá erfiðustu sem hún hefur tekið um ævina, enda brenni hún fyrir starfi sínu og hefur ástríðu fyrir skipulagsmálum. Undanfarin ár hefur hún vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í skipulagsmálum og talað fyrir breyttum samgönguvenjum á höfuðborgarsvæðinu. Sigurborg segir hægara sagt en gert að yfirgefa stöðu sína sem kjörinn fulltrúi þegar ástríðan liggur þar. Hún hafi farið í veikindaleyfi síðasta vor og síðan aftur í nóvember, en passað að skipuleggja sig vel og vera sýnileg svo fólk vissi ekki að hún væri í leyfi. „Ég skipulagði mig þannig að ég skrifaði greinar og birti hluti á meðan ég var í veikindaleyfi. Ég vildi ekki að fólk héldi að ég væri í veikindaleyfi og gerði allt til að fela það. Ég vildi sýnast vera nógu sterk,“ segir Sigurborg í samtali við Fréttablaðið. Álag í starfi ýtir undir veikindin Að sögn Sigurborgar hefur mikið álag í starfi hennar í borgarstjórn gert veikindin erfiðari en ella og í nóvember síðastliðnum hafi hún verið búin með alla orku. Á þeim tíma var hún hætt að geta staðið í lappirnar. „Ég var að vinna frá morgni til kvölds, dag eftir dag eftir dag, viku eftir viku. Þú færð ekkert frí um helgar eða á sumrin. Það er ekki þannig,“ segir Sigurborg um líf borgarfulltrúans. Þar sem hennar áherslumál, samgöngumálin, séu jafnan hitamál í þjóðfélagsumræðunni hafi hún þurft að þola áreiti bæði í formi skilaboða og ókvæðisorða úti á götu. Hún segir starfsumhverfið oft erfiðara fyrir konur og að þær lendi meira í því að lítið sé gert úr þeim og þeirra málflutningi. Þá sé meira álag í borgarstjórn eftir að borgarfulltrúum var fjölgað árið 2018. „Ég upplifi í borgarstjórninni sjálfri að það sé meira um ómálefnalega gagnrýni og það er oft mikið um heift og reiði sem eru kannski ekki beint eðlileg samskipti.“
Borgarstjórn Píratar Reykjavík Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira