Íslendingur leiðtogi „költs“ þar sem kynferðisleg orka er sögð ráða ríkjum Snorri Másson skrifar 5. maí 2021 14:59 Guðni Halldór "Frater Ged" Guðnason er skólameistari Modern Mystery School. Modern Mystery School Íslendingurinn Guðni Halldór Guðnason, fæddur 1958, rekur að sögn fréttamiðilsins VICE hálfgerða svikamyllu sem heitir Modern Mystery School. Guðni býr sjálfur í Japan og er ekki til viðtals í grein Vice, en skóli hans hefur haft starfsemi víða, meðal annars í Kanada og Japan. Greinin er ansi löng og ýtarleg og fer ekki lofsamlegum orðum um Modern Mystery School. Starfsemi skólans er að sögn Vice eins konar „költ“ og það kostar fúlgur fjár að fá inngöngu í hann. Á sama tíma segja fyrrverandi nemendur frá því að hafa verið niðurlægðir og jafnvel upplifað skrýtið kynferðislegt andrúmsloft innan veggja skólans. Sumir nemendur tala beinlínis um kynferðislega misnotkun. Markmiðið með náminu er öðrum þræði að þjálfa fólk undir afrek í viðskiptalífi en hugmyndafræðin hefur þó mikla andlega slagsíðu. Guðni Guðnason í myndbandi Modern Mystery School frá 2009.YouTube/Modern Mystery School Andlegt DNA Svo að tekið sé dæmi úr námskránni, er eitt af því sem Guðni hefur kennt nemendum sínum aðferð til að virkja „andlega DNA-ið“ í fólki, sem á að vera meira en 3.000 ára gömul tækni. Sjálfum tókst Guðna ekki að fullkomna þá tækni sjálfur fyrr en hann mætti veru af annarri plánetu. Þeim sem tekst að virkja þetta DNA hjá sér, eiga samkvæmt kenningum skólans að geta notið „raunverulegrar líkamlegrar reynslu af hinum andlega heimi.“ Nemendur skólans eru hvattir til að fara sjálfir út í rekstur sinna eigin andlegu stofnana á grundvelli þeirrar þekkingar sem þeir afla í náminu. Ekki er vanþörf á, námið kostar fleiri milljónir króna ef fólk vill ganga alla leið. Guðni Halldór Guðnason hefur lengi rekið alþjóðlegan dulspekiskóla og rakað inn fé.YouTube/Orly Bar-Kima, Practical Inspiration Vice leitar fanga víða og ljóst að mikil vinna liggur til grundvallar greininni. Sumir viðmælendur koma fram undir nafni en aðrir þora það ekki, að sögn miðilsins vegna lagalegra þagnareiða sem fólkið hefur unnið. Rætt er við Harald Dean Nelson, föður bardagakappans Gunnars Nelson, um Guðna Guðnason. Haraldur lýsir því að Guðni hafi verið þekktur í heimi bardagaíþrótta á Íslandi á tíunda áratugnum, en aldrei verið tekinn alvarlega, enda ljóst að hann væri „fullur af skít“ eins og Haraldur orðar það. Síðar flutti Guðni til útlanda, þar sem hann hefur náð verulegum árangri á sínu sviði sem skólameistari Modern Mystery School. Urmull viðtala við Guðna er aðgengilegur víða á netinu og lesa má umfjöllun DV frá 2016 hér. Hér er síðan ótrúlega efnismikil ferilskrá Guðna. Íslendingar erlendis Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Guðni býr sjálfur í Japan og er ekki til viðtals í grein Vice, en skóli hans hefur haft starfsemi víða, meðal annars í Kanada og Japan. Greinin er ansi löng og ýtarleg og fer ekki lofsamlegum orðum um Modern Mystery School. Starfsemi skólans er að sögn Vice eins konar „költ“ og það kostar fúlgur fjár að fá inngöngu í hann. Á sama tíma segja fyrrverandi nemendur frá því að hafa verið niðurlægðir og jafnvel upplifað skrýtið kynferðislegt andrúmsloft innan veggja skólans. Sumir nemendur tala beinlínis um kynferðislega misnotkun. Markmiðið með náminu er öðrum þræði að þjálfa fólk undir afrek í viðskiptalífi en hugmyndafræðin hefur þó mikla andlega slagsíðu. Guðni Guðnason í myndbandi Modern Mystery School frá 2009.YouTube/Modern Mystery School Andlegt DNA Svo að tekið sé dæmi úr námskránni, er eitt af því sem Guðni hefur kennt nemendum sínum aðferð til að virkja „andlega DNA-ið“ í fólki, sem á að vera meira en 3.000 ára gömul tækni. Sjálfum tókst Guðna ekki að fullkomna þá tækni sjálfur fyrr en hann mætti veru af annarri plánetu. Þeim sem tekst að virkja þetta DNA hjá sér, eiga samkvæmt kenningum skólans að geta notið „raunverulegrar líkamlegrar reynslu af hinum andlega heimi.“ Nemendur skólans eru hvattir til að fara sjálfir út í rekstur sinna eigin andlegu stofnana á grundvelli þeirrar þekkingar sem þeir afla í náminu. Ekki er vanþörf á, námið kostar fleiri milljónir króna ef fólk vill ganga alla leið. Guðni Halldór Guðnason hefur lengi rekið alþjóðlegan dulspekiskóla og rakað inn fé.YouTube/Orly Bar-Kima, Practical Inspiration Vice leitar fanga víða og ljóst að mikil vinna liggur til grundvallar greininni. Sumir viðmælendur koma fram undir nafni en aðrir þora það ekki, að sögn miðilsins vegna lagalegra þagnareiða sem fólkið hefur unnið. Rætt er við Harald Dean Nelson, föður bardagakappans Gunnars Nelson, um Guðna Guðnason. Haraldur lýsir því að Guðni hafi verið þekktur í heimi bardagaíþrótta á Íslandi á tíunda áratugnum, en aldrei verið tekinn alvarlega, enda ljóst að hann væri „fullur af skít“ eins og Haraldur orðar það. Síðar flutti Guðni til útlanda, þar sem hann hefur náð verulegum árangri á sínu sviði sem skólameistari Modern Mystery School. Urmull viðtala við Guðna er aðgengilegur víða á netinu og lesa má umfjöllun DV frá 2016 hér. Hér er síðan ótrúlega efnismikil ferilskrá Guðna.
Íslendingar erlendis Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira