Stjórnvöld hafa reist háa múra, okkar er að brjóta þá niður! Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 1. maí 2021 16:00 Til hamingju með daginn! Við búum að sterkri verkalýðsforystu, þar sem formenn margra félaga eru áberandi í kröfu sinni um afkomuöryggi sinna félagsmanna og hika ekki við að benda á þann ójöfnuð sem við búum við í dag. Þar sem auðugir hafa óhófleg völd á meðan hluti vinnuaflsins berst við að lifa á lágmarkslaunum, atvinnulausir súpa af skál fátæktar og fólk sem fallið hefur af vinnumarkaði vegna veikinda eða slysa, er skammtað eins naumt og hægt er til að tóra en ekki að lifa. Þrepaskipting misréttis kristallast í þessari mynd. Stjórnvöldum eru mislagðar hendur þegar kemur að því að verja þá sem minnst hafa. Einum ráðherranna dettur ekkert betra í hug en að telja þjóðinni trú um að öryrkjar og fatlað fólk sé efnahagsleg ógn við þjóðarbúið og lyftir þar með fordómum gagnvart langveiku og fötluðu fólki. Aldraðir fá sömu útreið, þau sem búa á hjúkrunarheimilum, eru of dýr í rekstri, of dýr fyrir samfélagið sem þau sjálf skópu. Forysta ÖBÍ hefur í áratugi bent á misréttið sem stjórnvöld beita öryrkjum og fötluðu fólki. Nýjast bera að nefna að nú fær fatlað fólk ekki örorkumat, það á nefnilega að fækka öryrkjum. Almannatryggingakerfið sem á að grípa fólk sem ekkert annað hefur, stendur ekki lengur undir því hlutverki heldur skolar fólki út úr kerfinu, í allsleysið. ÖBÍ hefur barist fyrir því að fatlað fólk hafi aðgang að samfélaginu, að fólk sem orðið hefur fyrir slysum, veikindum eða fæðst fatlað, sé viðurkennt sem hluti af fjölbreytileika samfélagsins og hafi jöfn tækifæri til þátttöku í því. Til þess að það geti gerst verður fólk að hafa aðgang að efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu réttlæti! Verkefni stjórnvalda er að skapa fötluðu fólki tækifæri til að vera á vinnumarkaði, hafi það getu til þess. Kominn er tími til að þeir múrar sem reistir hafa verið milli fatlaðs fólks og þátttöku þess í samfélaginu verði teknir niður, þar eru skerðingar efstar á blaði. Íslendingar eiga heimsmet í að beita fatlað fólk skerðingum og skattlagningum, engin önnur þjóð beitir þennan samfélagshóp jafn grimmilegum aðgerðum. Afraksturinn er að hluti fatlaðs fólks býr við ævivarandi skort, fátækt sem eltir það inn í ellina, kúgað, niðurbrotið og vonlaust. ÖBÍ hefur mætt skilningi verkalýðsforystunnar, enda bent á að stærstur hluti þess fólks sem kemur nýr inn á örorku á hverju ári hefur verið á vinnumarkaði jafnvel í áratugi en missir öll réttindi við það að fatlast eða veikjast. Þar eru t.d. konur yfir fimmtugt stór hópur og karlar um sextugt, verkamenn, húsasmiðir og aðrir sem stundað hafa líkamlega erfiða vinnu. Þetta er kannski ekki hópurinn sem á afturkvæmt á vinnumarkað en þetta er hópurinn sem fær skilaboðin um að þau séu baggi á samfélaginu, þegar þau fá framfærslu sína sem ekki nær 230.000 kr. inn á reikningin um hver mánaðarmót. Þakklætið fyrir áratuga starf í þágu atvinnulífs og þjóðar! Það er nóg til er slagorð dagsins og það er satt, það er nóg til! Örorka á ekki að vera ávísun á fátækt, fötlun er ekki skömm þess sem hana ber! Verið stolt og krefjist réttlætis. Ykkar er samfélagið eins og þeirra sem sitja við allsnægtarborðið! Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Félagsmál Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Til hamingju með daginn! Við búum að sterkri verkalýðsforystu, þar sem formenn margra félaga eru áberandi í kröfu sinni um afkomuöryggi sinna félagsmanna og hika ekki við að benda á þann ójöfnuð sem við búum við í dag. Þar sem auðugir hafa óhófleg völd á meðan hluti vinnuaflsins berst við að lifa á lágmarkslaunum, atvinnulausir súpa af skál fátæktar og fólk sem fallið hefur af vinnumarkaði vegna veikinda eða slysa, er skammtað eins naumt og hægt er til að tóra en ekki að lifa. Þrepaskipting misréttis kristallast í þessari mynd. Stjórnvöldum eru mislagðar hendur þegar kemur að því að verja þá sem minnst hafa. Einum ráðherranna dettur ekkert betra í hug en að telja þjóðinni trú um að öryrkjar og fatlað fólk sé efnahagsleg ógn við þjóðarbúið og lyftir þar með fordómum gagnvart langveiku og fötluðu fólki. Aldraðir fá sömu útreið, þau sem búa á hjúkrunarheimilum, eru of dýr í rekstri, of dýr fyrir samfélagið sem þau sjálf skópu. Forysta ÖBÍ hefur í áratugi bent á misréttið sem stjórnvöld beita öryrkjum og fötluðu fólki. Nýjast bera að nefna að nú fær fatlað fólk ekki örorkumat, það á nefnilega að fækka öryrkjum. Almannatryggingakerfið sem á að grípa fólk sem ekkert annað hefur, stendur ekki lengur undir því hlutverki heldur skolar fólki út úr kerfinu, í allsleysið. ÖBÍ hefur barist fyrir því að fatlað fólk hafi aðgang að samfélaginu, að fólk sem orðið hefur fyrir slysum, veikindum eða fæðst fatlað, sé viðurkennt sem hluti af fjölbreytileika samfélagsins og hafi jöfn tækifæri til þátttöku í því. Til þess að það geti gerst verður fólk að hafa aðgang að efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu réttlæti! Verkefni stjórnvalda er að skapa fötluðu fólki tækifæri til að vera á vinnumarkaði, hafi það getu til þess. Kominn er tími til að þeir múrar sem reistir hafa verið milli fatlaðs fólks og þátttöku þess í samfélaginu verði teknir niður, þar eru skerðingar efstar á blaði. Íslendingar eiga heimsmet í að beita fatlað fólk skerðingum og skattlagningum, engin önnur þjóð beitir þennan samfélagshóp jafn grimmilegum aðgerðum. Afraksturinn er að hluti fatlaðs fólks býr við ævivarandi skort, fátækt sem eltir það inn í ellina, kúgað, niðurbrotið og vonlaust. ÖBÍ hefur mætt skilningi verkalýðsforystunnar, enda bent á að stærstur hluti þess fólks sem kemur nýr inn á örorku á hverju ári hefur verið á vinnumarkaði jafnvel í áratugi en missir öll réttindi við það að fatlast eða veikjast. Þar eru t.d. konur yfir fimmtugt stór hópur og karlar um sextugt, verkamenn, húsasmiðir og aðrir sem stundað hafa líkamlega erfiða vinnu. Þetta er kannski ekki hópurinn sem á afturkvæmt á vinnumarkað en þetta er hópurinn sem fær skilaboðin um að þau séu baggi á samfélaginu, þegar þau fá framfærslu sína sem ekki nær 230.000 kr. inn á reikningin um hver mánaðarmót. Þakklætið fyrir áratuga starf í þágu atvinnulífs og þjóðar! Það er nóg til er slagorð dagsins og það er satt, það er nóg til! Örorka á ekki að vera ávísun á fátækt, fötlun er ekki skömm þess sem hana ber! Verið stolt og krefjist réttlætis. Ykkar er samfélagið eins og þeirra sem sitja við allsnægtarborðið! Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun