Boðið að fá seinni skammtinn af AstraZeneca fyrr Eiður Þór Árnason skrifar 7. maí 2021 12:29 Alls hafa 57.867 skammtar af bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verið gefnir hér á landi. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að bjóða starfsfólki Landspítala að stytta tímann milli fyrri og seinni bólusetningar með bóluefni AstraZeneca úr tólf vikum í átta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítala. Þar segir að ákveðið hafi verið að teygja bilið milli fyrsta og annars skammts upp í tólf vikur eftir að niðurstöður fyrstu rannsókna í Bretlandi bentu til að slíkt gæti aukið virkni bóluefnisins. Síðan þá hafi fleiri rannsóknir sýnt góða virkni þess með styttra bili á milli skammta. Þeirra á meðal sé stór rannsókn í Bandaríkjunum sem hafi sýnt fram á 76% virkni þegar fjórar vikur liðu milli skammta. Hefur Landspítalinn nú ákveðið í samvinnu við sóttvarnalækni að bjóða upp á endurbólusetningu starfsfólks með AstraZeneca eftir rúmar átta vikur. Samkvæmt skráningu bóluefnisins hér á landi skal gefa seinni skammtinn fjórum til tólf vikum eftir þann fyrri. „Mörgum úr [AstraZeneca] hópnum finnst erfitt að bíða í fullar 12 vikur eftir því að verða fullbólusettir og einnig er akkur af því að hraða ferlinu fyrir Landspítala og fjölga fullbólusettu starfsfólki í klínísku umhverfi sjúklinga hraðar en upphaflega var áætlað,“ segir í yfirlýsingu farsóttarnefndar. Þá segir að starfsfólk geti áfram óskað eftir því að tólf vikur líði milli skammta. Óhætt að blanda saman bóluefnum Greint frá því í vikunni að konur fæddar 1967 eða síðar sem hafi fengið einn skammt af bóluefni AstraZeneca gætu valið að fá bóluefni Pfizer í seinni skammti. Hætt var að bjóða konum undir 55 ára aldri efni AstraZeneca eftir að blóðsegavandamál voru skilgreind sem afar sjaldgæf aukaverkun. Að sögn farsóttanefndar hafa mörg ríki farið þá leið að blanda saman bóluefni AstraZeneca og Pfizer. Ekkert hafi komið fram sem bendi til verri útkomu. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítala. Þar segir að ákveðið hafi verið að teygja bilið milli fyrsta og annars skammts upp í tólf vikur eftir að niðurstöður fyrstu rannsókna í Bretlandi bentu til að slíkt gæti aukið virkni bóluefnisins. Síðan þá hafi fleiri rannsóknir sýnt góða virkni þess með styttra bili á milli skammta. Þeirra á meðal sé stór rannsókn í Bandaríkjunum sem hafi sýnt fram á 76% virkni þegar fjórar vikur liðu milli skammta. Hefur Landspítalinn nú ákveðið í samvinnu við sóttvarnalækni að bjóða upp á endurbólusetningu starfsfólks með AstraZeneca eftir rúmar átta vikur. Samkvæmt skráningu bóluefnisins hér á landi skal gefa seinni skammtinn fjórum til tólf vikum eftir þann fyrri. „Mörgum úr [AstraZeneca] hópnum finnst erfitt að bíða í fullar 12 vikur eftir því að verða fullbólusettir og einnig er akkur af því að hraða ferlinu fyrir Landspítala og fjölga fullbólusettu starfsfólki í klínísku umhverfi sjúklinga hraðar en upphaflega var áætlað,“ segir í yfirlýsingu farsóttarnefndar. Þá segir að starfsfólk geti áfram óskað eftir því að tólf vikur líði milli skammta. Óhætt að blanda saman bóluefnum Greint frá því í vikunni að konur fæddar 1967 eða síðar sem hafi fengið einn skammt af bóluefni AstraZeneca gætu valið að fá bóluefni Pfizer í seinni skammti. Hætt var að bjóða konum undir 55 ára aldri efni AstraZeneca eftir að blóðsegavandamál voru skilgreind sem afar sjaldgæf aukaverkun. Að sögn farsóttanefndar hafa mörg ríki farið þá leið að blanda saman bóluefni AstraZeneca og Pfizer. Ekkert hafi komið fram sem bendi til verri útkomu.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira