Áslaug Arna sækist eftir fyrsta sæti í Reykjavík Eiður Þór Árnason skrifar 6. maí 2021 11:22 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Aðsend Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar sem fram fara í september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Áslaugu Örnu en sameiginlegt prófkjör flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fer fram dagana 4. til 5. júní næstkomandi. Hún var í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu þingkosningar. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist sömuleiðis eftir því að leiða annan lista flokksins í Reykjavík. Áslaug hefur verið þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 2016 og var skipuð dómsmálaráðherra í september 2019. Hún hefur einnig gegnt formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd, Íslandsdeild NATO og utanríkismálanefnd Alþingis. Árið 2015 var Áslaug Arna kjörin ritari Sjálfstæðisflokksins og hafði áður gegnt formennsku í Heimdalli, setið í stjórn SUS og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Mikilvæg verkefni framundan „Í störfum mínum síðastliðin ár hef ég lagt mig fram um að nýta þau tækifæri sem ég hef sóst eftir og fengið til að vinna að því að hafa góð áhrif á samfélag okkar og tryggja réttindi einstaklinga. Innan Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi og sem dómsmálaráðherra. Stjórnmál eiga að snúast um það að gera samfélagið betra og réttlátara þannig að sem flestir geti nýtt þau tækifæri sem til staðar eru. Við eigum að stefna að því að einfalda líf fólks og að kerfið lagi sig að fólki en fólk þurfi ekki að laga sig að kerfinu. Ég vil byggja á bjartsýni til framtíðar, nýta góðar hugmyndir og raunhæfar lausnir, tryggja öryggi okkar og samkeppnishæfni landsins og sameina ólík sjónarmið í samfélaginu. Það eru mikilvæg verkefni framundan en á sama tíma bíða okkar enn fleiri tækifæri sem við þurfum að grípa,“ segir Áslaug Arna í yfirlýsingu sinni. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Guðlaugur Þór vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Guðlaugur Þór leiddi lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. 30. apríl 2021 10:43 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Áslaugu Örnu en sameiginlegt prófkjör flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fer fram dagana 4. til 5. júní næstkomandi. Hún var í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu þingkosningar. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist sömuleiðis eftir því að leiða annan lista flokksins í Reykjavík. Áslaug hefur verið þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 2016 og var skipuð dómsmálaráðherra í september 2019. Hún hefur einnig gegnt formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd, Íslandsdeild NATO og utanríkismálanefnd Alþingis. Árið 2015 var Áslaug Arna kjörin ritari Sjálfstæðisflokksins og hafði áður gegnt formennsku í Heimdalli, setið í stjórn SUS og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Mikilvæg verkefni framundan „Í störfum mínum síðastliðin ár hef ég lagt mig fram um að nýta þau tækifæri sem ég hef sóst eftir og fengið til að vinna að því að hafa góð áhrif á samfélag okkar og tryggja réttindi einstaklinga. Innan Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi og sem dómsmálaráðherra. Stjórnmál eiga að snúast um það að gera samfélagið betra og réttlátara þannig að sem flestir geti nýtt þau tækifæri sem til staðar eru. Við eigum að stefna að því að einfalda líf fólks og að kerfið lagi sig að fólki en fólk þurfi ekki að laga sig að kerfinu. Ég vil byggja á bjartsýni til framtíðar, nýta góðar hugmyndir og raunhæfar lausnir, tryggja öryggi okkar og samkeppnishæfni landsins og sameina ólík sjónarmið í samfélaginu. Það eru mikilvæg verkefni framundan en á sama tíma bíða okkar enn fleiri tækifæri sem við þurfum að grípa,“ segir Áslaug Arna í yfirlýsingu sinni.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Guðlaugur Þór vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Guðlaugur Þór leiddi lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. 30. apríl 2021 10:43 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Guðlaugur Þór vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Guðlaugur Þór leiddi lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. 30. apríl 2021 10:43