Hljóð og mynd Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 7. maí 2021 08:01 Unga fólkið okkar er að taka lokapróf um þessar mundir. Gluggaveðrið freistar þeirra til útiveru, en eins og við öll þrá þau samveru og meira frelsi en síðast liðið ár hefur boðið upp á og þau horfa eðlilega björtum augum til sólardaga án næturmyrkva sem og framtíðarinnar. Það kastar skugga á annars gleðilega sólardaga að renna huga til þess að því lengra sem líður á menntabrautinni fer að myndast gjá í hóp ungs fólks. Drengir falla frá námi á slíkum hraða að þegar í háskóla er komið eru þeir umtalsvert færri en hófu framhaldsskólanám og nú þegar útskrifast fleiri konur en karlar úr háskólum landsins. Ójafnvægið blasir því strax við þegar út á vinnumarkað skal haldið en tekur breytingum eftir því sem lengra er komið í atvinnulífinu. Þá snýst skekkjan aftur við og konur sem leiddu veginn á leið út úr háskólanum þreyja að því er virðist endalausa baráttu við glerþak sem neitar að gefa sig. Þó langt sé síðan að við sem samfélag tókum ákvörðun um að vera fremst jafningja fyrir jafnrétti þá höfum við ekki náð að setja það í verk, hugmyndin um jafnrétti er frekar á orði en á borði. Þannig minnir atvinnulífið á þöglu myndirnar – hljóð og mynd fara ekki saman. Við eigum hugmynd um jafnrétti en framkvæmdin lætur á sér standa. Jafnrétti í stjórnunarstöðum bæði stjórna og framkvæmdastjórna heyrir til einstakra undantekninga og þá einna helst hjá fyrirtækjum sem hafa tekið markvissa ákvörðun um að forgangsraða jafnrétti og fjölbreytni OG lánast að framkvæma. Það stefnir sjálfkrafa því í annan hring af kynja- og jafnréttisskekkju sem mun taka dágóða stund fyrir samfélagið okkar að finna leið út úr. Málið er að við erum harðdugleg, kröftug og kjörkuð þjóð. Fyrst við getum klappað stemmingar-HÚH! í takt, þá getum við líka stappað jafnrétti í takt í samfélagi okkar. Að tengja saman hljóð og mynd atvinnulífsins með nýjum aðferðum og tækjum er ekki einungis samfélaginu til heilla og góða, heldur varðar hreinlega samkeppnishæfni samfélagsins í heild sem nú glímir við áður óheyrðar atvinnuleysistölur um áratuga skeið. Stillum hugarfarið af, horfum keik mót sólu, sköpum menningu fjölbreytni, grósku og vaxtar og okkur mun farnast vel. Það er bara ein góð leið fær, en útfærslurnar óteljandi. Njóta sólardaganna sem mest við megum, vera samhuga og samstíga í að framkvæma og iðka jafnrétti meira í dag en í gær og þannig jafnast sársaukafullar skekkjur og sambandsrof á mun einfaldari og skjótari máta en ella. Við þurfum á öllum okkar styrkleikum og orku að halda til þess að eiga heilbrigt og kraftmikið atvinnulíf. Fjölbreytni er grundvallarbreyta og hraðall til farsældar á þessari vegferð. Keyrum hljóð og mynd í takt með ákvörðun um jafnrétti til framkvæmda nú þegar, ellegar mætir önnur jafnréttisskekkja unga fólkinu þegar skólanum lýkur og sumri fer að halla. Við getum auðveldlega gert betur og eigum betra skilið frá okkur sjálfum. Jafnrétti er ákvörðun. Ákvörðun sem engin framkvæmd fylgir heitir skoðun. Sýnum jafnrétti jafnt í orði sem á borði og tengjum saman hljóð og mynd. Höfundur er eigandi Vinnupalla, fjárfestir og FKA kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Unga fólkið okkar er að taka lokapróf um þessar mundir. Gluggaveðrið freistar þeirra til útiveru, en eins og við öll þrá þau samveru og meira frelsi en síðast liðið ár hefur boðið upp á og þau horfa eðlilega björtum augum til sólardaga án næturmyrkva sem og framtíðarinnar. Það kastar skugga á annars gleðilega sólardaga að renna huga til þess að því lengra sem líður á menntabrautinni fer að myndast gjá í hóp ungs fólks. Drengir falla frá námi á slíkum hraða að þegar í háskóla er komið eru þeir umtalsvert færri en hófu framhaldsskólanám og nú þegar útskrifast fleiri konur en karlar úr háskólum landsins. Ójafnvægið blasir því strax við þegar út á vinnumarkað skal haldið en tekur breytingum eftir því sem lengra er komið í atvinnulífinu. Þá snýst skekkjan aftur við og konur sem leiddu veginn á leið út úr háskólanum þreyja að því er virðist endalausa baráttu við glerþak sem neitar að gefa sig. Þó langt sé síðan að við sem samfélag tókum ákvörðun um að vera fremst jafningja fyrir jafnrétti þá höfum við ekki náð að setja það í verk, hugmyndin um jafnrétti er frekar á orði en á borði. Þannig minnir atvinnulífið á þöglu myndirnar – hljóð og mynd fara ekki saman. Við eigum hugmynd um jafnrétti en framkvæmdin lætur á sér standa. Jafnrétti í stjórnunarstöðum bæði stjórna og framkvæmdastjórna heyrir til einstakra undantekninga og þá einna helst hjá fyrirtækjum sem hafa tekið markvissa ákvörðun um að forgangsraða jafnrétti og fjölbreytni OG lánast að framkvæma. Það stefnir sjálfkrafa því í annan hring af kynja- og jafnréttisskekkju sem mun taka dágóða stund fyrir samfélagið okkar að finna leið út úr. Málið er að við erum harðdugleg, kröftug og kjörkuð þjóð. Fyrst við getum klappað stemmingar-HÚH! í takt, þá getum við líka stappað jafnrétti í takt í samfélagi okkar. Að tengja saman hljóð og mynd atvinnulífsins með nýjum aðferðum og tækjum er ekki einungis samfélaginu til heilla og góða, heldur varðar hreinlega samkeppnishæfni samfélagsins í heild sem nú glímir við áður óheyrðar atvinnuleysistölur um áratuga skeið. Stillum hugarfarið af, horfum keik mót sólu, sköpum menningu fjölbreytni, grósku og vaxtar og okkur mun farnast vel. Það er bara ein góð leið fær, en útfærslurnar óteljandi. Njóta sólardaganna sem mest við megum, vera samhuga og samstíga í að framkvæma og iðka jafnrétti meira í dag en í gær og þannig jafnast sársaukafullar skekkjur og sambandsrof á mun einfaldari og skjótari máta en ella. Við þurfum á öllum okkar styrkleikum og orku að halda til þess að eiga heilbrigt og kraftmikið atvinnulíf. Fjölbreytni er grundvallarbreyta og hraðall til farsældar á þessari vegferð. Keyrum hljóð og mynd í takt með ákvörðun um jafnrétti til framkvæmda nú þegar, ellegar mætir önnur jafnréttisskekkja unga fólkinu þegar skólanum lýkur og sumri fer að halla. Við getum auðveldlega gert betur og eigum betra skilið frá okkur sjálfum. Jafnrétti er ákvörðun. Ákvörðun sem engin framkvæmd fylgir heitir skoðun. Sýnum jafnrétti jafnt í orði sem á borði og tengjum saman hljóð og mynd. Höfundur er eigandi Vinnupalla, fjárfestir og FKA kona.
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar