NBA dagsins: LeBron James og Luka Doncic pirraðir en Giannis í miklu stuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2021 15:00 LeBron James í leiknum á móti Toronto Raptors í nótt en hann fór á heimavelli Los Angeles Lakers í Staples Center. AP/Mark J. Terrill Pressan er að magnaðast á lið þeirra LeBrons James og Luka Doncic á lokakafla deildarkeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Eftir tapleiki hjá Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks í nótt þá eru liðin nú jöfn Portland Trail Blazers í fimmta til sjöunda sæti í Vesturdeildinni. Liðin í fimmta og sjötta sæti fara beint inn í úrslitakeppnina en liðið í sjöunda sæti þarf að vinna einn umspilsleik til að tryggja sér sitt sæti. Það þýðir að liðið sem endar í sjöunda sæti sem hefði alltaf skilað sæti í úrslitakeppninni gæti því misst af úrslitakeppninni tapi liðið tveimur leikjum í umspilinu. Liðið í 7. sæti spilar við liðið í 8. sæti þar sem sigurvegarinn fer inn í úrslitakeppnina en liðið sem tapar mætir liðinu sem vinnur leik á milli 9. og 10. sætis. LeBron James spilaði sinn annan leik eftir að komið til baka eftir slæm ökklameiðsli og náði ekki að klára þennan. Lakers liðið hefur tapað þeim báðum og alls þremur leikjum í röð. LeBron James drullaði yfir nýja fyrirkomulagið eftir leikinn. „Það á að reka þann sem fann upp á þessu,“ sagði LeBron James pirraður eftir leikinn spurður út í umspilsleikina. Lakers liðið var í toppbaráttunni þegar LeBron James meiddist, vann 21 af fyrstu 27 leikjum sínum, en staðan versnaði mikið í fjarveru hans. LeBron spilaði ekki síðustu sex mínúturnar og 42 sekúndurnar í 114-121 tapi á móti Toronto Raptors í nótt. „Ég vil ná heilsu, ekki bara mín vegna heldur fyrir liðið. Ég verð samt að vera skynsamur með ökklann,“ sagði LeBron James. Önnur pirruð stórstjarna var Slóveninn Luka Doncic sem var rekinn út úr húsi í 99-111 tapi Dallas Mavericks á móti Sacramento Kings. Doncic fékk tvær tæknivillur og fer í leikbann þegar hann fær þá næstu. Luka Doncic var búinn að skora 30 stig áður en hann var rekinn út úr húsi. Doncic skildi ekki af hverju hann fékk seinni tæknivilluna í nótt. „Ég veit ekki hvað ég að segja þegar þú færð tæknivillu fyrir þetta,“ sagði Luka Doncic. Það gæti orðið afdrifaríkt fyrir Dallas Mavericks að missa Luka Doncic í bann á lokasprettinum þar sem liðið er í harðri baráttu við Lakers og svo lið Portland Trail Blazers sem vann sinn fjórða leik í röð í nótt. Giannis Antetokounmpo var aftur á móti í miklu stuði og skoraði 49 stig fyrir Milwaukee Bucks í sigri á Brooklyn Nets þar sem að Kevin Durant var með 42 stig fyrir Brooklyn liðið. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum leikjum sem og flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 2. maí 2021) NBA Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
Eftir tapleiki hjá Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks í nótt þá eru liðin nú jöfn Portland Trail Blazers í fimmta til sjöunda sæti í Vesturdeildinni. Liðin í fimmta og sjötta sæti fara beint inn í úrslitakeppnina en liðið í sjöunda sæti þarf að vinna einn umspilsleik til að tryggja sér sitt sæti. Það þýðir að liðið sem endar í sjöunda sæti sem hefði alltaf skilað sæti í úrslitakeppninni gæti því misst af úrslitakeppninni tapi liðið tveimur leikjum í umspilinu. Liðið í 7. sæti spilar við liðið í 8. sæti þar sem sigurvegarinn fer inn í úrslitakeppnina en liðið sem tapar mætir liðinu sem vinnur leik á milli 9. og 10. sætis. LeBron James spilaði sinn annan leik eftir að komið til baka eftir slæm ökklameiðsli og náði ekki að klára þennan. Lakers liðið hefur tapað þeim báðum og alls þremur leikjum í röð. LeBron James drullaði yfir nýja fyrirkomulagið eftir leikinn. „Það á að reka þann sem fann upp á þessu,“ sagði LeBron James pirraður eftir leikinn spurður út í umspilsleikina. Lakers liðið var í toppbaráttunni þegar LeBron James meiddist, vann 21 af fyrstu 27 leikjum sínum, en staðan versnaði mikið í fjarveru hans. LeBron spilaði ekki síðustu sex mínúturnar og 42 sekúndurnar í 114-121 tapi á móti Toronto Raptors í nótt. „Ég vil ná heilsu, ekki bara mín vegna heldur fyrir liðið. Ég verð samt að vera skynsamur með ökklann,“ sagði LeBron James. Önnur pirruð stórstjarna var Slóveninn Luka Doncic sem var rekinn út úr húsi í 99-111 tapi Dallas Mavericks á móti Sacramento Kings. Doncic fékk tvær tæknivillur og fer í leikbann þegar hann fær þá næstu. Luka Doncic var búinn að skora 30 stig áður en hann var rekinn út úr húsi. Doncic skildi ekki af hverju hann fékk seinni tæknivilluna í nótt. „Ég veit ekki hvað ég að segja þegar þú færð tæknivillu fyrir þetta,“ sagði Luka Doncic. Það gæti orðið afdrifaríkt fyrir Dallas Mavericks að missa Luka Doncic í bann á lokasprettinum þar sem liðið er í harðri baráttu við Lakers og svo lið Portland Trail Blazers sem vann sinn fjórða leik í röð í nótt. Giannis Antetokounmpo var aftur á móti í miklu stuði og skoraði 49 stig fyrir Milwaukee Bucks í sigri á Brooklyn Nets þar sem að Kevin Durant var með 42 stig fyrir Brooklyn liðið. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum leikjum sem og flottustu tilþrif næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 2. maí 2021)
NBA Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira