Hugi biður Stojanovic afsökunar Anton Ingi Leifsson skrifar 3. maí 2021 19:34 Stradan Stojanovic er hér lengst til vinstri í mynd. vísir/hulda Hugi Halldórsson, þáttarstjórnandi hlaðvarsþáttarins The Mike Show, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í þættinum í gærkvöldi. Í þættinum The Mike Show greindi Hugi frá því að hann hefði heyrt sögusagnir af því að Srdjan Stojanovic, leikmaður Þórs, hafi verið flæktur í veðmálasvindl og fyrir leikinn hafi verið krísufundur þar sem þetta var rætt við hann. Í yfirlýsingunni frá Þór fyrr í dag er þessum fullyrðingum Huga vísað til föðurhúsanna. Félagið telji að ekki hafi verið maðkur í mysunni og segja að enginn fundur hafi átt sér stað fyrir leikinn. „Að nafngreina og ásaka leikmann opinberlega í fjölmiðlum án þess að hafa fyrir sér nokkur sönnunargögn kallar á að viðkomandi einstaklingur muni leita réttar síns með tilliti til meiðyrðamáls enda ásökunin grafalvarleg og ætti ekki á nokkurn hátt að vera tekið léttvægt,“ segir í yfirlýsingunni sem má lesa hér. Síðar í kvöld sendi Hugi sjálfur svo frá sér yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar á ummælunum og ítrekar orð sín frá því í þættinum, að hann vonist til að orðrómurinn „sé eins mikill hestaskítur og hann hljómar“. Alla yfirlýsingu Huga má sjá lesa hér að neðan. Til þeirra er málið varðar. Vegna fréttar karfan.is vil ég ítreka orð mín í þættinum The Mike Show að það er mín einlæga ósk sé einhver grunur um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í leik Njarðvíkur og Þórs frá Akureyri verði það rannsakað af réttum aðilum. Orð mín í umræddum þætti á ekki að skilja á þann veg að verið væri að saka leikman Þórs um veðmálasvindl heldur var átt við að fundur hefði verið tekinn með leikmanni Þórs Akureyri og ekkert hafi verið við hans frammistöðu að athuga. Einnig ítreka ég orð mín, sem féllu síðar í þættinum, að það er von mín að þessi orðrómur „sé eins mikill hestaskítur og hann hljómar“. Ég harma og biðst afsökunar á að hafa gefið í skyn að umræddur leikmaður hafi eitthvað saknæmt unnið og þannig verið dreginn inní þessa umræðu. Af þessum sökum bið ég Stradan Stojanovic, kkd. Þórs og þá sem að honum og liðinu standa afsökunar. Því miður kemur reglulega upp hávær orðrómur um veðmálasvindl sem á ekkert skylt við íþróttir en sem betur fer hefur slíkur orðrómur ekki verið sannreyndur. Hins vegar ber að hafa augu og eyru opin við þessu meini sem er því miður stærri partur af íþróttum en fólk grunar. Virðingafyllst, Hugi Halldórsson Dominos-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Sjá meira
Í þættinum The Mike Show greindi Hugi frá því að hann hefði heyrt sögusagnir af því að Srdjan Stojanovic, leikmaður Þórs, hafi verið flæktur í veðmálasvindl og fyrir leikinn hafi verið krísufundur þar sem þetta var rætt við hann. Í yfirlýsingunni frá Þór fyrr í dag er þessum fullyrðingum Huga vísað til föðurhúsanna. Félagið telji að ekki hafi verið maðkur í mysunni og segja að enginn fundur hafi átt sér stað fyrir leikinn. „Að nafngreina og ásaka leikmann opinberlega í fjölmiðlum án þess að hafa fyrir sér nokkur sönnunargögn kallar á að viðkomandi einstaklingur muni leita réttar síns með tilliti til meiðyrðamáls enda ásökunin grafalvarleg og ætti ekki á nokkurn hátt að vera tekið léttvægt,“ segir í yfirlýsingunni sem má lesa hér. Síðar í kvöld sendi Hugi sjálfur svo frá sér yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar á ummælunum og ítrekar orð sín frá því í þættinum, að hann vonist til að orðrómurinn „sé eins mikill hestaskítur og hann hljómar“. Alla yfirlýsingu Huga má sjá lesa hér að neðan. Til þeirra er málið varðar. Vegna fréttar karfan.is vil ég ítreka orð mín í þættinum The Mike Show að það er mín einlæga ósk sé einhver grunur um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í leik Njarðvíkur og Þórs frá Akureyri verði það rannsakað af réttum aðilum. Orð mín í umræddum þætti á ekki að skilja á þann veg að verið væri að saka leikman Þórs um veðmálasvindl heldur var átt við að fundur hefði verið tekinn með leikmanni Þórs Akureyri og ekkert hafi verið við hans frammistöðu að athuga. Einnig ítreka ég orð mín, sem féllu síðar í þættinum, að það er von mín að þessi orðrómur „sé eins mikill hestaskítur og hann hljómar“. Ég harma og biðst afsökunar á að hafa gefið í skyn að umræddur leikmaður hafi eitthvað saknæmt unnið og þannig verið dreginn inní þessa umræðu. Af þessum sökum bið ég Stradan Stojanovic, kkd. Þórs og þá sem að honum og liðinu standa afsökunar. Því miður kemur reglulega upp hávær orðrómur um veðmálasvindl sem á ekkert skylt við íþróttir en sem betur fer hefur slíkur orðrómur ekki verið sannreyndur. Hins vegar ber að hafa augu og eyru opin við þessu meini sem er því miður stærri partur af íþróttum en fólk grunar. Virðingafyllst, Hugi Halldórsson
Til þeirra er málið varðar. Vegna fréttar karfan.is vil ég ítreka orð mín í þættinum The Mike Show að það er mín einlæga ósk sé einhver grunur um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í leik Njarðvíkur og Þórs frá Akureyri verði það rannsakað af réttum aðilum. Orð mín í umræddum þætti á ekki að skilja á þann veg að verið væri að saka leikman Þórs um veðmálasvindl heldur var átt við að fundur hefði verið tekinn með leikmanni Þórs Akureyri og ekkert hafi verið við hans frammistöðu að athuga. Einnig ítreka ég orð mín, sem féllu síðar í þættinum, að það er von mín að þessi orðrómur „sé eins mikill hestaskítur og hann hljómar“. Ég harma og biðst afsökunar á að hafa gefið í skyn að umræddur leikmaður hafi eitthvað saknæmt unnið og þannig verið dreginn inní þessa umræðu. Af þessum sökum bið ég Stradan Stojanovic, kkd. Þórs og þá sem að honum og liðinu standa afsökunar. Því miður kemur reglulega upp hávær orðrómur um veðmálasvindl sem á ekkert skylt við íþróttir en sem betur fer hefur slíkur orðrómur ekki verið sannreyndur. Hins vegar ber að hafa augu og eyru opin við þessu meini sem er því miður stærri partur af íþróttum en fólk grunar. Virðingafyllst, Hugi Halldórsson
Dominos-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Sjá meira