Repúblikanar í Utah bauluðu á Romney Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2021 12:21 MItt Romney í ræðupúlti á þingi Repúblikanaflokksins í Utah á laugardag. AP/Rick Bowmer Fulltrúar á þingi Repúblikanaflokksins í Utah bauluðu á Mitt Romney, öldungadeildarþingmann flokksins í ríkinu, um helgina. Tillaga um að ávíta Romney fyrir að hafa greitt atkvæði með því að sakfella Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot var felld með naumum meirihluta. Romney var eini repúblikaninn sem greiddi atkvæði með því að Trump yrði sakfelldur fyrir embættisbrot vegna þrýstingsherferðar hans gegn úkraínskum stjórnvöldum í febrúar 2020. Þegar Trump var aftur kærður fyrir embættisbrot fyrir að hafa æst múg til árásar á þinghúsið í janúar var Romney í hópi sjö öldungadeildarþingmanna repúblikana sem greiddu atkvæði með því að forsetinn yrði sakfelldur. Þegar Romney tók til máls á þingi flokks síns í heimaríkinu Utah um helgina var baulað hressilega á hann, að sögn Washington Post. Einhverjir þeirra tæplega tvö þúsund fulltrúa sem sátu þingið fögnuðu honum þó. „Þið þekkið mig sem mann sem segir það sem honum er í huga og ég dreg ekki dul á ég var ekki aðdáandi persónuleikagalla síðasta forseta okkar,“ sagði Romney og uppskar enn frekar baul frá fundargestum. „Farið þið ekkert hjá ykkur?“ spurði Romney eftir að hann gerði hlé á máli sínu undir baulinu í nokkrar sekúndur. Tillaga var borin upp á fundinum um að flokkurinn ávítti Romney fyrir að hafa greitt atkvæði með því að fjarlægja Trump úr embætti forseta. Í henni var Romney sakaður um að hafa ítrekað gagnrýnt forsetann og þannig skaðað bæði forsetann og flokkinn í kosningunum í fyrra. Aðrir þingmenn ríkisins voru aftur á móti lofaðir fyrir stuðning sinn við forsetann fyrrverandi. Fundurinn klofnaði í afstöðu sinni til tillögunnar. Hún var á endanum felld með 798 atkvæðum gegn 711. Sumir fundargestir eru sagðir hafa kallað „svikari“ og „kommúnisti“ að Romney. Romney sagðist í ræðu sinni harma að einhverjir flokksfélagar kynnu illa við hann en hann fylgdi sannfæringu sinni og samvisku. Uppskar hann fagnaðarlæti fyrir þau orð. Minnti hann fundargesti jafnframt á að hann hefði verið repúblikani alla tíð. „Ef þið munið það ekki þá var ég frambjóðandi repúblikana til forseta árið 2012,“ sagði fyrrverandi forsetaframbjóðandinn sem tapaði fyrir Barack Obama í kosningum þess árs. Þrátt fyrir að Trump hafi tapað kosningunum í haust og verji tíma sínum við golf í sveitaklúbbi sínum á Flórída hefur fyrrverandi forsetinn enn gríðarleg ítök í Repúblikanaflokknum. Þingmenn flokksins sem greiddu annað hvort atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot eða sakfella hann fyrir það hafa þegar verið ávíttir í heimaríkjum sínum. „Ég skal segja ykkur nokkuð, ef við kljúfum flokkinn verðum við flokkur sem tapar,“ sagði Romney við flokksfélaga sína. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bush sakar flokk sinn um einangrunarhyggju og andúð á innflytjendum Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum hefur gefið sig á vald einangrunarhyggju og verndarstefnu, að mati George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann hefur sérstakar áhyggjur af orðræðu flokkssystkina sinna í garð innflytjenda. 26. apríl 2021 11:04 Hollusta við Trump borgar sig Helstu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á þingi vestanhafs hafa grætt töluvert á hollustu sinni við forsetann. Öll hafa þau safnað fúlgum fjár í kosningasjóði sína sem að mestu hafa borist í smáum skömmtum frá kjósendum Trumps. 16. apríl 2021 11:43 Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05 Réttarhöldin gegn Trump: Sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum Réttarhöldin gegn Donald Trump í öldungadeild Bandaríkjaþings fara ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það er niðurstaða meirihluta þingmanna deildarinnar eftir atkvæðagreiðslu sem fór að mestu eftir flokkslínum. 