Repúblikanar í Utah bauluðu á Romney Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2021 12:21 MItt Romney í ræðupúlti á þingi Repúblikanaflokksins í Utah á laugardag. AP/Rick Bowmer Fulltrúar á þingi Repúblikanaflokksins í Utah bauluðu á Mitt Romney, öldungadeildarþingmann flokksins í ríkinu, um helgina. Tillaga um að ávíta Romney fyrir að hafa greitt atkvæði með því að sakfella Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir embættisbrot var felld með naumum meirihluta. Romney var eini repúblikaninn sem greiddi atkvæði með því að Trump yrði sakfelldur fyrir embættisbrot vegna þrýstingsherferðar hans gegn úkraínskum stjórnvöldum í febrúar 2020. Þegar Trump var aftur kærður fyrir embættisbrot fyrir að hafa æst múg til árásar á þinghúsið í janúar var Romney í hópi sjö öldungadeildarþingmanna repúblikana sem greiddu atkvæði með því að forsetinn yrði sakfelldur. Þegar Romney tók til máls á þingi flokks síns í heimaríkinu Utah um helgina var baulað hressilega á hann, að sögn Washington Post. Einhverjir þeirra tæplega tvö þúsund fulltrúa sem sátu þingið fögnuðu honum þó. „Þið þekkið mig sem mann sem segir það sem honum er í huga og ég dreg ekki dul á ég var ekki aðdáandi persónuleikagalla síðasta forseta okkar,“ sagði Romney og uppskar enn frekar baul frá fundargestum. „Farið þið ekkert hjá ykkur?“ spurði Romney eftir að hann gerði hlé á máli sínu undir baulinu í nokkrar sekúndur. Tillaga var borin upp á fundinum um að flokkurinn ávítti Romney fyrir að hafa greitt atkvæði með því að fjarlægja Trump úr embætti forseta. Í henni var Romney sakaður um að hafa ítrekað gagnrýnt forsetann og þannig skaðað bæði forsetann og flokkinn í kosningunum í fyrra. Aðrir þingmenn ríkisins voru aftur á móti lofaðir fyrir stuðning sinn við forsetann fyrrverandi. Fundurinn klofnaði í afstöðu sinni til tillögunnar. Hún var á endanum felld með 798 atkvæðum gegn 711. Sumir fundargestir eru sagðir hafa kallað „svikari“ og „kommúnisti“ að Romney. Romney sagðist í ræðu sinni harma að einhverjir flokksfélagar kynnu illa við hann en hann fylgdi sannfæringu sinni og samvisku. Uppskar hann fagnaðarlæti fyrir þau orð. Minnti hann fundargesti jafnframt á að hann hefði verið repúblikani alla tíð. „Ef þið munið það ekki þá var ég frambjóðandi repúblikana til forseta árið 2012,“ sagði fyrrverandi forsetaframbjóðandinn sem tapaði fyrir Barack Obama í kosningum þess árs. Þrátt fyrir að Trump hafi tapað kosningunum í haust og verji tíma sínum við golf í sveitaklúbbi sínum á Flórída hefur fyrrverandi forsetinn enn gríðarleg ítök í Repúblikanaflokknum. Þingmenn flokksins sem greiddu annað hvort atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot eða sakfella hann fyrir það hafa þegar verið ávíttir í heimaríkjum sínum. „Ég skal segja ykkur nokkuð, ef við kljúfum flokkinn verðum við flokkur sem tapar,“ sagði Romney við flokksfélaga sína. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bush sakar flokk sinn um einangrunarhyggju og andúð á innflytjendum Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum hefur gefið sig á vald einangrunarhyggju og verndarstefnu, að mati George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann hefur sérstakar áhyggjur af orðræðu flokkssystkina sinna í garð innflytjenda. 26. apríl 2021 11:04 Hollusta við Trump borgar sig Helstu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á þingi vestanhafs hafa grætt töluvert á hollustu sinni við forsetann. Öll hafa þau safnað fúlgum fjár í kosningasjóði sína sem að mestu hafa borist í smáum skömmtum frá kjósendum Trumps. 16. apríl 2021 11:43 Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05 Réttarhöldin gegn Trump: Sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum Réttarhöldin gegn Donald Trump í öldungadeild Bandaríkjaþings fara ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það er niðurstaða meirihluta þingmanna deildarinnar eftir atkvæðagreiðslu sem fór að mestu eftir flokkslínum. 9. febrúar 2021 23:01 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Romney var eini repúblikaninn sem greiddi atkvæði með því að Trump yrði sakfelldur fyrir embættisbrot vegna þrýstingsherferðar hans gegn úkraínskum stjórnvöldum í febrúar 2020. Þegar Trump var aftur kærður fyrir embættisbrot fyrir að hafa æst múg til árásar á þinghúsið í janúar var Romney í hópi sjö öldungadeildarþingmanna repúblikana sem greiddu atkvæði með því að forsetinn yrði sakfelldur. Þegar Romney tók til máls á þingi flokks síns í heimaríkinu Utah um helgina var baulað hressilega á hann, að sögn Washington Post. Einhverjir þeirra tæplega tvö þúsund fulltrúa sem sátu þingið fögnuðu honum þó. „Þið þekkið mig sem mann sem segir það sem honum er í huga og ég dreg ekki dul á ég var ekki aðdáandi persónuleikagalla síðasta forseta okkar,“ sagði Romney og uppskar enn frekar baul frá fundargestum. „Farið þið ekkert hjá ykkur?“ spurði Romney eftir að hann gerði hlé á máli sínu undir baulinu í nokkrar sekúndur. Tillaga var borin upp á fundinum um að flokkurinn ávítti Romney fyrir að hafa greitt atkvæði með því að fjarlægja Trump úr embætti forseta. Í henni var Romney sakaður um að hafa ítrekað gagnrýnt forsetann og þannig skaðað bæði forsetann og flokkinn í kosningunum í fyrra. Aðrir þingmenn ríkisins voru aftur á móti lofaðir fyrir stuðning sinn við forsetann fyrrverandi. Fundurinn klofnaði í afstöðu sinni til tillögunnar. Hún var á endanum felld með 798 atkvæðum gegn 711. Sumir fundargestir eru sagðir hafa kallað „svikari“ og „kommúnisti“ að Romney. Romney sagðist í ræðu sinni harma að einhverjir flokksfélagar kynnu illa við hann en hann fylgdi sannfæringu sinni og samvisku. Uppskar hann fagnaðarlæti fyrir þau orð. Minnti hann fundargesti jafnframt á að hann hefði verið repúblikani alla tíð. „Ef þið munið það ekki þá var ég frambjóðandi repúblikana til forseta árið 2012,“ sagði fyrrverandi forsetaframbjóðandinn sem tapaði fyrir Barack Obama í kosningum þess árs. Þrátt fyrir að Trump hafi tapað kosningunum í haust og verji tíma sínum við golf í sveitaklúbbi sínum á Flórída hefur fyrrverandi forsetinn enn gríðarleg ítök í Repúblikanaflokknum. Þingmenn flokksins sem greiddu annað hvort atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot eða sakfella hann fyrir það hafa þegar verið ávíttir í heimaríkjum sínum. „Ég skal segja ykkur nokkuð, ef við kljúfum flokkinn verðum við flokkur sem tapar,“ sagði Romney við flokksfélaga sína.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bush sakar flokk sinn um einangrunarhyggju og andúð á innflytjendum Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum hefur gefið sig á vald einangrunarhyggju og verndarstefnu, að mati George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann hefur sérstakar áhyggjur af orðræðu flokkssystkina sinna í garð innflytjenda. 26. apríl 2021 11:04 Hollusta við Trump borgar sig Helstu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á þingi vestanhafs hafa grætt töluvert á hollustu sinni við forsetann. Öll hafa þau safnað fúlgum fjár í kosningasjóði sína sem að mestu hafa borist í smáum skömmtum frá kjósendum Trumps. 16. apríl 2021 11:43 Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05 Réttarhöldin gegn Trump: Sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum Réttarhöldin gegn Donald Trump í öldungadeild Bandaríkjaþings fara ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það er niðurstaða meirihluta þingmanna deildarinnar eftir atkvæðagreiðslu sem fór að mestu eftir flokkslínum. 9. febrúar 2021 23:01 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Bush sakar flokk sinn um einangrunarhyggju og andúð á innflytjendum Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum hefur gefið sig á vald einangrunarhyggju og verndarstefnu, að mati George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann hefur sérstakar áhyggjur af orðræðu flokkssystkina sinna í garð innflytjenda. 26. apríl 2021 11:04
Hollusta við Trump borgar sig Helstu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á þingi vestanhafs hafa grætt töluvert á hollustu sinni við forsetann. Öll hafa þau safnað fúlgum fjár í kosningasjóði sína sem að mestu hafa borist í smáum skömmtum frá kjósendum Trumps. 16. apríl 2021 11:43
Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05
Réttarhöldin gegn Trump: Sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum Réttarhöldin gegn Donald Trump í öldungadeild Bandaríkjaþings fara ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það er niðurstaða meirihluta þingmanna deildarinnar eftir atkvæðagreiðslu sem fór að mestu eftir flokkslínum. 9. febrúar 2021 23:01