Geta tekið annan titil í Safamýri: „Þurfum allar að eiga toppleik“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2021 10:30 Hulda Bryndís Tryggvadóttir og samherjar hennar fagna góðri vörn. vísir/hulda margrét KA/Þór sækir Fram heim í hreinum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna í dag. Norðankonur nálgast leikinn eins og hvern annan þótt mikið sé undir. Liðin eru jöfn að stigum, bæði með tuttugu, en KA/Þór er fyrir ofan Fram vegna sigurs, 27-23, í fyrri leik liðanna. Vegna þeirra úrslita nægir Akureyringum því jafntefli í Safamýrinni í dag til að verða deildarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Þetta leggst bara vel í okkur. Við nálgumst þennan leik eins og hvern annan í deildinni. Við förum í alla leiki til að vinna og það er ekkert öðruvísi með þennan leik,“ sagði Hulda Bryndís Tryggvadóttir, leikmaður KA/Þórs, við Vísi. „Við vitum að Fram er með gríðarlega sterkt lið og við þurfum allar að eiga toppleik til að ná góðum úrslitum.“ Meistaraleikurinn skiptir ekki máli KA/Þór er þegar búið að vinna einn titil í Safamýrinni á tímabilinu. Norðankonur sigruðu Frammara í Meistarakeppni HSÍ síðasta haust, 23-30. Hulda segir að sá sigur gefi lítið þegar út í leikinn í dag verður komið. „Það var óvænt en er búið og deildarkeppnin er öðruvísi. Við vitum innst inni að við getum farið í Safamýrina og unnið en þessi leikur aðstoðar okkur ekki neitt með þennan leik. Þetta er allt annar leikur,“ sagði Hulda. KA/Þór fagnar sigri í Meistarakeppninni í byrjun september á síðasta ári.vísir/hag Hún segir engu breyta þótt KA/Þór dugi jafntefli í leiknum í dag. Liðið ætli að spila til sigurs eins og alltaf. „Við erum ekki að fara að spila upp á jafntefli. Við erum ekki með þannig hugarfar. Við viljum vinna leikinn,“ sagði Hulda. KA/Þór hefur spilað tvo leiki eftir síðasta hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Liðið gerði jafntefli við Stjörnuna, 25-25, í endurteknum „draugamarksleik“ og vann svo Val, 21-19. Huldu finnst KA/Þór hafa komið vel undan hléinu. Eru í góðu formi „Við spiluðum gegn Stjörnunni og fengum þar einn aukaleik fyrir framhaldið. Svo náðum við góðum úrslitum á móti Val og virkuðum í fínu formi. Við æfðum vel, gerðum það sem mátti og erum í þokkalegu standi,“ sagði Hulda. Hún segir að „draugamarkið“ fræga í Mýrinni og allir eftirmálar þess hafi ekki truflað leikmenn KA/Þórs. „Það hafði engin áhrif á hópinn sjálfan. Leikmennirnir lokuðu á þetta og það voru aðrir í þessu fyrir okkur,“ sagði Hulda. Rut best í deildinni KA/Þór hefur gengið mjög vel í vetur og aðeins tapað einum af þrettán deildarleikjum sínum. Leikmannahópurinn er mjög svipaður og í fyrra fyrir utan Rut Jónsdóttur sem hefur gjörbreytt liði KA/Þórs eftir komuna frá Danmörku. „Allir sjá að Rut er besti leikmaðurinn í deildinni og það eru þvílík forréttindi að fá að spila með henni,“ sagði Hulda. Rut Jónsdóttir hefur gert gott lið KA/Þórs enn betra.vísir/hulda margrét „Við höfum ekki verið örvhentan leikmann hægra megin fyrir utan og ég sjálf spilað þar. Þannig að Rut var púslið sem vantaði. Svo eru aðrir leikmenn árinu eldri og reynslunni ríkari og við erum að uppskera.“ Hulda segir að Rut geri aðra leikmenn í kringum sig betri. „Hún dregur mikið í sig og er geggjaður leikmaður. Það er frábært að spila með henni,“ sagði Hulda að lokum. Leikur Fram og KA/Þórs hefst klukkan 13:30 í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Fleiri fréttir Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Sjá meira
Liðin eru jöfn að stigum, bæði með tuttugu, en KA/Þór er fyrir ofan Fram vegna sigurs, 27-23, í fyrri leik liðanna. Vegna þeirra úrslita nægir Akureyringum því jafntefli í Safamýrinni í dag til að verða deildarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Þetta leggst bara vel í okkur. Við nálgumst þennan leik eins og hvern annan í deildinni. Við förum í alla leiki til að vinna og það er ekkert öðruvísi með þennan leik,“ sagði Hulda Bryndís Tryggvadóttir, leikmaður KA/Þórs, við Vísi. „Við vitum að Fram er með gríðarlega sterkt lið og við þurfum allar að eiga toppleik til að ná góðum úrslitum.“ Meistaraleikurinn skiptir ekki máli KA/Þór er þegar búið að vinna einn titil í Safamýrinni á tímabilinu. Norðankonur sigruðu Frammara í Meistarakeppni HSÍ síðasta haust, 23-30. Hulda segir að sá sigur gefi lítið þegar út í leikinn í dag verður komið. „Það var óvænt en er búið og deildarkeppnin er öðruvísi. Við vitum innst inni að við getum farið í Safamýrina og unnið en þessi leikur aðstoðar okkur ekki neitt með þennan leik. Þetta er allt annar leikur,“ sagði Hulda. KA/Þór fagnar sigri í Meistarakeppninni í byrjun september á síðasta ári.vísir/hag Hún segir engu breyta þótt KA/Þór dugi jafntefli í leiknum í dag. Liðið ætli að spila til sigurs eins og alltaf. „Við erum ekki að fara að spila upp á jafntefli. Við erum ekki með þannig hugarfar. Við viljum vinna leikinn,“ sagði Hulda. KA/Þór hefur spilað tvo leiki eftir síðasta hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Liðið gerði jafntefli við Stjörnuna, 25-25, í endurteknum „draugamarksleik“ og vann svo Val, 21-19. Huldu finnst KA/Þór hafa komið vel undan hléinu. Eru í góðu formi „Við spiluðum gegn Stjörnunni og fengum þar einn aukaleik fyrir framhaldið. Svo náðum við góðum úrslitum á móti Val og virkuðum í fínu formi. Við æfðum vel, gerðum það sem mátti og erum í þokkalegu standi,“ sagði Hulda. Hún segir að „draugamarkið“ fræga í Mýrinni og allir eftirmálar þess hafi ekki truflað leikmenn KA/Þórs. „Það hafði engin áhrif á hópinn sjálfan. Leikmennirnir lokuðu á þetta og það voru aðrir í þessu fyrir okkur,“ sagði Hulda. Rut best í deildinni KA/Þór hefur gengið mjög vel í vetur og aðeins tapað einum af þrettán deildarleikjum sínum. Leikmannahópurinn er mjög svipaður og í fyrra fyrir utan Rut Jónsdóttur sem hefur gjörbreytt liði KA/Þórs eftir komuna frá Danmörku. „Allir sjá að Rut er besti leikmaðurinn í deildinni og það eru þvílík forréttindi að fá að spila með henni,“ sagði Hulda. Rut Jónsdóttir hefur gert gott lið KA/Þórs enn betra.vísir/hulda margrét „Við höfum ekki verið örvhentan leikmann hægra megin fyrir utan og ég sjálf spilað þar. Þannig að Rut var púslið sem vantaði. Svo eru aðrir leikmenn árinu eldri og reynslunni ríkari og við erum að uppskera.“ Hulda segir að Rut geri aðra leikmenn í kringum sig betri. „Hún dregur mikið í sig og er geggjaður leikmaður. Það er frábært að spila með henni,“ sagði Hulda að lokum. Leikur Fram og KA/Þórs hefst klukkan 13:30 í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Fleiri fréttir Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Sjá meira