Borce: Við vorum komnir með miklar áhyggjur Árni Jóhannsson skrifar 3. maí 2021 21:24 Borce Ilievski gat verið ánægður með sína menn í kvöld. Vísir/Andri Marinó Þjálfari ÍR Borce Ilievski gat verið ánægður með sína menn. Spilamennskan var kannski ekki upp á marga fiska framan af en það jafnvel skiptir ekki máli þegar sigurinn lendir þínum megin. Í þessu tilfelli þá unnu ÍR-ingar 97-95 sigur á Stjörnumönnum eftir að hafa verið mest 17 stigum undir í seinni háfleik. Borce var spurður að því hvað hafi gerst í leiknum sem orsakaði það að hans menn lönduðu sigrinum. „Við höfum margoft lent undir og þurft að berjast til baka og ekki tekist það en allavega í þetta sinn höfðum við styrkinn til að klára þetta á jákvæðu nótunum fyrir okkur. Ég ber virðingu fyrir því að eldri leikmennirnir hafi reynt að taka forystuna í leiknum og allir ætluðu að vinna leikinn á eigin spýtur og endurspeglast það í því að við vorum ekki að spila sem lið og þess vegna vorum við undir. Það voru hinsvegar ungu gæjarnir sem komu með jákvæða orku og liðsspil inn í leikinn okkar. Í seinni hálfleik þá byrjuðum við aftur illa en komum til baka og voru það Sæþór og Sigvaldi sem leiddu áhlaupið til baka með mörgum þristum. Þegar þeir voru að hitta skotunum sínum þá jók það trúna hjá hinum að við gætum komið til baka og unnið leikinn.“ „Í lokinn þá var það vörnin sem skipti mestu máli fyrir okkur og bjó það til nokkrar auðveldar körfur fyrir okkur. Það var lykil atriði en ég held að allir leikmenn mínir hafi skilið hjartað sitt eftir á gólfinu í kvöld því við vissum hversu mikilvægt þessi leikur var því á fimmtudaginn þá er næsti leikur á móti Njarðvík hérna heima og vonast ég til að reglunum verði breytt þannig að það verði fleiri áhorfendur í salnum. Stuðningurinn hérna skiptir sköpum og ef við vinnum á fimmtudaginn þá er möguleiki á að ná í sæti í úrslitakeppninni.“ Borce var spurður að því hvort hann og hans lið hafi verið komið með áhyggjur af stöðunni en það blasti við þeim að sogast af alvöru niður í fallbaráttuna sem er í algleymingi þessa stundina. „Algjörlega. Við vorum komnir með miklar áhyggjur og ég var kominn á fullt í að reyna að greina það sem var að hjá okkur. Við hinsvegar komumst í takt í dag til að vinna þennan leik. Stjarnan spilaði hrikalega vel jafnvel þó að þeim vantaði Mirza og að Alexander væri kominn. Ég vissi ekki hverju var að búast við af honum. Þeir voru stærri en við í kvöld og leiddu með að ég held 15 fráköstum í fyrri hálfleik en það er okkar helsti veikleiki þetta árið. Ef við komum með sömu orku inn í leikinn og við gerðum í dag þá er allt mögulegt.“ Dominos-deild karla ÍR Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Stjarnan 97-95 | Óvæntur sigur heimamanna Eftir fimm töp í röð vann ÍR loks leik er þeir höfðu betur gegn Stjörnunni í Hellinum í kvöld. 3. maí 2021 20:55 Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
Borce var spurður að því hvað hafi gerst í leiknum sem orsakaði það að hans menn lönduðu sigrinum. „Við höfum margoft lent undir og þurft að berjast til baka og ekki tekist það en allavega í þetta sinn höfðum við styrkinn til að klára þetta á jákvæðu nótunum fyrir okkur. Ég ber virðingu fyrir því að eldri leikmennirnir hafi reynt að taka forystuna í leiknum og allir ætluðu að vinna leikinn á eigin spýtur og endurspeglast það í því að við vorum ekki að spila sem lið og þess vegna vorum við undir. Það voru hinsvegar ungu gæjarnir sem komu með jákvæða orku og liðsspil inn í leikinn okkar. Í seinni hálfleik þá byrjuðum við aftur illa en komum til baka og voru það Sæþór og Sigvaldi sem leiddu áhlaupið til baka með mörgum þristum. Þegar þeir voru að hitta skotunum sínum þá jók það trúna hjá hinum að við gætum komið til baka og unnið leikinn.“ „Í lokinn þá var það vörnin sem skipti mestu máli fyrir okkur og bjó það til nokkrar auðveldar körfur fyrir okkur. Það var lykil atriði en ég held að allir leikmenn mínir hafi skilið hjartað sitt eftir á gólfinu í kvöld því við vissum hversu mikilvægt þessi leikur var því á fimmtudaginn þá er næsti leikur á móti Njarðvík hérna heima og vonast ég til að reglunum verði breytt þannig að það verði fleiri áhorfendur í salnum. Stuðningurinn hérna skiptir sköpum og ef við vinnum á fimmtudaginn þá er möguleiki á að ná í sæti í úrslitakeppninni.“ Borce var spurður að því hvort hann og hans lið hafi verið komið með áhyggjur af stöðunni en það blasti við þeim að sogast af alvöru niður í fallbaráttuna sem er í algleymingi þessa stundina. „Algjörlega. Við vorum komnir með miklar áhyggjur og ég var kominn á fullt í að reyna að greina það sem var að hjá okkur. Við hinsvegar komumst í takt í dag til að vinna þennan leik. Stjarnan spilaði hrikalega vel jafnvel þó að þeim vantaði Mirza og að Alexander væri kominn. Ég vissi ekki hverju var að búast við af honum. Þeir voru stærri en við í kvöld og leiddu með að ég held 15 fráköstum í fyrri hálfleik en það er okkar helsti veikleiki þetta árið. Ef við komum með sömu orku inn í leikinn og við gerðum í dag þá er allt mögulegt.“
Dominos-deild karla ÍR Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Stjarnan 97-95 | Óvæntur sigur heimamanna Eftir fimm töp í röð vann ÍR loks leik er þeir höfðu betur gegn Stjörnunni í Hellinum í kvöld. 3. maí 2021 20:55 Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Stjarnan 97-95 | Óvæntur sigur heimamanna Eftir fimm töp í röð vann ÍR loks leik er þeir höfðu betur gegn Stjörnunni í Hellinum í kvöld. 3. maí 2021 20:55