Afkoma þriggja banka 24 milljörðum betri en á sama tíma í fyrra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. maí 2021 14:50 Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka, Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka og Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans. Vísir Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn hafa nú allir skilað uppgjöri fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins. Samanlagður hagnaður þeirra er 17,2 milljarðar króna samanborið við sjö milljarða tap á sama tíma í fyrra. Landsbankinn skilar mestum hagnaði eða 7,6 milljörðum, Arion banki 6 milljörðum og Íslandsbanki 3,6 milljörðum króna. Landsbankinn skilaði uppgjöri sínu í dag. Þar kemur fram að hagnaður á fyrstu þremur mánuðum ársins nemi 7,6 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 3,6 milljarða króna tap á sama tíma fyrir ári. Þjónustutekjur hafi aukist á fyrstu þremur mánuðum ársins vegna meiri umsvifa en vaxtamunur minnkað. Þá hafi hagkvæmni í rekstri haldið áfram að aukast. Spár um efnahagsbata og ítarlegt mat á útlánasafninu valdi því að virðisbreytingar útlána séu jákvæðar um 2,5 milljarða króna. Markaðshlutdeild bankans á einstaklingsmarkaði er um 38%. Jákvæðar virðisbreytingar á fjórðungnum megi rekja til þess að efnahagssamdráttur árið 2020 reyndist minni en útlit var fyrir og horfur séu á jákvæðum viðsnúningi á árinu 2021. Heildareignir Landsbankans jukust um 36,8 milljarða króna á tímabilinu og námu 1.601 milljarði króna í lok fyrsta ársfjórðungs. Á aðalfundi bankans, sem haldinn var í mars var samþykkt tillaga bankaráðs um að greiða arð til hluthafa vegna rekstrarársins 2020 að fjárhæð 4.489 milljónir króna og hefur arðurinn verið greiddur út. Bankinn er í 98% eigu ríkisins og starfsmenn eiga um 2% hlut. Íslandsbanki skilaði uppgjöri fyrir ársfjórðunginn í gær. Íslandsbanki hagnaðist á tímabilinu um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2021. Á sama fjórðungi árið 2020 tapaði bankinn 1,4 milljarði og arðsemi eigin fjár var neikvæð um þrjú prósent. Birna Einarsdóttir sagði við það tækifæri að stefnt sé að skráningu hlutabréfa bankans á skipulegan verðbréfamarkað, að undangengnu útboði í júní. Arion banki hagnaðist um rúma sex milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins 2021. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 12,5 prósent. Það er mun betri afkoma borið saman við fyrsta ársfjórðung 2020, þegar bankinn tapaði rúmum tveimur milljörðum og afkoma eigin fjár var neikvæð um 4,6 prósent. Eiginfjárhlutfall var 26,9 prósent í lok mars. Arðgreiðsla og endurkaup á hlutabréfum bankans námu 14,8 milljörðum króna. Alls högnuðust bankarnir þrír því um 17,2 milljarða á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við sjö milljarða tap í fyrra. Heildarafkoma bankanna er því 24 milljörðum betri nú en í fyrra. Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 7,7 prósent. á sama fjórðungi árið 2020 tapaði bankinn 1,4 milljarði og arðsemi eigin fjár var neikvæð um þrjú prósent. 5. maí 2021 18:10 Arion hagnaðist um rúma sex milljarða Arion banki hagnaði um rúma sex milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins 2021. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 12,5 prósent. Það er mun betri afkoma borið saman við fyrsta ársfjórðung 2020, þega bankinn tapaði rúmum tveimur milljörðum og afkoma eigin fjár var neikvæð um 4,6 prósent. 5. maí 2021 17:38 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Landsbankinn skilaði uppgjöri sínu í dag. Þar kemur fram að hagnaður á fyrstu þremur mánuðum ársins nemi 7,6 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 3,6 milljarða króna tap á sama tíma fyrir ári. Þjónustutekjur hafi aukist á fyrstu þremur mánuðum ársins vegna meiri umsvifa en vaxtamunur minnkað. Þá hafi hagkvæmni í rekstri haldið áfram að aukast. Spár um efnahagsbata og ítarlegt mat á útlánasafninu valdi því að virðisbreytingar útlána séu jákvæðar um 2,5 milljarða króna. Markaðshlutdeild bankans á einstaklingsmarkaði er um 38%. Jákvæðar virðisbreytingar á fjórðungnum megi rekja til þess að efnahagssamdráttur árið 2020 reyndist minni en útlit var fyrir og horfur séu á jákvæðum viðsnúningi á árinu 2021. Heildareignir Landsbankans jukust um 36,8 milljarða króna á tímabilinu og námu 1.601 milljarði króna í lok fyrsta ársfjórðungs. Á aðalfundi bankans, sem haldinn var í mars var samþykkt tillaga bankaráðs um að greiða arð til hluthafa vegna rekstrarársins 2020 að fjárhæð 4.489 milljónir króna og hefur arðurinn verið greiddur út. Bankinn er í 98% eigu ríkisins og starfsmenn eiga um 2% hlut. Íslandsbanki skilaði uppgjöri fyrir ársfjórðunginn í gær. Íslandsbanki hagnaðist á tímabilinu um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2021. Á sama fjórðungi árið 2020 tapaði bankinn 1,4 milljarði og arðsemi eigin fjár var neikvæð um þrjú prósent. Birna Einarsdóttir sagði við það tækifæri að stefnt sé að skráningu hlutabréfa bankans á skipulegan verðbréfamarkað, að undangengnu útboði í júní. Arion banki hagnaðist um rúma sex milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins 2021. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 12,5 prósent. Það er mun betri afkoma borið saman við fyrsta ársfjórðung 2020, þegar bankinn tapaði rúmum tveimur milljörðum og afkoma eigin fjár var neikvæð um 4,6 prósent. Eiginfjárhlutfall var 26,9 prósent í lok mars. Arðgreiðsla og endurkaup á hlutabréfum bankans námu 14,8 milljörðum króna. Alls högnuðust bankarnir þrír því um 17,2 milljarða á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við sjö milljarða tap í fyrra. Heildarafkoma bankanna er því 24 milljörðum betri nú en í fyrra.
Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 7,7 prósent. á sama fjórðungi árið 2020 tapaði bankinn 1,4 milljarði og arðsemi eigin fjár var neikvæð um þrjú prósent. 5. maí 2021 18:10 Arion hagnaðist um rúma sex milljarða Arion banki hagnaði um rúma sex milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins 2021. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 12,5 prósent. Það er mun betri afkoma borið saman við fyrsta ársfjórðung 2020, þega bankinn tapaði rúmum tveimur milljörðum og afkoma eigin fjár var neikvæð um 4,6 prósent. 5. maí 2021 17:38 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 7,7 prósent. á sama fjórðungi árið 2020 tapaði bankinn 1,4 milljarði og arðsemi eigin fjár var neikvæð um þrjú prósent. 5. maí 2021 18:10
Arion hagnaðist um rúma sex milljarða Arion banki hagnaði um rúma sex milljarða króna á fyrsta fjórðungi ársins 2021. Arðsemi eiginfjár á tímabilinu var 12,5 prósent. Það er mun betri afkoma borið saman við fyrsta ársfjórðung 2020, þega bankinn tapaði rúmum tveimur milljörðum og afkoma eigin fjár var neikvæð um 4,6 prósent. 5. maí 2021 17:38