9. febrúar 2021 23:01 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Romney var eini repúblikaninn sem greiddi atkvæði með því að Trump yrði sakfelldur fyrir embættisbrot vegna þrýstingsherferðar hans gegn úkraínskum stjórnvöldum í febrúar 2020. Þegar Trump var aftur kærður fyrir embættisbrot fyrir að hafa æst múg til árásar á þinghúsið í janúar var Romney í hópi sjö öldungadeildarþingmanna repúblikana sem greiddu atkvæði með því að forsetinn yrði sakfelldur. Þegar Romney tók til máls á þingi flokks síns í heimaríkinu Utah um helgina var baulað hressilega á hann, að sögn Washington Post. Einhverjir þeirra tæplega tvö þúsund fulltrúa sem sátu þingið fögnuðu honum þó. „Þið þekkið mig sem mann sem segir það sem honum er í huga og ég dreg ekki dul á ég var ekki aðdáandi persónuleikagalla síðasta forseta okkar,“ sagði Romney og uppskar enn frekar baul frá fundargestum. „Farið þið ekkert hjá ykkur?“ spurði Romney eftir að hann gerði hlé á máli sínu undir baulinu í nokkrar sekúndur. Tillaga var borin upp á fundinum um að flokkurinn ávítti Romney fyrir að hafa greitt atkvæði með því að fjarlægja Trump úr embætti forseta. Í henni var Romney sakaður um að hafa ítrekað gagnrýnt forsetann og þannig skaðað bæði forsetann og flokkinn í kosningunum í fyrra. Aðrir þingmenn ríkisins voru aftur á móti lofaðir fyrir stuðning sinn við forsetann fyrrverandi. Fundurinn klofnaði í afstöðu sinni til tillögunnar. Hún var á endanum felld með 798 atkvæðum gegn 711. Sumir fundargestir eru sagðir hafa kallað „svikari“ og „kommúnisti“ að Romney. Romney sagðist í ræðu sinni harma að einhverjir flokksfélagar kynnu illa við hann en hann fylgdi sannfæringu sinni og samvisku. Uppskar hann fagnaðarlæti fyrir þau orð. Minnti hann fundargesti jafnframt á að hann hefði verið repúblikani alla tíð. „Ef þið munið það ekki þá var ég frambjóðandi repúblikana til forseta árið 2012,“ sagði fyrrverandi forsetaframbjóðandinn sem tapaði fyrir Barack Obama í kosningum þess árs. Þrátt fyrir að Trump hafi tapað kosningunum í haust og verji tíma sínum við golf í sveitaklúbbi sínum á Flórída hefur fyrrverandi forsetinn enn gríðarleg ítök í Repúblikanaflokknum. Þingmenn flokksins sem greiddu annað hvort atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot eða sakfella hann fyrir það hafa þegar verið ávíttir í heimaríkjum sínum. „Ég skal segja ykkur nokkuð, ef við kljúfum flokkinn verðum við flokkur sem tapar,“ sagði Romney við flokksfélaga sína.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bush sakar flokk sinn um einangrunarhyggju og andúð á innflytjendum Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum hefur gefið sig á vald einangrunarhyggju og verndarstefnu, að mati George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann hefur sérstakar áhyggjur af orðræðu flokkssystkina sinna í garð innflytjenda. 26. apríl 2021 11:04 Hollusta við Trump borgar sig Helstu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á þingi vestanhafs hafa grætt töluvert á hollustu sinni við forsetann. Öll hafa þau safnað fúlgum fjár í kosningasjóði sína sem að mestu hafa borist í smáum skömmtum frá kjósendum Trumps. 16. apríl 2021 11:43 Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05 Réttarhöldin gegn Trump: Sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum Réttarhöldin gegn Donald Trump í öldungadeild Bandaríkjaþings fara ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það er niðurstaða meirihluta þingmanna deildarinnar eftir atkvæðagreiðslu sem fór að mestu eftir flokkslínum. 9. febrúar 2021 23:01 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Bush sakar flokk sinn um einangrunarhyggju og andúð á innflytjendum Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum hefur gefið sig á vald einangrunarhyggju og verndarstefnu, að mati George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann hefur sérstakar áhyggjur af orðræðu flokkssystkina sinna í garð innflytjenda. 26. apríl 2021 11:04
Hollusta við Trump borgar sig Helstu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á þingi vestanhafs hafa grætt töluvert á hollustu sinni við forsetann. Öll hafa þau safnað fúlgum fjár í kosningasjóði sína sem að mestu hafa borist í smáum skömmtum frá kjósendum Trumps. 16. apríl 2021 11:43
Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05
Réttarhöldin gegn Trump: Sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum Réttarhöldin gegn Donald Trump í öldungadeild Bandaríkjaþings fara ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það er niðurstaða meirihluta þingmanna deildarinnar eftir atkvæðagreiðslu sem fór að mestu eftir flokkslínum. 9. febrúar 2021 23:01