Hættusvæðið í kringum gosið stækkað Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. maí 2021 12:05 Hættusvæði í kringum öflugasta gíginn verður stækkað. vísir/Vilhelm Allt að fimmtán sentimetra hraunmolar hafa skotist upp úr öflugasta gígnum í Geldingadölum eftir að gosvirknin breyttist. Hættusvæðið verður því stækkað. Náttúruvásérfræðingar á Veðurstofunni funduðu í morgun um stöðu eldgossins á Reykjanesi. Sara Barsotti, fagstjóri eldfjallavár, á Veðurstofu Íslands segir að stækka þurfi hættusvæðið eftir breytingar sem urðu á gosvirkninni aðfaranótt sunnudags. „Núna einkennist eldgosavirknin af reglulegum kvikustrókum sem ná allt að þrjú hundruð metra hæð,” segir Sara. Samhliða þessu geta hraunmolar sem eru allt að fimmtán sentimetrar að stærð skotist nokkuð langt út frá gígnum. Samkvæmt drögum að nýju hættusvæði er gert ráð fyrir að það verði allt að 650 metrar í kringum öflugasta gíginn, eða gíg númer fimm, þegar vindhraði fer upp í fimmtán metra á sekúndu. Gert er ráð fyrir að hættusvæðið sé nokkuð minna í rólegri vindátt, eða fjögur hundruð metrar. Til stendur að breyta gönguleið við gíginn.vísir/Vilhelm Sara segir ástæðu fyrir fólk til þess að fara varlega þar sem minni hraunmolar geta einnig skotist lengra. Unnið er að því að breyta gönguleiðinni þannig að hún liggi fyrir utan svæðið. „Viðbragðsaðilar sem eru að vinna á svæðinu eru að núna að leggja til að breyta gönguleiðinni þannig að það verði bannað að fara inn á þetta hættusvæði,” segir Sara. Enn sé erfitt að segja til um hvað veldur breyttri virkni en fylgst er með breytingum á kviku og gastegundum. „Við erum að safna gögnum og fara yfir þau en það er enn ekki skýrt eða ljóst af hverju við erum að sjá þessar breytingar,” segir Sara. Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Grindavík Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira
Náttúruvásérfræðingar á Veðurstofunni funduðu í morgun um stöðu eldgossins á Reykjanesi. Sara Barsotti, fagstjóri eldfjallavár, á Veðurstofu Íslands segir að stækka þurfi hættusvæðið eftir breytingar sem urðu á gosvirkninni aðfaranótt sunnudags. „Núna einkennist eldgosavirknin af reglulegum kvikustrókum sem ná allt að þrjú hundruð metra hæð,” segir Sara. Samhliða þessu geta hraunmolar sem eru allt að fimmtán sentimetrar að stærð skotist nokkuð langt út frá gígnum. Samkvæmt drögum að nýju hættusvæði er gert ráð fyrir að það verði allt að 650 metrar í kringum öflugasta gíginn, eða gíg númer fimm, þegar vindhraði fer upp í fimmtán metra á sekúndu. Gert er ráð fyrir að hættusvæðið sé nokkuð minna í rólegri vindátt, eða fjögur hundruð metrar. Til stendur að breyta gönguleið við gíginn.vísir/Vilhelm Sara segir ástæðu fyrir fólk til þess að fara varlega þar sem minni hraunmolar geta einnig skotist lengra. Unnið er að því að breyta gönguleiðinni þannig að hún liggi fyrir utan svæðið. „Viðbragðsaðilar sem eru að vinna á svæðinu eru að núna að leggja til að breyta gönguleiðinni þannig að það verði bannað að fara inn á þetta hættusvæði,” segir Sara. Enn sé erfitt að segja til um hvað veldur breyttri virkni en fylgst er með breytingum á kviku og gastegundum. „Við erum að safna gögnum og fara yfir þau en það er enn ekki skýrt eða ljóst af hverju við erum að sjá þessar breytingar,” segir Sara.
Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Grindavík Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira