Russell Westbrook var með 21 frákast og 24 stoðsendingar í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2021 07:31 Russell Westbrook skilaði rosalegri þrennu í sigri Washington Wizards í NBA deildinni í nótt. AP/Alex Brandon Russell Westbrook bauð upp á sögulegar tröllatölur í sigri Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Steph Curry átti enn einn stórleikinn og Los Angeles Lakers vann loksins og það án LeBrons James. Russell Westbrook skoraði kannski bara 14 stig í 154-141 sigri Washington Wizards á Indiana Pacers en kappinn var með 21 fráköst og 24 stoðsendingar. Hann varð fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA sem hefur náð fleiri en einum leik með 20 fráköst og 20 stoðsendingar. Hann komst þar fram úr Wilt Chamberlain sem er sá ein sem hefur náð því einu sinni. Þetta var 32. þrenna Westbrook á tímabilinu og 178 þrennan hans á NBA-ferlinum. Russell Westbrook vantar nú aðeins þrjár til að jafna metið hans Oscars Robertson yfir flestar þrennur í sögu NBA-deildarinnar. 14 points Career-high 21 rebounds Career-high tying 24 ASSISTS@russwest44 erupts in the @WashWizards win, putting him 4 triple-doubles away from most all-time! pic.twitter.com/CMtXW0WdbR— NBA (@NBA) May 4, 2021 Það er ekki nóg með það því þessar risatölur tryggja það að Russell Westbrook verður með þrennu að meðaltali á tímabilinu og er þetta fjórða leiktíðin sem hann nær því. Aðeins einn annar leikmaður hefur náð því og það bara einu sinni. Robertson var með þrennu að meðaltali tímabilið 1961-62. „Leikstjórnendur gera bara ekki það sem hann gerir. Hann er ekki venjulegur og þeir eru ekki byggðir svona,“ sagði þjálfari hans Scott Brooks. „Það er kannski einhver sem skýtur boltanum betur og það eru einhverjir sem gera einhverja hluti betur en hann. Það er hins vegar enginn í sögu leiksins sem getur fyllt út tölfræðiblaðið eins og hann,“ sagði Brooks. „Ég sagði alltaf að hann muni líklega enda sem þriðji besti leikstjórnandi sögunnar en ég held að hann sé kominn fram úr einum. Hann mun líklega enda sem sá annar besti og númer eitt er auðvitað Magic [Johnson]. Hann er ekki metinn af verðleikum,“ sagði Scott Brooks um Russell Westbrook. Sigurinn þýðir að Washington Wizards liðið er aðeins einum og hálfum sigri á eftir Indiana Pacers en liðið eru í 9. og 10. sæti í Austurdeildinni. Liðin í sjöunda til tíunda sæti fara í umspilið um sætið í úrslitakeppninni. Draymond Green posts a triple-double in the @warriors win and becomes Marvel's first #ArenaOfHeroes champion with a game-high 48 Hero Points! @Money23Green: 10 PTS, 13 REB, 15 AST pic.twitter.com/wBVUZNeLEw— NBA (@NBA) May 4, 2021 Stephen Curry er ekkert að kólna mikið niður en hann var með 41 stig þegar Golden State Warriors vann 123-108 útisigur á New Orleans Pelicans. Félagi hans Draymond Green bauð líka upp á þrennu en hann var með 10 stig, 15 stoðsendingar og 13 fráköst. Þetta var mikilvægur sigur í baráttu Golden State Warriors fyrir sæti í úrslitakeppninni. Another 40+ point outing for Steph!41 PTS | 8 3PM | 8 AST pic.twitter.com/9urFYBIDia— NBA (@NBA) May 4, 2021 Andrew Wiggins skoraði 26 stig fyrir Golden State en Zion Williamson var með 32 stig fyrir heimamenn og Brandon Ingram skoraði 19 stig. Pelicans þurfti á sigri að halda en var komið 20 stigum undir í fyrsta leikhlutanum þar sem umræddur Stephen Curry skoraði 17 stig. Golden State er í tíunda og síðasta sætinu sem gefur sæti í umspilinu í Vesturdeildinni og náði með þessum sigri fjögurra sigra forskot á New Orleans Pelicans þegar aðeins sjö leikir eru eftir. 25 PTS and the game-clinching block for @AntDavis23 in the @Lakers W vs. Denver! #LakeShow pic.twitter.com/Wup4et8mMA— NBA (@NBA) May 4, 2021 Anthony Davis skoraði 25 stig þegar Los Angeles Lakers endaði þriggja leikja taphrinu með 93-89 sigri á Denver Nuggets. LeBron James var hvíldur í leiknum en Lakers hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum eftir að hann kom til baka. Talen Horton-Tucker innsiglaði sigur Lakers með körfu 15,1 sekúndu fyrir leikslok en Nuggets hafði unnið upp forskot Lakers á lokamínútunum. Nikola Jokic skoraði 32 stig fyrir Denver. @drose puts up a season-high 25 off the @nyknicks bench! pic.twitter.com/nSzykxQPAS— NBA (@NBA) May 4, 2021 Melo drops 14 PTS en route to moving into 10th on the all-time scoring list! pic.twitter.com/DkKjMJJAl9— NBA (@NBA) May 4, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Washington Wizards - Indiana Pacers 154-141 Detriot Pistons - Orlando Magic 112-119 New Orleans Pelicans - Golden State Warriors 108-123 Los Angeles Lakers - Denver Nuggets 93-89 Atlanta Hawks - Portland Trail Blazers 123-114 Chicago Bulls - Philadelphia 76ers 94-106 Memphis Grizzlies - New York Knicks 104-118 Utah Jazz - San Antonio Spurs 110-99 The @utahjazz move back atop the West!Teams ranked 7-10 will participate in the #StateFarmPlayIn Tournament after the regular season (May 18-21) to secure the final two spots in the #NBAPlayoffs for each conference. pic.twitter.com/dOMm8a5ajR— NBA (@NBA) May 4, 2021 NBA Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
Russell Westbrook skoraði kannski bara 14 stig í 154-141 sigri Washington Wizards á Indiana Pacers en kappinn var með 21 fráköst og 24 stoðsendingar. Hann varð fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA sem hefur náð fleiri en einum leik með 20 fráköst og 20 stoðsendingar. Hann komst þar fram úr Wilt Chamberlain sem er sá ein sem hefur náð því einu sinni. Þetta var 32. þrenna Westbrook á tímabilinu og 178 þrennan hans á NBA-ferlinum. Russell Westbrook vantar nú aðeins þrjár til að jafna metið hans Oscars Robertson yfir flestar þrennur í sögu NBA-deildarinnar. 14 points Career-high 21 rebounds Career-high tying 24 ASSISTS@russwest44 erupts in the @WashWizards win, putting him 4 triple-doubles away from most all-time! pic.twitter.com/CMtXW0WdbR— NBA (@NBA) May 4, 2021 Það er ekki nóg með það því þessar risatölur tryggja það að Russell Westbrook verður með þrennu að meðaltali á tímabilinu og er þetta fjórða leiktíðin sem hann nær því. Aðeins einn annar leikmaður hefur náð því og það bara einu sinni. Robertson var með þrennu að meðaltali tímabilið 1961-62. „Leikstjórnendur gera bara ekki það sem hann gerir. Hann er ekki venjulegur og þeir eru ekki byggðir svona,“ sagði þjálfari hans Scott Brooks. „Það er kannski einhver sem skýtur boltanum betur og það eru einhverjir sem gera einhverja hluti betur en hann. Það er hins vegar enginn í sögu leiksins sem getur fyllt út tölfræðiblaðið eins og hann,“ sagði Brooks. „Ég sagði alltaf að hann muni líklega enda sem þriðji besti leikstjórnandi sögunnar en ég held að hann sé kominn fram úr einum. Hann mun líklega enda sem sá annar besti og númer eitt er auðvitað Magic [Johnson]. Hann er ekki metinn af verðleikum,“ sagði Scott Brooks um Russell Westbrook. Sigurinn þýðir að Washington Wizards liðið er aðeins einum og hálfum sigri á eftir Indiana Pacers en liðið eru í 9. og 10. sæti í Austurdeildinni. Liðin í sjöunda til tíunda sæti fara í umspilið um sætið í úrslitakeppninni. Draymond Green posts a triple-double in the @warriors win and becomes Marvel's first #ArenaOfHeroes champion with a game-high 48 Hero Points! @Money23Green: 10 PTS, 13 REB, 15 AST pic.twitter.com/wBVUZNeLEw— NBA (@NBA) May 4, 2021 Stephen Curry er ekkert að kólna mikið niður en hann var með 41 stig þegar Golden State Warriors vann 123-108 útisigur á New Orleans Pelicans. Félagi hans Draymond Green bauð líka upp á þrennu en hann var með 10 stig, 15 stoðsendingar og 13 fráköst. Þetta var mikilvægur sigur í baráttu Golden State Warriors fyrir sæti í úrslitakeppninni. Another 40+ point outing for Steph!41 PTS | 8 3PM | 8 AST pic.twitter.com/9urFYBIDia— NBA (@NBA) May 4, 2021 Andrew Wiggins skoraði 26 stig fyrir Golden State en Zion Williamson var með 32 stig fyrir heimamenn og Brandon Ingram skoraði 19 stig. Pelicans þurfti á sigri að halda en var komið 20 stigum undir í fyrsta leikhlutanum þar sem umræddur Stephen Curry skoraði 17 stig. Golden State er í tíunda og síðasta sætinu sem gefur sæti í umspilinu í Vesturdeildinni og náði með þessum sigri fjögurra sigra forskot á New Orleans Pelicans þegar aðeins sjö leikir eru eftir. 25 PTS and the game-clinching block for @AntDavis23 in the @Lakers W vs. Denver! #LakeShow pic.twitter.com/Wup4et8mMA— NBA (@NBA) May 4, 2021 Anthony Davis skoraði 25 stig þegar Los Angeles Lakers endaði þriggja leikja taphrinu með 93-89 sigri á Denver Nuggets. LeBron James var hvíldur í leiknum en Lakers hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum eftir að hann kom til baka. Talen Horton-Tucker innsiglaði sigur Lakers með körfu 15,1 sekúndu fyrir leikslok en Nuggets hafði unnið upp forskot Lakers á lokamínútunum. Nikola Jokic skoraði 32 stig fyrir Denver. @drose puts up a season-high 25 off the @nyknicks bench! pic.twitter.com/nSzykxQPAS— NBA (@NBA) May 4, 2021 Melo drops 14 PTS en route to moving into 10th on the all-time scoring list! pic.twitter.com/DkKjMJJAl9— NBA (@NBA) May 4, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Washington Wizards - Indiana Pacers 154-141 Detriot Pistons - Orlando Magic 112-119 New Orleans Pelicans - Golden State Warriors 108-123 Los Angeles Lakers - Denver Nuggets 93-89 Atlanta Hawks - Portland Trail Blazers 123-114 Chicago Bulls - Philadelphia 76ers 94-106 Memphis Grizzlies - New York Knicks 104-118 Utah Jazz - San Antonio Spurs 110-99 The @utahjazz move back atop the West!Teams ranked 7-10 will participate in the #StateFarmPlayIn Tournament after the regular season (May 18-21) to secure the final two spots in the #NBAPlayoffs for each conference. pic.twitter.com/dOMm8a5ajR— NBA (@NBA) May 4, 2021
Úrslitin í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Washington Wizards - Indiana Pacers 154-141 Detriot Pistons - Orlando Magic 112-119 New Orleans Pelicans - Golden State Warriors 108-123 Los Angeles Lakers - Denver Nuggets 93-89 Atlanta Hawks - Portland Trail Blazers 123-114 Chicago Bulls - Philadelphia 76ers 94-106 Memphis Grizzlies - New York Knicks 104-118 Utah Jazz - San Antonio Spurs 110-99
NBA Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira