Stjórnvöld hafa reist háa múra, okkar er að brjóta þá niður! Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 1. maí 2021 16:00 Til hamingju með daginn! Við búum að sterkri verkalýðsforystu, þar sem formenn margra félaga eru áberandi í kröfu sinni um afkomuöryggi sinna félagsmanna og hika ekki við að benda á þann ójöfnuð sem við búum við í dag. Þar sem auðugir hafa óhófleg völd á meðan hluti vinnuaflsins berst við að lifa á lágmarkslaunum, atvinnulausir súpa af skál fátæktar og fólk sem fallið hefur af vinnumarkaði vegna veikinda eða slysa, er skammtað eins naumt og hægt er til að tóra en ekki að lifa. Þrepaskipting misréttis kristallast í þessari mynd. Stjórnvöldum eru mislagðar hendur þegar kemur að því að verja þá sem minnst hafa. Einum ráðherranna dettur ekkert betra í hug en að telja þjóðinni trú um að öryrkjar og fatlað fólk sé efnahagsleg ógn við þjóðarbúið og lyftir þar með fordómum gagnvart langveiku og fötluðu fólki. Aldraðir fá sömu útreið, þau sem búa á hjúkrunarheimilum, eru of dýr í rekstri, of dýr fyrir samfélagið sem þau sjálf skópu. Forysta ÖBÍ hefur í áratugi bent á misréttið sem stjórnvöld beita öryrkjum og fötluðu fólki. Nýjast bera að nefna að nú fær fatlað fólk ekki örorkumat, það á nefnilega að fækka öryrkjum. Almannatryggingakerfið sem á að grípa fólk sem ekkert annað hefur, stendur ekki lengur undir því hlutverki heldur skolar fólki út úr kerfinu, í allsleysið. ÖBÍ hefur barist fyrir því að fatlað fólk hafi aðgang að samfélaginu, að fólk sem orðið hefur fyrir slysum, veikindum eða fæðst fatlað, sé viðurkennt sem hluti af fjölbreytileika samfélagsins og hafi jöfn tækifæri til þátttöku í því. Til þess að það geti gerst verður fólk að hafa aðgang að efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu réttlæti! Verkefni stjórnvalda er að skapa fötluðu fólki tækifæri til að vera á vinnumarkaði, hafi það getu til þess. Kominn er tími til að þeir múrar sem reistir hafa verið milli fatlaðs fólks og þátttöku þess í samfélaginu verði teknir niður, þar eru skerðingar efstar á blaði. Íslendingar eiga heimsmet í að beita fatlað fólk skerðingum og skattlagningum, engin önnur þjóð beitir þennan samfélagshóp jafn grimmilegum aðgerðum. Afraksturinn er að hluti fatlaðs fólks býr við ævivarandi skort, fátækt sem eltir það inn í ellina, kúgað, niðurbrotið og vonlaust. ÖBÍ hefur mætt skilningi verkalýðsforystunnar, enda bent á að stærstur hluti þess fólks sem kemur nýr inn á örorku á hverju ári hefur verið á vinnumarkaði jafnvel í áratugi en missir öll réttindi við það að fatlast eða veikjast. Þar eru t.d. konur yfir fimmtugt stór hópur og karlar um sextugt, verkamenn, húsasmiðir og aðrir sem stundað hafa líkamlega erfiða vinnu. Þetta er kannski ekki hópurinn sem á afturkvæmt á vinnumarkað en þetta er hópurinn sem fær skilaboðin um að þau séu baggi á samfélaginu, þegar þau fá framfærslu sína sem ekki nær 230.000 kr. inn á reikningin um hver mánaðarmót. Þakklætið fyrir áratuga starf í þágu atvinnulífs og þjóðar! Það er nóg til er slagorð dagsins og það er satt, það er nóg til! Örorka á ekki að vera ávísun á fátækt, fötlun er ekki skömm þess sem hana ber! Verið stolt og krefjist réttlætis. Ykkar er samfélagið eins og þeirra sem sitja við allsnægtarborðið! Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Félagsmál Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Til hamingju með daginn! Við búum að sterkri verkalýðsforystu, þar sem formenn margra félaga eru áberandi í kröfu sinni um afkomuöryggi sinna félagsmanna og hika ekki við að benda á þann ójöfnuð sem við búum við í dag. Þar sem auðugir hafa óhófleg völd á meðan hluti vinnuaflsins berst við að lifa á lágmarkslaunum, atvinnulausir súpa af skál fátæktar og fólk sem fallið hefur af vinnumarkaði vegna veikinda eða slysa, er skammtað eins naumt og hægt er til að tóra en ekki að lifa. Þrepaskipting misréttis kristallast í þessari mynd. Stjórnvöldum eru mislagðar hendur þegar kemur að því að verja þá sem minnst hafa. Einum ráðherranna dettur ekkert betra í hug en að telja þjóðinni trú um að öryrkjar og fatlað fólk sé efnahagsleg ógn við þjóðarbúið og lyftir þar með fordómum gagnvart langveiku og fötluðu fólki. Aldraðir fá sömu útreið, þau sem búa á hjúkrunarheimilum, eru of dýr í rekstri, of dýr fyrir samfélagið sem þau sjálf skópu. Forysta ÖBÍ hefur í áratugi bent á misréttið sem stjórnvöld beita öryrkjum og fötluðu fólki. Nýjast bera að nefna að nú fær fatlað fólk ekki örorkumat, það á nefnilega að fækka öryrkjum. Almannatryggingakerfið sem á að grípa fólk sem ekkert annað hefur, stendur ekki lengur undir því hlutverki heldur skolar fólki út úr kerfinu, í allsleysið. ÖBÍ hefur barist fyrir því að fatlað fólk hafi aðgang að samfélaginu, að fólk sem orðið hefur fyrir slysum, veikindum eða fæðst fatlað, sé viðurkennt sem hluti af fjölbreytileika samfélagsins og hafi jöfn tækifæri til þátttöku í því. Til þess að það geti gerst verður fólk að hafa aðgang að efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu réttlæti! Verkefni stjórnvalda er að skapa fötluðu fólki tækifæri til að vera á vinnumarkaði, hafi það getu til þess. Kominn er tími til að þeir múrar sem reistir hafa verið milli fatlaðs fólks og þátttöku þess í samfélaginu verði teknir niður, þar eru skerðingar efstar á blaði. Íslendingar eiga heimsmet í að beita fatlað fólk skerðingum og skattlagningum, engin önnur þjóð beitir þennan samfélagshóp jafn grimmilegum aðgerðum. Afraksturinn er að hluti fatlaðs fólks býr við ævivarandi skort, fátækt sem eltir það inn í ellina, kúgað, niðurbrotið og vonlaust. ÖBÍ hefur mætt skilningi verkalýðsforystunnar, enda bent á að stærstur hluti þess fólks sem kemur nýr inn á örorku á hverju ári hefur verið á vinnumarkaði jafnvel í áratugi en missir öll réttindi við það að fatlast eða veikjast. Þar eru t.d. konur yfir fimmtugt stór hópur og karlar um sextugt, verkamenn, húsasmiðir og aðrir sem stundað hafa líkamlega erfiða vinnu. Þetta er kannski ekki hópurinn sem á afturkvæmt á vinnumarkað en þetta er hópurinn sem fær skilaboðin um að þau séu baggi á samfélaginu, þegar þau fá framfærslu sína sem ekki nær 230.000 kr. inn á reikningin um hver mánaðarmót. Þakklætið fyrir áratuga starf í þágu atvinnulífs og þjóðar! Það er nóg til er slagorð dagsins og það er satt, það er nóg til! Örorka á ekki að vera ávísun á fátækt, fötlun er ekki skömm þess sem hana ber! Verið stolt og krefjist réttlætis. Ykkar er samfélagið eins og þeirra sem sitja við allsnægtarborðið! Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun