Konur eftir kófið Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 7. maí 2021 20:36 „Þú getur orðið flugfreyja og hann flugmaður.“ Þessum orðum var beint til dóttur minnar þegar hún lék sér eins árs gömul við jafnaldra frænda sinn fyrir tólf árum síðan. Það er hárrétt að dóttir mín getur eflaust orðið flugfreyja (eða réttara sagt flugþjónn) síðar meir ef hún kærir sig um það en hún getur líka orðið flugmaður, rafvirki, verkfræðingur, smiður, kennari eða hvað annað sem hún kærir sig um. Þessum orðum var ekki beint til dóttur minnar vegna vantrúar á getu hennar til að gegna vissum störfum síðar á ævinni heldur vegna staðalmynda sem enn fyrirfinnast á meðal margra. Sem betur fer hefur jafnréttisbaráttan skilað góðum árangri víða um heim undanfarna áratugi, meðal annars hér á landi. Almenn atvinnuþátttaka kvenna, aukin menntun þeirra og meiri þátttaka feðra í uppeldi barna sinna er orðinn sjálfsagður þáttur í samfélaginu í dag. Formæður okkar ruddu veginn og baráttan var erfið. Réttarkerfið sem um aldir var byggt á hagsmunum karla bitnaði oftar en ekki á réttindum kvenna og fengu konur ekki þann sess sem þær verðskulduðu með dugnaði sínum, gáfum og hugmyndum. Þrátt fyrir gjörbreytta stöðu í dag þurfum við að standa vörð um þau réttindi sem hafa áunnist. Þó staðan í samfélaginu og verkaskiptingin innan heimilisins er orðin jafnari bera konur oftar það sem á ensku hefur verið kallað Mental load. Með þessu hugtaki er átt við það andlega álag sem fylgir því að hafa yfirumsjón með þeim verkum sem þarf að sinna. Mikil orka fer í að hafa yfirsýn yfir verkefnin, úthluta þeim og sjá til þess að þeim sé framfylgt. Á vinnustöðum eru það yfirleitt framkvæmdastjórar og aðrir þeir sem bera meginábyrgð á starfseminni sem þurfa að hafa þetta Mental load og er oftar en ekki hluti af starfslýsingu þeirra. Innan veggja heimilisins eru það yfirleitt konurnar sem eru settar í hlutverk launalausa framkvæmdastjórans, hvort sem þær vilja það eður ei. Þessu álagi bæta konur við önnur verkefni sem bíða þeirra dags daglega og sífellt fleiri konur tala um hversu mikil áhrif það hefur á líðan þeirra að þurfa að hafa samtímis yfirsýn og verkstjórn með fjölda ólíkra viðfangsefna. Það er nefnilega eitt að vinna verkin og annað að bera ábyrgð á að þeim sé sinnt. Jafnrétti innan heimilisins er ekki náð fyrr en þessari byrði er skipt á milli þeirra fullorðnu sem reka heimilið. Og jafnrétti er ekki náð fyrr en við losum okkur við staðalmyndir um hvaða starfsvettvang börn geta valið sér á grundvelli kyns. Á undanförnum árum hefur jafnréttisbaráttan beðið hnekki í kjölfar öfgaskoðanna stjórnmálaflokka víða um heim sem hafa náð völdum. Sá málflutningur sem þar er boðaður ýtir okkur mörgum áratugum til baka og gerir að engu það jafnrétti sem hefur áunnist. Þá hefur Covid-19 því miður haft neikvæð áhrif á stöðu kvenna, meðal annars með auknu atvinnuleysi, meiri einangrun og verra heilsufari. Ofbeldi gegn konum hefur aukist að undanförnu og áætlað er að ein af hverjum þremur konum verði fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Hingað til höfum við hér á landi getað státað okkur af þokkalegri góðri stöðu kvenna til samanburðar við önnur lönd og höfum við til að mynda getað treyst því að heilbrigðiskerfið mismuni ekki neinum út frá kynferði, sjúkdómum eða öðru. Staðan er þó þannig að skimun vegna krabbameins hjá konum hefur verið í uppnámi undanfarna mánuði. Fréttir af konum sem hafa fengið skerta þjónustu vegna meðgöngu, vefjagigtar og legslímuflakks (endómetríósu) svo dæmi séu tekin vekja upp spurningar um hversu mikil áhersla er lögð á heilsufar kvenna. Rannsóknir á sjúkdómum sem herja frekar á konur eru styttra á veg komnar en margar aðrar rannsóknir og þegar andlegt álag sem fyrr var nefnt leggst ofan á áhyggjur af líkamlegri heilsu er sú hætta fyrir hendi að heilsufar kvenna fari versnandi. Þá hafa lífslíkur kvenna ekki aukist eins mikið og lífslíkur karla og samtímis er lífeyrir kvenna sem unnu skert starfshlutfall á lífsleiðinni til að geta sinnt börnum, heimili og maka mjög takmarkaður. Við þurfum að viðhalda því jafnrétti sem hefur áunnist nú þegar við erum að komast út úr þessi kófi sem hefur einkennt líf okkar í meira en eitt ár. En jafnframt þurfum við að berjast því sem upp á vantar til að koma á fullu jafnrétti. Til að svo megi verða þurfum við framar öllu að útrýma staðalmyndum og gefa framtíðarkynslóðum þau skilaboð að þau geti starfað við það sem þau vilja í framtíðinni, og það algjörlega óháð kyni. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Jafnréttismál Linda Hrönn Þórisdóttir Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
„Þú getur orðið flugfreyja og hann flugmaður.“ Þessum orðum var beint til dóttur minnar þegar hún lék sér eins árs gömul við jafnaldra frænda sinn fyrir tólf árum síðan. Það er hárrétt að dóttir mín getur eflaust orðið flugfreyja (eða réttara sagt flugþjónn) síðar meir ef hún kærir sig um það en hún getur líka orðið flugmaður, rafvirki, verkfræðingur, smiður, kennari eða hvað annað sem hún kærir sig um. Þessum orðum var ekki beint til dóttur minnar vegna vantrúar á getu hennar til að gegna vissum störfum síðar á ævinni heldur vegna staðalmynda sem enn fyrirfinnast á meðal margra. Sem betur fer hefur jafnréttisbaráttan skilað góðum árangri víða um heim undanfarna áratugi, meðal annars hér á landi. Almenn atvinnuþátttaka kvenna, aukin menntun þeirra og meiri þátttaka feðra í uppeldi barna sinna er orðinn sjálfsagður þáttur í samfélaginu í dag. Formæður okkar ruddu veginn og baráttan var erfið. Réttarkerfið sem um aldir var byggt á hagsmunum karla bitnaði oftar en ekki á réttindum kvenna og fengu konur ekki þann sess sem þær verðskulduðu með dugnaði sínum, gáfum og hugmyndum. Þrátt fyrir gjörbreytta stöðu í dag þurfum við að standa vörð um þau réttindi sem hafa áunnist. Þó staðan í samfélaginu og verkaskiptingin innan heimilisins er orðin jafnari bera konur oftar það sem á ensku hefur verið kallað Mental load. Með þessu hugtaki er átt við það andlega álag sem fylgir því að hafa yfirumsjón með þeim verkum sem þarf að sinna. Mikil orka fer í að hafa yfirsýn yfir verkefnin, úthluta þeim og sjá til þess að þeim sé framfylgt. Á vinnustöðum eru það yfirleitt framkvæmdastjórar og aðrir þeir sem bera meginábyrgð á starfseminni sem þurfa að hafa þetta Mental load og er oftar en ekki hluti af starfslýsingu þeirra. Innan veggja heimilisins eru það yfirleitt konurnar sem eru settar í hlutverk launalausa framkvæmdastjórans, hvort sem þær vilja það eður ei. Þessu álagi bæta konur við önnur verkefni sem bíða þeirra dags daglega og sífellt fleiri konur tala um hversu mikil áhrif það hefur á líðan þeirra að þurfa að hafa samtímis yfirsýn og verkstjórn með fjölda ólíkra viðfangsefna. Það er nefnilega eitt að vinna verkin og annað að bera ábyrgð á að þeim sé sinnt. Jafnrétti innan heimilisins er ekki náð fyrr en þessari byrði er skipt á milli þeirra fullorðnu sem reka heimilið. Og jafnrétti er ekki náð fyrr en við losum okkur við staðalmyndir um hvaða starfsvettvang börn geta valið sér á grundvelli kyns. Á undanförnum árum hefur jafnréttisbaráttan beðið hnekki í kjölfar öfgaskoðanna stjórnmálaflokka víða um heim sem hafa náð völdum. Sá málflutningur sem þar er boðaður ýtir okkur mörgum áratugum til baka og gerir að engu það jafnrétti sem hefur áunnist. Þá hefur Covid-19 því miður haft neikvæð áhrif á stöðu kvenna, meðal annars með auknu atvinnuleysi, meiri einangrun og verra heilsufari. Ofbeldi gegn konum hefur aukist að undanförnu og áætlað er að ein af hverjum þremur konum verði fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Hingað til höfum við hér á landi getað státað okkur af þokkalegri góðri stöðu kvenna til samanburðar við önnur lönd og höfum við til að mynda getað treyst því að heilbrigðiskerfið mismuni ekki neinum út frá kynferði, sjúkdómum eða öðru. Staðan er þó þannig að skimun vegna krabbameins hjá konum hefur verið í uppnámi undanfarna mánuði. Fréttir af konum sem hafa fengið skerta þjónustu vegna meðgöngu, vefjagigtar og legslímuflakks (endómetríósu) svo dæmi séu tekin vekja upp spurningar um hversu mikil áhersla er lögð á heilsufar kvenna. Rannsóknir á sjúkdómum sem herja frekar á konur eru styttra á veg komnar en margar aðrar rannsóknir og þegar andlegt álag sem fyrr var nefnt leggst ofan á áhyggjur af líkamlegri heilsu er sú hætta fyrir hendi að heilsufar kvenna fari versnandi. Þá hafa lífslíkur kvenna ekki aukist eins mikið og lífslíkur karla og samtímis er lífeyrir kvenna sem unnu skert starfshlutfall á lífsleiðinni til að geta sinnt börnum, heimili og maka mjög takmarkaður. Við þurfum að viðhalda því jafnrétti sem hefur áunnist nú þegar við erum að komast út úr þessi kófi sem hefur einkennt líf okkar í meira en eitt ár. En jafnframt þurfum við að berjast því sem upp á vantar til að koma á fullu jafnrétti. Til að svo megi verða þurfum við framar öllu að útrýma staðalmyndum og gefa framtíðarkynslóðum þau skilaboð að þau geti starfað við það sem þau vilja í framtíðinni, og það algjörlega óháð kyni. Höfundur er frambjóðandi í 2. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun