DNB sektað um sex milljarða vegna Samherjamálsins Atli Ísleifsson skrifar 3. maí 2021 10:21 Kjerstin Braathen, forstjóri DNB, segir bankann taka gagnrýnina „mjög alvarlega“ og muni gangast undir greiðslu sektarinnar. EPA Norska fjármálaeftirlitið hefur sektað DNB-bankann um 400 milljónir norska króna, um sex milljarða íslenskra króna, vegna brota á reglum um peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið. Frá þessu segir í frétt e24 en DNB sagði upp öllum viðskiptum sínum við Samherja í árslok 2019. Norska fjármálaeftirlitið gagnrýnir bankann harðlega í tilkynningu sinni. Kjerstin Braathen, forstjóri DNB, segir bankann taka gagnrýnina „mjög alvarlega“ og muni gangast við greiðslu sektarinnar. Norska ríkið á 34 prósent hlutafjár í DNB-bankanum. Fjármálaeftirlitið átelur bankann sérstaklega fyrir að hafa ekki kannað millifærslur milli tveggja fyrirtækja Samherja hjá bankanum eftir að fréttir bárust af starfsemi félagsins í Namibíu. Í 36 síðna skýrslu norska fjármálaeftirlitsins um DNB er fjallað um viðskipti Samherja og DNB, en skýrslan er frá í byrjun desember og var fyrst birt opinberlega í dag. Málið allt má rekja til þess að gögnum var á sínum tíma lekið til Wikileaks sem leiddu til ásakana um að namibískir embættismenn hafi þegið mútur frá starfsmönnum Samherja í skiptum fyrir makrílkvóta. Í febrúar síðastliðinn var greint frá því að rannsókn efnahagsbrotadeildar bankans á aðkomu DNB að viðskiptum Samherja og meintra mútubrota fyrirtækisins í Namibíu hefði verið lögð niður. Bankinn yrði því ekki ákærður í málinu, en rannsókn þar hafi ekki leitt í ljós upplýsingar sem gætu leitt til ákæru gegn einstaka starfsmönnum bankans. Samherjaskjölin Noregur Sjávarútvegur Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Frá þessu segir í frétt e24 en DNB sagði upp öllum viðskiptum sínum við Samherja í árslok 2019. Norska fjármálaeftirlitið gagnrýnir bankann harðlega í tilkynningu sinni. Kjerstin Braathen, forstjóri DNB, segir bankann taka gagnrýnina „mjög alvarlega“ og muni gangast við greiðslu sektarinnar. Norska ríkið á 34 prósent hlutafjár í DNB-bankanum. Fjármálaeftirlitið átelur bankann sérstaklega fyrir að hafa ekki kannað millifærslur milli tveggja fyrirtækja Samherja hjá bankanum eftir að fréttir bárust af starfsemi félagsins í Namibíu. Í 36 síðna skýrslu norska fjármálaeftirlitsins um DNB er fjallað um viðskipti Samherja og DNB, en skýrslan er frá í byrjun desember og var fyrst birt opinberlega í dag. Málið allt má rekja til þess að gögnum var á sínum tíma lekið til Wikileaks sem leiddu til ásakana um að namibískir embættismenn hafi þegið mútur frá starfsmönnum Samherja í skiptum fyrir makrílkvóta. Í febrúar síðastliðinn var greint frá því að rannsókn efnahagsbrotadeildar bankans á aðkomu DNB að viðskiptum Samherja og meintra mútubrota fyrirtækisins í Namibíu hefði verið lögð niður. Bankinn yrði því ekki ákærður í málinu, en rannsókn þar hafi ekki leitt í ljós upplýsingar sem gætu leitt til ákæru gegn einstaka starfsmönnum bankans.
Samherjaskjölin Noregur Sjávarútvegur Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira