„Þetta er svo mikið bíó,“ segir Guðmundur um stóra berjarunnamálið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. maí 2021 10:49 Guðmundur í „garðinum“. Vísir/Vilhelm „Þetta er svo mikið bíó,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason um þá ákvörðun borgarráðs að hafna deiliskipulagsbreytingu í Vogabyggð. Ákvörðunin hefur það í för með sér að íbúum á fyrstu hæð er skylt að vera með örlítinn grasblett og berjarunna á lóð sinni. „Ég hélt að mér væri að takast þetta, eftir að hafa fengið þau í heimsókn,“ segir hann. „Og ég vil meina að þau hafi tekið undir að það væru vankantar á þessu.“ „Þau“ eru borgarfulltrúarnir Heiða Björg Hilmisdóttir, Líf Magneudóttir og Dóra Björt Guðjónsdóttir en þær greiddu atkvæði gegn breytingunni. Það var verktakafyrirtækið ÞG sem sótti um breytingu á deiliskipulaginu en samkvæmt núgildandi skipulagi er gerð krafa um að sérafnotafletir skuli að lágmarki hafa 50 prósent gróðurþekju og að minnsta kosti einn berjarunna. „Að mati lóðarhafa þá er hér um óeðlilegar kröfur að ræða sem eru hindrandi og til óþurftar fyrir íbúðareigendur og rýri auk þess gæði íbúða og möguleika eigenda til að hámarka nýtingu sinna eigna. Finnst lóðarhafa deiliskipulagið ganga of langt varðandi frágang sérafnotarýma,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa, sem var neikvæður gagnvart breytingunni. En hver er þá staðan? Samkvæmt Fréttablaðinu spurði Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í gær að því hverjar afleiðingarnar yrðu ef íbúar myndu hafa reitinn eins og þeir vildu. Svarið var að ekki yrði framkvæmd lokaúttekt á sérafnotareitunum en skilmálaeftirlit sent á svæðið ef aðrir íbúar kvörtuðu. „Þetta eru auðvitað fráleit afskipti af heimilum fólks. Kerfið verður að vera sveigjanlegt,“ hefur Fréttablaðið eftir Hildi. Í umræðunni hefur margoft verið bent á að vafasamt verði að teljast að gróður muni þrífast vel í skugga skjólveggja. Spurður að því hvort hann sé á leiðinni að kaupa sér runna svarar Guðmundur: „Ég veit það ekki. Við ætlum að meta þetta. Sjáum bara til hvað gerist.“ Hann segist furða sig á þeirri stöðu sem upp er komin. Reykjavík Skipulag Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Sjá meira
„Ég hélt að mér væri að takast þetta, eftir að hafa fengið þau í heimsókn,“ segir hann. „Og ég vil meina að þau hafi tekið undir að það væru vankantar á þessu.“ „Þau“ eru borgarfulltrúarnir Heiða Björg Hilmisdóttir, Líf Magneudóttir og Dóra Björt Guðjónsdóttir en þær greiddu atkvæði gegn breytingunni. Það var verktakafyrirtækið ÞG sem sótti um breytingu á deiliskipulaginu en samkvæmt núgildandi skipulagi er gerð krafa um að sérafnotafletir skuli að lágmarki hafa 50 prósent gróðurþekju og að minnsta kosti einn berjarunna. „Að mati lóðarhafa þá er hér um óeðlilegar kröfur að ræða sem eru hindrandi og til óþurftar fyrir íbúðareigendur og rýri auk þess gæði íbúða og möguleika eigenda til að hámarka nýtingu sinna eigna. Finnst lóðarhafa deiliskipulagið ganga of langt varðandi frágang sérafnotarýma,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa, sem var neikvæður gagnvart breytingunni. En hver er þá staðan? Samkvæmt Fréttablaðinu spurði Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í gær að því hverjar afleiðingarnar yrðu ef íbúar myndu hafa reitinn eins og þeir vildu. Svarið var að ekki yrði framkvæmd lokaúttekt á sérafnotareitunum en skilmálaeftirlit sent á svæðið ef aðrir íbúar kvörtuðu. „Þetta eru auðvitað fráleit afskipti af heimilum fólks. Kerfið verður að vera sveigjanlegt,“ hefur Fréttablaðið eftir Hildi. Í umræðunni hefur margoft verið bent á að vafasamt verði að teljast að gróður muni þrífast vel í skugga skjólveggja. Spurður að því hvort hann sé á leiðinni að kaupa sér runna svarar Guðmundur: „Ég veit það ekki. Við ætlum að meta þetta. Sjáum bara til hvað gerist.“ Hann segist furða sig á þeirri stöðu sem upp er komin.
Reykjavík Skipulag Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Sjá meira